Síða 1 af 1

bilað glóðarkerti í Trooper

Posted: 13.aug 2013, 22:53
frá Sira
Hvað ráðleggið þið að maður geri þegar það er farið glóðarkerti í Trooper með 4JX1 3,0L vélinni.
á maður að gera þetta sjálfur eða láta verkstæði skipta um það
á þá að skipta um öll 4 eða bara þetta skemmda
Eg veit að þau vilja snúast í sundur þá sérstaklega aftastakertið við hvalbak
Einhver góð ráð

k.v
S.L

Re: bilað glóðarkerti í Trooper

Posted: 15.aug 2013, 21:22
frá biturk
Sestu niður og byrjaðu að gráta er mitt ráð

Re: bilað glóðarkerti í Trooper

Posted: 15.aug 2013, 22:06
frá HaffiTopp
Spreyja duglega af WD40 ofaní reglulega þetta og láta standa lengi lengi.

Re: bilað glóðarkerti í Trooper

Posted: 16.aug 2013, 10:36
frá Stjáni
við erum búnir að skipta um glóðarkerti í mörgum svona bílum og þótt magnað sé þá er okkar trikk til að þau brotni ekki að vera búinn að láta mótorinn ganga og ná fullum hita og fara svo í að losa kertin eins fljótt og mögulegt er annars áttu á hættu með að brjóta þau.
Þetta er ekkert óyfirstíganlegt fyrir mann sem kann eitthvað að skrúfa, er smá föndur bara.

kv. Kristján