Síða 1 af 1

Trooper dettur úr 4-Hi

Posted: 17.apr 2012, 20:18
frá bjornod
Trooper 1999 3.0 D dettur úr 4x4 hi þegar hann er settur í annan gír og ofar. Hægt er að halda við Hi-LO stöngina og þá helst hann í drifi.

Hann heldu út alla gíra í 4-lo

Einhverjar hugmyndir um orsök?

Re: Trooper dettur úr 4-Hi

Posted: 17.apr 2012, 20:28
frá halendingurinn
Er lækkaður millikassi í honum, þá getur verið að það hafi ekki verið borað í öxulinn fyrir legukúlunni sem heldur skiptistönginni fyrir drifið á sýnum stað. Ef ekki þá getur verið að nóg fyrir þig að losa upp stokkin og skrúfa gúmmíhlífina í kringum skiftistöngina í burtu þá ættir þú að komast að tveim boltum sem spenna gorma niður á legukúlur sem lenda í haki á skiptiöxli og setja millilegg svo að gormarnir verði stífari.
þú getur náð legukúlunni upp með segulgormi og skoðað hvort ekki sé far fyrir kúluna í öxlinum. Ég vona að það sé ekki meira að og þetta hjálpi.

Re: Trooper dettur úr 4-Hi

Posted: 17.apr 2012, 20:36
frá halendingurinn
Er hann boddíhækkaður, þú gætir þurft að breyta stönginni svo að hún sé frjálsari í drifi ef eitthvað er að ýta eða þvinga hana.

Re: Trooper dettur úr 4-Hi

Posted: 17.apr 2012, 21:00
frá bjornod
Þetta er óbreytur bíll með rafmagnstakka til að setja í drifið. Ég kíki á gormana. Þetta byrjaði ekki fyrr en ég skipti um afturdrif í bílnum. Allt original.

Re: Trooper dettur úr 4-Hi

Posted: 17.apr 2012, 21:11
frá halendingurinn
Hann hlýtur að vera með millikassa stöng en rafstýrð loka á framhásingu sem Tengir framdrifið og 4x4 í háa og lága ef ég man rétt. Ég á ekki trooper í dag. Er jafnt loft í dekkjunum það getur myndað þvingun.

Re: Trooper dettur úr 4-Hi

Posted: 17.apr 2012, 21:31
frá bjornod
halendingurinn wrote:Hann hlýtur að vera með millikassa stöng en rafstýrð loka á framhásingu sem Tengir framdrifið og 4x4 í háa og lága ef ég man rétt. Ég á ekki trooper í dag. Er jafn loft í dekkjunum það getur myndað þvingun.


Þetta stemmir. Mér er til efs að dekkin valdi þessu. Ég kíki á gormana á stönginni og læt svo vita hvað var að.

Re: Trooper dettur úr 4-Hi

Posted: 17.apr 2012, 21:42
frá StefánDal
Er afturskaftið rétt saman sett?

Re: Trooper dettur úr 4-Hi

Posted: 17.apr 2012, 22:18
frá bjornod
StefánDal wrote:Er afturskaftið rétt saman sett?


Aldrei tekið í sundur, svo ég geri ráð fyrir því ;)

Re: Trooper dettur úr 4-Hi

Posted: 03.maí 2012, 23:32
frá oskargj
ekki sömu hlutföll í drifum.getur verið að annaðdrifið sé úr beinskiftu og hitt ú sjálfskiftu?

Re: Trooper dettur úr 4-Hi

Posted: 03.maí 2012, 23:35
frá bjornod
oskargj wrote:ekki sömu hlutföll í drifum.getur verið að annaðdrifið sé úr beinskiftu og hitt ú sjálfskiftu?


Tennurnar tvítaldar og hann gengur í 4-Lo.

Re: Trooper dettur úr 4-Hi

Posted: 04.maí 2012, 00:12
frá rabbimj
Sæll
Gott væri að reyna að þreifa á hvort að hann sé að svíkja í millikassa eða gaflinum sem tengir framöxlana. En það sem mér grunar helst þar sem millikassi hefur ekki verið til trafalla í þessum bílum, er að hann sé að missa vacuum. Hefur þú ekkert orðið var við að bremsur séu orðnar lakari. Eru enginn greinileg hljóð sem koma þegar hann smellur úr drifinu?

kv
Rabbi

Re: Trooper dettur úr 4-Hi

Posted: 10.jún 2012, 18:42
frá bjornod
4x4 Lo virkar í öllum gírum.

4x4 Hi virkar í fyrsta gír, en ég sé stöngina þrýstast aftur þegar ég skipti í 2 gír og hrökkva úr gír. Ég get haldið við stöngina og þá keyrir hann fínt.

Tek líka eftir því að það er einhver þvingun í 4x4. Þ.e hann rennur ekki svo auðveldlega þegar hann er kominn í drifið.

Ætla að veðja á gorminn.....sjáum hvað setur:
http://www.isuzupup.com/viewtopic.php?f=1&t=6102

Re: Trooper dettur úr 4-Hi

Posted: 16.júl 2012, 23:46
frá bjornod
Þetta er nú ljóta draslið!

Nú vill hann hvorki afturábak, né áfram. Sennilegast er "double mass flywheel" brotið. Þetta gerist víst í flestum bílum og ágætt að hafa það skjalfest hér.