Sælir Trooper-félagar. Ég er með einn 2000 mód. rosa fínt eintak á 35tomma blöðrum. 
En í mótvindi á svona 90-100 km hraða þá fer að ýla og flauta í miðstöðvarinntaki? grunar mig. Hefur einhver heyrt um þetta og hvernig hægt er að losna við þennan bölv... hávaða, því hann er nokkuð mikill!
			
									
									Flautar og ýlir í mótvindi!
- 
				
hobo
 
- Póststjóri
- Innlegg: 2493
- Skráður: 31.jan 2010, 17:44
- Fullt nafn: Hörður Bjarnason
- Bíltegund: 1988 Ford Econoline
Re: Flautar og ýlir í mótvindi!
Ég man ekki eftir slíku flauti þau fáu skipti sem ég hef farið á þennan hraða.
Þetta er alveg óþolandi svona væl, á hiluxinum mínum gamla kom svaka hávaði í kring um bílstjóraspegilinn í miklum hliðarvindi ef hann lenti vinstra megin á bílnum.
			
									
										
						Þetta er alveg óþolandi svona væl, á hiluxinum mínum gamla kom svaka hávaði í kring um bílstjóraspegilinn í miklum hliðarvindi ef hann lenti vinstra megin á bílnum.
- 
				villi58
 
- Innlegg: 2137
- Skráður: 10.maí 2011, 10:51
- Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
- Bíltegund: Toyota Hilux
- Staðsetning: Ittoqqortoormiit
Re: Flautar og ýlir í mótvindi!
Er þetta ekki að koma þegar vindur kemst á milli gúmmípakningar og fals eða hvað sem gúmmípakkning leggst að og fer að víbra. Hef prufað í bíl sem vældi svona í á áhveðnum hraða eða miklum vindi að setja eitthvað á milli og loka og prufa mig svona áfram þangað til að þetta hætti. Má notast við gúmmípjötlu, teppabút, bóluplast eða eitthvað sem er við hendina og troða á milli þar sem maður heldur að háfaðinn kemur.
			
									
										
						- 
				krunar64
 Höfundur þráðar
- Innlegg: 10
- Skráður: 14.okt 2013, 12:34
- Fullt nafn: Kristinn Rúnar Karlsson
- Bíltegund: Trooper
Re: Flautar og ýlir í mótvindi!
Já, takk fyrir ábendingarnar félagar, en hljóðið kemur ákveðið útúr loftstokkinum efst í miðju mælaborðsins, þar sem eru þrír miðstöðvarstútar, en spurning hvort þetta er hreinlega að koma inní loftinntakið í húddinu???
			
									
										
						- 
				
StefánDal
 
- Innlegg: 1239
- Skráður: 23.mar 2010, 21:21
- Fullt nafn: Stefán Hrannar Dal Björnsson
- Bíltegund: Isuzu Trooper
Re: Flautar og ýlir í mótvindi!
Þú ert væntalega búinn að fikta í öllum stillingum á miðstöðinni? Stilla á inniloftið og svoleiðis.
Annars er það bara að rífa þurrkuarmana af og hlífina og skoða :)
			
									
										
						Annars er það bara að rífa þurrkuarmana af og hlífina og skoða :)
- 
				krunar64
 Höfundur þráðar
- Innlegg: 10
- Skráður: 14.okt 2013, 12:34
- Fullt nafn: Kristinn Rúnar Karlsson
- Bíltegund: Trooper
Re: Flautar og ýlir í mótvindi!
Jú, jú búinn að því! Líklega best að gera það!
			
									
										
						Re: Flautar og ýlir í mótvindi!
Ertu nokkuð svona plast vindhlíf fremst á húddinu?
Ég veit um einn sem var að verða vitlaus af svona væli í bílnum sínum, hann var búinn að láta skipta um framrúðu, kítta allt sem honum datt í hug í kringum rúðuna og velta þessu fram og til baka fyrir sér, ýta og tosa í allan fjandann í barningi við þetta.
Svo einn daginn tók hann eftir að plast draslið fremst á húddinu titraði eitthvað, reif það af og ýlfrið hætti alveg um leið.
			
									
										
						Ég veit um einn sem var að verða vitlaus af svona væli í bílnum sínum, hann var búinn að láta skipta um framrúðu, kítta allt sem honum datt í hug í kringum rúðuna og velta þessu fram og til baka fyrir sér, ýta og tosa í allan fjandann í barningi við þetta.
Svo einn daginn tók hann eftir að plast draslið fremst á húddinu titraði eitthvað, reif það af og ýlfrið hætti alveg um leið.
- 
				krunar64
 Höfundur þráðar
- Innlegg: 10
- Skráður: 14.okt 2013, 12:34
- Fullt nafn: Kristinn Rúnar Karlsson
- Bíltegund: Trooper
Re: Flautar og ýlir í mótvindi!
Neibb! ekkert soleiðis drasl. Það var svona hlíf framan á honum og var brotin, löngu búinn að henda henni! En takk fyrir ábendinguna Haffi!
			
									
										
						Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur

