Síða 1 af 2

Trooper Tækniþráður

Posted: 24.aug 2013, 21:00
frá hobo
Er ekki nauðsynlegt fyrir okkur Trooper eigendur að vera með tækniþráð, af nógu er að taka allavega. Hérna getum við skipt á skoðunum og komið með upplýsingar sem gætu nýst öðrum. Myndir eru líka skemmtilegar.
Ég ætla að byrja á að svipta hulunni af heimsmíðuðum spíssahulsupúllara sem ég mixaði til að geta skipt um o hringi á þessum hulsum.

Þetta er bara prototýpa en gerði sitt gagn í 8 skipti. Myndi gera þetta aðeins öðruvísi næst þar sem maður er orðinn stressaður með að krækjurnar gætu rifnað af og setið eftir inn í heddinu.

Image
Image
Image
Image

Svo er það pickup rörin, mér var bent á það af Bjössa á Álftanesinu að festingarnar fyrir rörin ættu það til að brotna og þá myndu þau losna og detta ofan í pönnu og valda miklu tjóni. Ég ákvað því áðan að kippa pönnunni undan og kíkja á þetta.
Eins gott þar sem önnur festingin var við það að fara í sundur....
Ef vel er að gáð sést hárfín sprunga sem nær rúmlega hálfa leið yfir festinguna.

Image
Image

Svo var hitt og þetta í sigtunum, þétting, plast, og sílikon
Image

Re: Trooper Tækniþráður

Posted: 26.aug 2013, 21:53
frá hobo
Er enginn að grúska í þessum bílum?

Re: Trooper Tækniþráður

Posted: 26.aug 2013, 22:41
frá Sira
Sæll.
þetta er nauðsynlegt að setja tækniþráð um Trooper.
eg hef verið að spyrja spurninga á þráðinum um ýmislegt um Trooper svo að maður geti sótt upplýsingar um vandamál í Trooper

Eg skipti t.d um vatnslás í Júlí s.l þar tók eg eftir að hann var ónýtur gúmmí hringur sem er ofaná honum var að detta af þá væntalega farið í vantsganginn.

Eg aftengdi ventlaloksöndunina þar sem hún tengist á rörinu frá loftsíuhúsi að túrbínu og leiddi það í síuhús sem ég gerði sjálfur
mig fannst túrbínuspaðanir alltaf vera mettaðir af olíu og Intercoolerinn skítugur að innan.

þetta er svona eitt og annað
k.v
S.L

Re: Trooper Tækniþráður

Posted: 28.aug 2013, 20:37
frá hobo
Gaman væri að heyra frá mönnum sem eiga erfitt með að ná honum upp, þ.e.a.s smurþrýstingnum í 3.0 vélinni.
Er smurljósið lengi að detta út hjá ykkur eftir að bíllinn fer í gang?
Ég hef fundið skýringuna á því hjá mér.

Re: Trooper Tækniþráður

Posted: 28.aug 2013, 23:15
frá Freyr
Laust pikkup eða sprungið er ekki svo óalgengt. Það sem oftast fer fyrst þegar þrýstingurinn er lengi að byggjast upp er túrbínan.

Re: Trooper Tækniþráður

Posted: 29.aug 2013, 07:01
frá hobo
Nákvæmlega!

Re: Trooper Tækniþráður

Posted: 31.aug 2013, 08:43
frá hobo
Hafa menn verið að gera upp túrbínurnar í þessum bílum?
Vélaverkstæðin selja ekki uppgerðarsett í þessar bínur og segja að framleiðandinn IHI, vilji ekki láta gera þær upp. Bara selja nýjar.
Nú er nóg til af uppgerðarsettum á netinu, þannig að gaman væri að heyra hvort menn hefðu gert þetta með góðum árangri?

Re: Trooper Tækniþráður

Posted: 31.aug 2013, 11:27
frá rabbimj
Þarf ekki einhver að vera fyrstur til að prófa, nú á ég eina með brotnum öxli. Sjálfur var ég búinn að finna eitthvað sem á að passa en það er nú eins og það er þegar gefin er upp A4 listi af turbínum sem þessi sett eiga að passa í þá verður maður eitt spurningamerki :D

en er að spá í að prófa að panta eitt sett :D

kv
Rabbi

Re: Trooper Tækniþráður

Posted: 31.aug 2013, 12:09
frá hobo
Ég pantaði eitt sett um daginn og fæ þetta örugglega á mánudag, og átti þetta að enda í 10.500 kr, heim komið.
Er með 2 slitnar túrbínur og eina með skemmdu afgashjóli/öxli, þannig að það er freistandi að prófa.

Re: Trooper Tækniþráður

Posted: 02.sep 2013, 17:53
frá hobo
Kominn með uppgerðarsettið í hendurnar, slapp við tollinn þannig að þetta endaði í 8500 kalli.

Image

Re: Trooper Tækniþráður

Posted: 14.okt 2013, 17:44
frá bogith
Ég á til Trooper manual á pdf ef einhver vill

Re: Trooper Tækniþráður

Posted: 14.okt 2013, 18:06
frá biturk
Ég vil....

Re: Trooper Tækniþráður

Posted: 14.okt 2013, 18:07
frá hobo
Er hann 3000 og eitthvað blaðsíður?
Ef ekki máttu senda mér hann á hordurbja@gmail.com

Re: Trooper Tækniþráður

Posted: 14.okt 2013, 21:49
frá bogith
Jú hann er víst 3573 bls en er einfaldur í notkun í efnisifyrlitinu eru flýtilyklar.

biturk hvert er póstfangið?

Re: Trooper Tækniþráður

Posted: 14.okt 2013, 22:48
frá rabbimj
heill og sæll þú mátt endilega senda hann á mig líka ef þú nennir?

takk kærlega

kv
Rabbi

Re: Trooper Tækniþráður

Posted: 14.okt 2013, 22:49
frá rabbimj
gleymdi emailinu rafnj@nordural.is

Re: Trooper Tækniþráður

Posted: 14.okt 2013, 23:17
frá biturk

Re: Trooper Tækniþráður

Posted: 15.okt 2013, 08:28
frá Marine
Mátt endilega dundra eintaki á mig líka. brynjarth@siminn.is

Re: Trooper Tækniþráður

Posted: 15.okt 2013, 20:20
frá solider
ef manualin er en til staðar þá máttu endilega senda manni á svalurvalur@yahoo.com

Re: Trooper Tækniþráður

Posted: 17.okt 2013, 17:34
frá Ford Racing
Og jafnvel mig líka :)) saebbi@live.com

Re: Trooper Tækniþráður

Posted: 17.okt 2013, 20:05
frá gillih
Væri asskoti gott að fá eintak af trooper manualnum á gillhard0@gmail.com

Re: Trooper Tækniþráður

Posted: 20.okt 2013, 23:57
frá Dazzi
Sælir meistarar er mikið mál að skipta um glóðarkerti í trooper???
var sagt að þau myndu alltaf brotna

Re: Trooper Tækniþráður

Posted: 21.okt 2013, 00:08
frá mikki
eiga það til að brotna hefur gerst einusinni hja mer og það er leiðindamál

Re: Trooper Tækniþráður

Posted: 21.okt 2013, 07:18
frá hobo
Fljótlegt ef þau eru öll laus, en í versta falli heddið af.
Þetta þyrfti að vera gert í það minnsta einu sinni á ári, að taka kertin úr þrífa götin og smyrja kertin. Sótið finnur sér leið upp með kertunum og pakkast í algjöra steypu.

Re: Trooper Tækniþráður

Posted: 29.okt 2013, 20:02
frá Karvel
Vantar manualinn !!
smarik3@hotmai.com

Re: Trooper Tækniþráður

Posted: 04.nóv 2013, 19:36
frá randsley
Hérna er hægt að finna manual fyrir Trooperinn

http://www.jeepolog.com/UserFiles/downloads/

Re: Trooper Tækniþráður

Posted: 27.jan 2014, 12:04
frá hobo
Hér er fljótleg leið til að kanna hvort spíssar séu að leka innbyrðis, spíssa/spíssahulsu þéttingar
óþéttar, eða heddið sé sprungið.
Þetta er þrýstiprófun, og á við t.a.m ef menn eru að fá díselolíu saman við smurolíuna.

Hér er búið að skrúfa saman krana og mæli sem tengist síðan inn á heddið þar sem díselolían fer inn.
Notað var annað rör úr annarri vél, það sagað í sundur til að mixa þetta.
Image

Innportið er fyrir neðan kælivatnsskynjarann.
Image

Blinda slönguna sem liggur í tankinn..
Image

Sem er þessi slanga, sem búið er að losa frá.
Image

40psi er fínt, lokað fyrir kranann og fylgjast með. Og ef þrýstingur fellur þá er eitthvað af ofantöldu að klikka.
Image

Re: Trooper Tækniþráður

Posted: 26.mar 2014, 10:38
frá hobo
Skemmtilegur þráður hér á ferð :)

Var að panta mér uppgerðarsett og nýtt blásturshjól í IHI RHF5 túrbínu úr Trooper. Nýja hjólið sem ég fékk er minna en hjólið úr gömlu túrbínunni og skil ég ekki hvernig öll hjól sem ég finn á Ebay eru minni en orginal hjólið er.
Það munar t.d 5,5mm á þvermáli hjólanna.
Er einhver staður á netinu sem ég get fengið rétt hjól og komist að því úr hvaða bínu nýja hjólið er útfrá málum?

Image

Re: Trooper Tækniþráður (nýtt! túrbínur)

Posted: 29.júl 2014, 23:21
frá Sira
Fann þetta um endurbyggingu á IHI RHF5 Turbínu

http://jackaroo55.rssing.com/browser.ph ... 2&item=719

Re: Trooper Tækniþráður

Posted: 29.sep 2014, 08:37
frá rabbimj
Vitið hvaða aftermarket glóðakerti er óhætt að kaupa í þessa bíla?

kv
Rabbi

Re: Trooper Tækniþráður

Posted: 29.nóv 2014, 03:38
frá mikki
sælir og heilir þannig er mal með vexti að eg er með 3.0 bil hja mer og var eg að skipta um hedd þar sem hitt var sprungið keypt var nytt hedd spissar allar pakkningar og þettingar i b&L allt sett saman og nu er eg i bullandi vandræðum hann brennir oliunni i hrikalegu magni það miklu að hann gengur a henni þegar drepið er a ekki er það turbinan spurningin er hvernig kemst olian i strokkana ???? allar abendingar vel þegnar

Re: Trooper Tækniþráður

Posted: 29.nóv 2014, 07:38
frá Aparass
Hefur hann ekki bara rifið cylinder og hringi þegar hann ofhitnaði við sprungið hedd og síðan dregur hann olíuna þar upp ?

Re: Trooper Tækniþráður

Posted: 29.nóv 2014, 11:39
frá biturk
Túrbínan er mjög líklega orsakavaldurinn

Re: Trooper Tækniþráður

Posted: 29.nóv 2014, 13:02
frá lecter
hæ ég er með bil sem er með brotin 2 glóðarkerti hef ekki farið i að losa þau úr það er heljar mál ,, en hann lekur disel i kælivatnið og blæs af sér vatninu ,, mér er sagt að hulsurnar leki þá ,,, en hef ekki tekið heddið af en það er hægt að fá hedd i kina fyrir 500usd með flutningi hingað með venlum i veit ekki hvort spissa hulsan er i hafið þið feingið svona hedd ? svo er sagt að kina heddin séu mikið betri og springi mun siður sé mun betri blanda i þeim ? ég mun liklega panta hedd en fint að fá ráð hér um þessa bila

Re: Trooper Tækniþráður

Posted: 20.des 2014, 22:01
frá Jóhann
Sælir ég er nýr hér í þessum klúbbi það er Trooper eigandi, var að eignast Gula Kafbátinn :) var að spá hvar hafa menn verið að fá hraðamælabreitir í þessa bíla? Er ekki rafeyndamælir í þeim.

Re: Trooper Tækniþráður

Posted: 20.des 2014, 22:16
frá hobo
Ég á til hraðamæladrif fyrir 38", er þinn ekki 44"?

Re: Trooper Tækniþráður

Posted: 21.des 2014, 01:36
frá Jóhann
Jú hann er 44" eru þeir með barka ég er ekkert búin að skoða þetta ennþá

Re: Trooper Tækniþráður

Posted: 21.des 2014, 09:09
frá hobo
Nei það er rafmagnshraðamælir og skynjari í millikassanum.
En ertu þá örugglega með Isuzu kassa?

Re: Trooper Tækniþráður

Posted: 21.des 2014, 09:47
frá Jóhann
Nú er ég ekki viss hvaða millikassi er í honum en það er milligír framan á honum. Þekki þetta ekki nógu vel.

Re: Trooper Tækniþráður

Posted: 21.des 2014, 19:54
frá Jóhann
Kíkti á þetta og það er rafmagnssensor á millikassanum. Vitið þið hvort hægt er að fá enn frá samrás 2 rása breytirinn sem var til fyrir nokkrum árum.