Síða 1 af 1
er izuzu trooper ryðsæknir bílar á boddý
Posted: 17.jan 2013, 17:13
frá gaz69m
er að spá í hvernig bodí á trooper hafa reynst og er eithvað vesen með bódí hurðir rúðu upphalara og það sem við kemur bodíi og rafmagni
Re: er izuzu trooper ryðsæknir bílar á boddý
Posted: 17.jan 2013, 17:32
frá elfar94
það eina sem ég hef heyrt slæmt um trooperana er vélin, 3.0l vélin er víst handónýt,endalaus spíssava og heddvandræði, en þetta er eitthvað sem ég hef bara heyrt, sel það ekki dýrara en ég keypti það
Re: er izuzu trooper ryðsæknir bílar á boddý
Posted: 17.jan 2013, 17:43
frá rabbimj
Bæði grind og boddý ryða MJÖG lítið í þesssum bílum. Ef ég ætti að nefna einhvern stað sem ryð er að sjást í þessum bílum þá kemur alltaf taumur undir aftur glugganum (niðri hægra meginn).
mkb
Rabbi
Re: er izuzu trooper ryðsæknir bílar á boddý
Posted: 17.jan 2013, 20:30
frá Freyr
Held að gagnvart ryði séu þeir mjög góðir, man bara varla eftir að hafa séð ryðgaðan trooper nema þá einhvern sem hefur fengið verulega slæma meðferð
Re: er izuzu trooper ryðsæknir bílar á boddý
Posted: 17.jan 2013, 21:29
frá reynirh
Á einn svona var ekinn 55þús þegar ég fékk hann 2007 núna 125þús, sér ekki á boddýi.
Viðhaldið er einn rail rofi og tengi lúmm 75 þús með vinnu en búið var að innkalla hann áður í spíssaskifti áður en ég fékk hann.
Re: er izuzu trooper ryðsæknir bílar á boddý
Posted: 17.jan 2013, 21:37
frá Karvel
Erum með tvo troopera sem hafa verið lengi útá landi, og eina litla ryð sem ég man eftir er á öðrum á skotthlera neðan við gluggakantinum,smá riðbóla, og á hinum er gluggakantur á hliðum aðeins að bólgna. Öðruleiti hef ég ekkert verið var við mikið ryð í þessum bílum yfirhöfuð.
Þætti gaman að bera saman aðra tegundir við Trooperinn með ryðskemmdir.
Re: er izuzu trooper ryðsæknir bílar á boddý
Posted: 17.jan 2013, 21:48
frá ssjo
Keypti Trooper 1999 og seldi hann 2008 ryðlausan að kalla. Smá bóla í kverk við gluggann á afturhleranum. Ekkert annað ryð og mótorinn í fínu lagi eftir næstum 200.000 km.Skipt um spíssa og túrbínu tiltölulega snemma, einn rail pressure sensor fór en that's it með vélina. Skipt um spindla að framan og eina öxulhosu. Fleira gerðist ekki á ferlinum.
Re: er izuzu trooper ryðsæknir bílar á boddý
Posted: 23.jan 2013, 13:23
frá íbbi
finnst þessir bílar almennt mun minna ryðgaðir en ég á að venjast úr lc90/pajero og hvað þá terrano/patrol
Re: er izuzu trooper ryðsæknir bílar á boddý
Posted: 23.jan 2013, 18:22
frá Bílakall
Eg er búinn að vera með nokkra Troopera i höndunum og aldrei hef ég séð ryð i grind. Einu staðirnir sem mögulega geta komið ryð í er: afturhlerinn fyrir neðan glugga kemur ryðtaumur hægt að laga með því að bletta strax að innanverðu. Þeir bilar sem eru mest í seltu þar getur farið að myndast ryð að innanverðum frambrettunum ofarlega annað ekki. Ég er farinn að þreytast á umræðunni um að vélarnar séru ónýtar í þessum bílum. Þetta eru mjög öflugar vélar 160 hestöfl eyða í kring um 11-12l, Flest allir Trooperar eru á fyrstu vélinni og ég ætla ekki að gagrýna aðrar jeppategundir en menn geta skoðað sinn gang sjálfir áður en þeir gagnrýna aðra jeppa eins og Trooper sem hefur þegar upp er staðið komið best út.