Síða 1 af 1

Háu ljósin í Trooper

Posted: 08.apr 2013, 16:27
frá johnnyt
Sælir meistarar.
Háu ljósin í Troopernum mínum tóku upp á því að deyja um daginn. Var að keyra og svo þegar að ég ætlaði að taka þau af þá var eins og ljósin á bílnum slokknuðu alveg í hálfa sekúndu eða svo og svo kickuðu lágu ljósin inn aftur. ÞEtta skeði 2 eða 3 áður en að háu ljósin dóu alveg. Og það kemur ekkert ljós um háu ljósin í mælaborðinu þegar að ég reyni að setja það á.
Það er ekkert að lágu ljósunum né öðrum ljósum.
Er búin að skipta um perurnar í ljósunum og tjékka öll öryggi.
Er einhver sem að veit hvað þetta gæti verið ?

Re: Háu ljósin í Trooper

Posted: 09.apr 2013, 17:22
frá johnnyt
enginn?

Re: Háu ljósin í Trooper

Posted: 09.apr 2013, 18:02
frá Karvel
Þætti líka gaman að fá að heyra hvað sé hægt að gera í þessu, þar sem ég er að glíma við það sama

Re: Háu ljósin í Trooper

Posted: 09.apr 2013, 18:06
frá hobo
Er ekki reley fyrir ljósin í boxi fram í húddi. Spurning að kanna ástandið á þeim bænum.

Re: Háu ljósin í Trooper

Posted: 09.apr 2013, 18:11
frá elli rmr
ertu búinn að skoða releyið fyrir háu ljósin? og jafnvel mæla hvort það komi straumur úr ljósarofanum fyrir háuljósin?

Re: Háu ljósin í Trooper

Posted: 09.apr 2013, 22:28
frá peturin
Sæll
Ef ég mann rétt þá eru það botnarnir fyrir þessi reley sem eru að fara í Tropper það að segja skoðaðu tengibotnana fyrir releyin. Einhvern vegin finnst mér þau vera tvö fyrir aðalljósin ?????
Þú tapar heldur ekkert á því að hringja í þennann 663-0710 hann er með notaðavarahluti í þessa bíla og veitt ýmisslegt um þá.
KV Pétur.

Re: Háu ljósin í Trooper

Posted: 14.apr 2013, 21:13
frá johnnyt
Smá update á háu ljósa veseninu. Þetta var bara relayið sem að var ónýtt eins og menn bentu á hérna :)
Takk fyrir hjálpina