Trooper Tækniþráður


hjortur.arnason
Innlegg: 14
Skráður: 01.apr 2012, 17:41
Fullt nafn: Hjörtur Árnason
Bíltegund: Isuzu Trooper

Re: Trooper Tækniþráður

Postfrá hjortur.arnason » 28.des 2014, 23:44

Sælir piltar.

Ég er með Trooper, og alla kosti þess og galla.

Nú rétt áðan reif ég pönnuna undan og tók rörið sem lá þar. Náði síðan boltanum úr og þar með brotinu sem vantaði á festinguna. Festingin brotnaði út úr gatinu fyrir boltann.
Á morgun ætla ég að sjóða þetta saman og bæta við spelku sem ég festi neðar en núverandi festing er, og felli að sama bolta. Síðan fer allt saman, og ný olía og sía á vélina og hún bara skal virka vel og lengi.
Það var svo skrýtið að allt var í fína lagi þegar ég kom heim á föstudegi og lagði bílnum, en á sunnudegi þegar ég ætlaði að skreppa í búð náði hann ekki upp smurþrýtstingi, þannig að ég brúkaði bara fólksbílinn. Grunur minn um orsökina reyndist semsagt réttur.

Er eitthvað sem ykkur þykir upplagt að gera "í leiðinni" þegar þetta rör er lagað?
Hvað með hitt rörið, það sem fæðir olíuverkið? Hefur það ekkert verið að klikka?

Ef bogith er enn í jólastuði að senda manúalinn góða, þá myndi ég glaður þiggja eitt eintak á hjortur.arnason(hjá)gmail.com

//Hjörtur.




Aparass
Innlegg: 308
Skráður: 25.sep 2011, 21:29
Fullt nafn: Guðni Þór Scheving

Re: Trooper Tækniþráður

Postfrá Aparass » 29.des 2014, 00:20

Sæll Hjörtur.
Manualinn er hér líka.
http://nude.is/stuff/?dir=Vi%C3%83%C2%B ... uals/Izuzu
Kv.

User avatar

Höfundur þráðar
hobo
Póststjóri
Innlegg: 2490
Skráður: 31.jan 2010, 17:44
Fullt nafn: Hörður Bjarnason
Bíltegund: 1988 Ford Econoline

Re: Trooper Tækniþráður

Postfrá hobo » 29.des 2014, 11:51

Mig minnir að stutta pickuprörið sé fyrir háþrýstikerfið og langa rörið sé fyrir vélasmurninginn.
Passar það?, var stutta rörið brotið?

Svo er gott í samsetningu að þrífa rörendana þar sem O hringurinn kemur með fituhreinsi og setja High temp RTV sílikon á fletina.
Þótt að O hringinrnir séu nýjir þá eru rörin frekar laus í götunum og þessvegna gott að þétta þetta betur.


hjortur.arnason
Innlegg: 14
Skráður: 01.apr 2012, 17:41
Fullt nafn: Hjörtur Árnason
Bíltegund: Isuzu Trooper

Re: Trooper Tækniþráður

Postfrá hjortur.arnason » 29.des 2014, 22:11

Sælir piltar.

Hér eru 3 myndir:

1 og 2: Myndir af rörinu eftir að búið var að sjóða saman það sem brotnaði og búa til viðbótarfestingu.

3: Þegar rörin voru á sínum stað, hert og fín.

Mynd 1:
Image

Mynd 2: (ekki alveg í fókus )
Image

Og mynd 3, þegar allt var á sínum stað:
Image

Ég þreif O-hringina og neri þeim aðeins á milli fingra mér, og gerði ekkert meira. Mér fannst þetta nokkuð þétt í samsetningu, þannig að ég ákvað að hafa ekki áhyggjur af þessu.

Bíllinn datt í gang, og þegar ég var búinn að skreppa í hálftíma bíltúr var smurþrýstingur rétt rúm 0,6 bar á mælinum í lausagangi.

Á mynd 3 er langa rörið til vinstri. Það er fyrir smurningu á vél, en það styttra, hægra megin á myndinni er fyrir olíuverkið.

Það er rétt að benda á að ég gerði þetta liggjandi á gólfinu, án þess að tjakka bílinn upp, og hann er á 33" dekkjum.
Við þessar aðstæður er það ca 2 klukkustunda vinna að opna og taka rörin niður til skoðunar, og vel þess virði fyrir sjálfbjarga menn að gera það til að koma í veg fyrir að drazzlið brotni og búi til dýra viðgerð.
Ég myndi treysta mér til að rífa þetta undan bíl á innan við klukkutíma á lyftu.

Næsta verkefni er síðan að rífa allt framan af vélinni til að finna hvar hún lekur smurolíu framúr.
Geri það þegar snjóa tekur upp.

//Hjörtur.
Síðast breytt af hjortur.arnason þann 13.jan 2015, 00:30, breytt 1 sinni samtals.

User avatar

Höfundur þráðar
hobo
Póststjóri
Innlegg: 2490
Skráður: 31.jan 2010, 17:44
Fullt nafn: Hörður Bjarnason
Bíltegund: 1988 Ford Econoline

Re: Trooper Tækniþráður

Postfrá hobo » 30.des 2014, 09:38

Ég sem hélt að vélin gæti farið í gang óháð vélasmurþrýsting.
En jæja, gott að bíllinn gangi og allir sáttir :)

User avatar

Sira
Innlegg: 58
Skráður: 12.nóv 2011, 11:55
Fullt nafn: Sigurjón Leifsson
Bíltegund: MMC Pajero
Staðsetning: Skagafjörður

Re: Trooper Tækniþráður

Postfrá Sira » 04.jan 2015, 18:50

Sælir
ég gerði þetta líka sauð rörinn og hreinsaði sigtinn.

vitið þið hvað á að skipta um auka þegar skipt er um tímareim, Vatnsdælu, strekkjara ofl

k.v
SL
MMC Pajero 3,5L GDI 2005
Skoda Superb TDI 4x4 2013


Gunni93
Innlegg: 34
Skráður: 08.nóv 2014, 02:52
Fullt nafn: Gunnar Örn Gíslason
Bíltegund: Isuzu trooper

Re: Trooper Tækniþráður

Postfrá Gunni93 » 12.jan 2015, 01:35

Sælir pilltar

Ég var að versla mér 1 stk tropper um daginn alveg orginal og langar að breita honum sjálfur annars hefði ég bara keipt mér annan á sama verði en ég er ekki alveg klár á því hvernig maður hækkar hann upp hef bara unnið í hilux þannig að mér vantar að vita hvernig besta leiðin er að koma honum uppá 35"
Gunni G


Bílakall
Innlegg: 92
Skráður: 18.feb 2011, 15:35
Fullt nafn: Björn Hansson

Re: Trooper Tækniþráður

Postfrá Bílakall » 12.jan 2015, 09:30

6 cm body lift skera úr frambrettum brettakantar lengja í nokkrum festingum. Ég á allt til. Kv. Bjössi 6630710


hjortur.arnason
Innlegg: 14
Skráður: 01.apr 2012, 17:41
Fullt nafn: Hjörtur Árnason
Bíltegund: Isuzu Trooper

Re: Trooper Tækniþráður

Postfrá hjortur.arnason » 13.jan 2015, 00:41

Jæja, bíladellan er söm við sig.

Ég festi kaup á biluðum Trooper sem auglýstur var annarsstaðar á jeppaspjallinu.
Sá er 2001 árgerð, ssk, með ABS og allskonar fínerí sem ég þarf að slökkva á þegar mig langar.

Bílinn kaupi ég með bilaða túrbínu og eins og maðurinn orðaði það "kannski eitthvað fleira".

Ég verð að játa það að mig grunaði ekki að svona auðvelt væri að skipta um túrbínu!

Ca 4 tímar í vinnu og kvikindið malaði eins og kisa.
Þá henti ég mér í gólfið og sleit undan vélinni pönnuna, sauð í sprunguna sem komin var í festinguna á pikkupprörinu og smíðaði eins festingu og á hinum bílnum.
Setti saman og gekk frá.
Eins og íþróttamaður væri að verki tók ég tímann, og var bætingin mest á fyrsta millitíma, þ.e.a.s. að rífa undan og ná rörinu úr. Hitt var líka verulega mikið fljótlegra, þar sem búið er að taka út það vesen að þurfa að hugsa og velta fyrir sér hvernig á að gera hlutina.
Á gólfi - eins og áður - en nú með 35" hjól undir vagninum, tók aðgerðin aðeins rétt rúma 2 tíma.
Ég óttast að tíminn verði farinn að ganga afturábak þegar ég geri þetta í áttunda skpti og ég verði búinn 10 mínútum áður en ég byrja! :)

Annars reyndist bíllin í þokkalegu standi. Fjaðrir í bílstjórasæti voru brotnar, en ég lagaði það í snarheitum, enda fyrrverandi starfsmaður í bólstrun, og átti efnið til. Ég skipti um intercooler úr því ég átti annan til, og fixaði og reddaði hinu og þessu smálegu, eins og alltaf þarf að gera.

Nú er ég semsagt með tvo trooper bíla og þann þriðja í slátur.

Lifi bíladellan!

//Hjörtur


Gunni93
Innlegg: 34
Skráður: 08.nóv 2014, 02:52
Fullt nafn: Gunnar Örn Gíslason
Bíltegund: Isuzu trooper

Re: Trooper Tækniþráður

Postfrá Gunni93 » 20.mar 2015, 17:06

jæja þá kom að því bíllinn kominn með trooper veiki bínan sprungin en maður lætur það ekki á sig fá er hálfnaður að rífa hana úr og var því að velta því fyrir mér hvort að það væri eithvað fleira í leiðini sem mætti taka t.d.

O-hringi
pickup rörin
hvarfakútin ætla ég að hreinsa útúr og blinda skinjara ef hann er til staðar
það lekur hjá mér ventlalokspakning ætla að taka hana í leiðini
þetta er svona það sem mer datt i hug svona í fljótu bragði
Gunni G


TWIN 2
Innlegg: 211
Skráður: 15.apr 2010, 17:09
Fullt nafn: Óttar Þór Ágústsson
Bíltegund: Nissan Patrol
Staðsetning: Akranes

Re: Trooper Tækniþráður

Postfrá TWIN 2 » 02.apr 2015, 03:32

bogith wrote:Ég á til Trooper manual á pdf ef einhver vill


Mátt senda hann á mig líka ef þú nennir
ottar86@gmail.com

takk fyrir
Nissan Patrol 44" 3.0 ssk
Nissan Terrano II 33" 2.7 ssk


hjortur.arnason
Innlegg: 14
Skráður: 01.apr 2012, 17:41
Fullt nafn: Hjörtur Árnason
Bíltegund: Isuzu Trooper

Re: Trooper Tækniþráður

Postfrá hjortur.arnason » 11.jún 2015, 20:57

Sælir piltar.

Ég var að útbúa hóp á fésbók

Isuzu Trooper á Íslandi

leitið og þér munið finna - og ég mun yður að félögum gjöra :)

//Hjörtur


Jóhann
Innlegg: 141
Skráður: 01.feb 2010, 05:01
Fullt nafn: Jóhann Þröstur Þórisson
Staðsetning: Grindavík

Re: Trooper Tækniþráður

Postfrá Jóhann » 11.jún 2015, 21:36

Finn ekki þennan hóp
Kv Jóhann Þ

User avatar

Heidar
Innlegg: 50
Skráður: 03.jan 2015, 21:45
Fullt nafn: Heiðar Kristóbertsson
Bíltegund: Nissan

Re: Trooper Tækniþráður

Postfrá Heidar » 11.jún 2015, 21:58

Ekki ég heldur
Nissan Patrol 46" 2003, 3.0l vélin horfin og komin 2.8l í staðinn :D

User avatar

Sira
Innlegg: 58
Skráður: 12.nóv 2011, 11:55
Fullt nafn: Sigurjón Leifsson
Bíltegund: MMC Pajero
Staðsetning: Skagafjörður

Re: Trooper Tækniþráður

Postfrá Sira » 21.jún 2015, 20:05

Síða um hvernig það er hægt að ná brotnu glóðarkerti úr heddi .

http://www.instructables.com/id/How-to- ... low-Plugs/

kv.
S.L
MMC Pajero 3,5L GDI 2005
Skoda Superb TDI 4x4 2013

User avatar

oskargj
Innlegg: 99
Skráður: 18.sep 2011, 16:47
Fullt nafn: óskar georg jónsson
Bíltegund: trooper/g vitara

Re: Trooper Tækniþráður

Postfrá oskargj » 26.jún 2015, 01:33

er með trooper sem tók upp á því að rokka með smurþrystingin.dettur allveg niður í röltinu enn ríkur upp í eðlilegt í um 1500 sníningum.er búin að skipta um olíu og síur.gæti þetta verið rörið í pönnuni að stríða mér?allar hugmyndir vel þegnar.

User avatar

Höfundur þráðar
hobo
Póststjóri
Innlegg: 2490
Skráður: 31.jan 2010, 17:44
Fullt nafn: Hörður Bjarnason
Bíltegund: 1988 Ford Econoline

Re: Trooper Tækniþráður

Postfrá hobo » 26.jún 2015, 08:56

Pickup rörin eru líkleg orsök. Myndi drífa mig að skoða þau ef þú hefur ekki gert það.

User avatar

Sira
Innlegg: 58
Skráður: 12.nóv 2011, 11:55
Fullt nafn: Sigurjón Leifsson
Bíltegund: MMC Pajero
Staðsetning: Skagafjörður

Re: Trooper Tækniþráður

Postfrá Sira » 26.jún 2015, 17:21

Sama vandamál hjá mér rokkandi smurþrýstingur allar síur ok rétt. 5W 30 olía pikkupp rör ok. Ætla að prófa 10W30 olíu næst. Annað er hvort nemi sé bilaður.
MMC Pajero 3,5L GDI 2005
Skoda Superb TDI 4x4 2013


Gunni93
Innlegg: 34
Skráður: 08.nóv 2014, 02:52
Fullt nafn: Gunnar Örn Gíslason
Bíltegund: Isuzu trooper

Re: Trooper Tækniþráður

Postfrá Gunni93 » 04.júl 2015, 18:30

Hvernig er það hver á mest af trooper varahlutum ?
Gunni G


rabbimj
Innlegg: 117
Skráður: 01.feb 2010, 14:14
Fullt nafn: Rafn Magnús Jónsson

Re: Trooper Tækniþráður

Postfrá rabbimj » 04.júl 2015, 21:12

ég held að það sé örugglega hann Bjössi á Álftanesi,hann er mjög þægilegur og gott að eiga við hann. síminn hjá honum er 6630710

kv
Rabbi


biturk
Innlegg: 971
Skráður: 26.maí 2012, 10:42
Fullt nafn: Gunnar Þórólfsson
Bíltegund: Daihatsu feroza
Staðsetning: Akureyri

Re: Trooper Tækniþráður

Postfrá biturk » 04.júl 2015, 21:39

Eg a trooper hluti
head over to IKEA and assemble a sense of humor


Gunni93
Innlegg: 34
Skráður: 08.nóv 2014, 02:52
Fullt nafn: Gunnar Örn Gíslason
Bíltegund: Isuzu trooper

Re: Trooper Tækniþráður

Postfrá Gunni93 » 05.júl 2015, 06:52

Ok snild Áttu nokkuð til öll 4 ljósin að aftan og frammsaft ?
Gunni G


Gunni93
Innlegg: 34
Skráður: 08.nóv 2014, 02:52
Fullt nafn: Gunnar Örn Gíslason
Bíltegund: Isuzu trooper

Re: Trooper Tækniþráður

Postfrá Gunni93 » 05.júl 2015, 06:54

.
Síðast breytt af Gunni93 þann 06.júl 2015, 15:41, breytt 1 sinni samtals.
Gunni G

User avatar

oskargj
Innlegg: 99
Skráður: 18.sep 2011, 16:47
Fullt nafn: óskar georg jónsson
Bíltegund: trooper/g vitara

Re: Trooper Tækniþráður

Postfrá oskargj » 05.júl 2015, 19:43

getur eitthver snillingur frætt mig um hvað þarf að skipta um tímareim á mörgþ kílómetra fresti í trooper?

User avatar

Höfundur þráðar
hobo
Póststjóri
Innlegg: 2490
Skráður: 31.jan 2010, 17:44
Fullt nafn: Hörður Bjarnason
Bíltegund: 1988 Ford Econoline

Re: Trooper Tækniþráður

Postfrá hobo » 05.júl 2015, 23:06

Sýnist það vera 200þ km samkvæmt handbók (google), svo kemur aldurinn líka inn í þetta.
Ég mundi samt skipta um örar, þar sem það er mjög fljótlegt og einfalt að græja þetta.

User avatar

oskargj
Innlegg: 99
Skráður: 18.sep 2011, 16:47
Fullt nafn: óskar georg jónsson
Bíltegund: trooper/g vitara

Re: Trooper Tækniþráður

Postfrá oskargj » 06.júl 2015, 14:29

ég sem sagt þarf ekki að vera stressaður.búin að keyra 75000 á þessari reim,ætti að vera í lagi að fara 20000 í viðbót.


Gunni93
Innlegg: 34
Skráður: 08.nóv 2014, 02:52
Fullt nafn: Gunnar Örn Gíslason
Bíltegund: Isuzu trooper

Re: Trooper Tækniþráður

Postfrá Gunni93 » 22.júl 2015, 13:27

Gunni G


Til baka á “Isuzu”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 6 gestir