Trooper véla/turbo vésen

User avatar

Höfundur þráðar
Óskar - Einfari
Innlegg: 690
Skráður: 01.feb 2010, 08:29
Fullt nafn: Óskar Andri Víðisson
Bíltegund: Toyota
Staðsetning: Vatnsenda, Kópavogur
Hafa samband:

Trooper véla/turbo vésen

Postfrá Óskar - Einfari » 29.júl 2010, 19:00

Sælir félagar

Vinur minn með er með 98 árg af troober 3.0 TDI. Vélin í honum er sennilega árg 99 en sama vél samt. Fyrir stuttu byrjaði hann að ganga illa og fór að heyrast hljóð sem líkist helst soghljóði, síðan fór að heyrðist slatti turbo hvinur, gangurinn varð mjög grófur og hann sótar mikið. Ég skoðaði með honum áðan túrbínu og loft barkana. Ég gat ekki fundið neitt slag í túrbínunni en það er mikið olíusmit inni í loftbarkanum frá túrbínu í intercooler og intercooler í vél/olíuverk og þar er eins mikið olíusmit fyrir aftan vélina og í kringum olíuverkið. Hvað haldið þið að þetta geti verið... mér datt helst í hug túrbínu vandamál??? Ég skipti um túrbínu fyrir hann fyrir c.a. 2-3 árum síðan en það var reyndar túrbína sem hann fékk af annari vél og ástandið á henni þá ekki vitað.... nema bara hún var í lagi...

Kv.
Óskar Andri


Toyota Hilux 2007 3.0 D-4D sjálfskiptur 38" breyttur

https://www.instagram.com/oskar.andri/


Izan
Innlegg: 616
Skráður: 29.mar 2010, 10:56
Fullt nafn: Jón Garðar Helgason

Re: Trooper véla/turbo vésen

Postfrá Izan » 30.júl 2010, 11:08

Mér finnst þú vera á réttri leið en það er svosum alltaf eitthvað olíusmit í túrbóhosum. Eru þessar vélar ekki þær sem þarf að fylgjast með olíukvarðanum reglulega til að ekki hækki á honum. Það tengist spíssum eða einhverju svoleiðis en þá kemst tölverrt magn af hráolíu út í smurolíuna og á einhverju mómenti fer vélin að ganga á þessu og gengur hratt þangað til hún deyr og á meðan fæst ekkert við ráðið,þýðir ekki að drepa á eða neitt gera.

Ég hélt að það væri alltaf einhvert slag í túrbínum og held enn. Slagið má bara ekki verða of mikið. Spurning líka hvort einhverjar olíufóðringar geti farið áður en slit kemur í buðrarfóðringuna, ég bara þekki túrbínur ekki nógu vel.

Gengur bíllinn ef þú aftengir túrbínuna. Láttu bara mótorinn ekki ganga nema smá stund og ekki láta hann snúast hratt með túrbínuna ólestaða. Þannig fer hún á yfirsnúning og fer í steik.

Kv Jón Garðar


Til baka á “Isuzu”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 15 gestir