Síða 1 af 1
afhverju fer galloper ekki í gang
Posted: 20.des 2011, 09:51
frá gaz69m
sællir jeppa menn ég er í vandræðum ég skipti um tímareim og ballansreim í galloper ásamt fullt af pakkningum og þreif olíu ógeðið neðan af honum en núna þegar allt er komið saman og hann er réttur á tíma ballansreimin er rétt , og allt annað er komið í samband þá snýr hann sér ekki heilan snúning , getur þetta verið vacúm vesen eða hver djöfullin er að , og já um dagin eftir að ég var búin að setja hann saman þá ræsti ég bílin og hann fór í gang svo setti ég hann aftur inn í skúr og skipti um vatnskassa við að skipta um vatnskassa þá þurfti ég að losa boltana á kælinum og snúa kælinum einn fjórða úr hring
er búin að skoða snúrur sem í kælin liggja og finn ekkert að , við erum búnir að mæla straumon í kertin og það er í lagi , þannig að hvað getur verið að bíl skrattanum .
Re: afhverju fer galloper ekki í gang
Posted: 20.des 2011, 12:11
frá gaz69m
er engin sem gæti skotið á eithvað það er búið að skoða spíssa þeir fá olíu geymirin er í lagi nýtt jarðtengi frá geymi ,
Re: afhverju fer galloper ekki í gang
Posted: 20.des 2011, 14:05
frá Polarbear
ég myndi nú byrja á því að taka úr honum hitakertin eða spíssana og snúa honum í hringi með höndunum til þess að fullvissa mig um að það sé ekki neitt brotið ofaní strokkunum eða ventlar standi opnir og séu að bankast í stimpilkolla eða eitthvað þessháttar.
Re: afhverju fer galloper ekki í gang
Posted: 20.des 2011, 14:10
frá gaz69m
það sem mér var bent á af galloper eiganda var að ádreparin væri fastur var búin að snúvélini og ekkert óeðlilegt við það
Re: afhverju fer galloper ekki í gang
Posted: 20.des 2011, 15:09
frá Polarbear
þú segir að vélin snúi sér ekki heilan snúning...... í mínum bókum þýðir það að vélin sé föst :)
meinarðu að þú getir startað henni endalaust (vélin snýst) en hún tekur aldrei við sér? það er allt annað mál
Re: afhverju fer galloper ekki í gang
Posted: 20.des 2011, 15:12
frá gaz69m
vélin snýst en tekur ekki við sér
Re: afhverju fer galloper ekki í gang
Posted: 20.des 2011, 15:17
frá jeepcj7
Ef hann hitar ekki fer hann ekki í gang.
Re: afhverju fer galloper ekki í gang
Posted: 20.des 2011, 15:18
frá Polarbear
þú gætir byrjað á að losa uppá fæðiröri að spíssa meðan þú startar. það þarf bara að losa, ekki taka alveg í sundur, þú ættir að sjá dísel sprautast út ef hann er að fá olíu frá verkinu í púlsum. Er ekki ádreparinn á olíuverkinu á þessari vél?
Re: afhverju fer galloper ekki í gang
Posted: 20.des 2011, 15:32
frá gaz69m
jeepcj7 wrote:Ef hann hitar ekki fer hann ekki í gang.
það er einmitt það sem ég var að spá í í gær en svo var mælt og hann er að fá straum , ekki getur hann verið að fá straum en ekki hitað samt ?
Re: afhverju fer galloper ekki í gang
Posted: 20.des 2011, 15:33
frá gaz69m
Polarbear wrote:þú gætir byrjað á að losa uppá fæðiröri að spíssa meðan þú startar. það þarf bara að losa, ekki taka alveg í sundur, þú ættir að sjá dísel sprautast út ef hann er að fá olíu frá verkinu í púlsum. Er ekki ádreparinn á olíuverkinu á þessari vél?
hann var að fá olíu út í gær við skrúfuðum allt í leit að loft tapa og jú ádreparin er á olíuverkinu einhverstaðar
Re: afhverju fer galloper ekki í gang
Posted: 20.des 2011, 15:42
frá Sævar Örn
það kemur alltaf spenna að kertunum, en kertin geta verið onyt og ekki náð að hita
Re: afhverju fer galloper ekki í gang
Posted: 20.des 2011, 15:44
frá gaz69m
ahh auðvitað var orðin frekar pirraður þegar ég var að brasa þetta í gærkvöldi og nótt var orðið spurning um að ná í stórusleggjuna hans afa og massa heilvítis hrísgrjónavagnin
Re: afhverju fer galloper ekki í gang
Posted: 20.des 2011, 15:51
frá jeepcj7
Þú getur prófað að aftengja kertin frá skinnunni og sett straum beint á hvert og eitt til að sjá hvort þau taka straum en þau geta reyndar tekið straum en hitað lítið sem ekkert samt.Ef 1 kerti er ekki virkt er svona mótor mjög leiðinlegur í gang í kulda og ef 2 virka ekki efast ég um að hann fari í gang þegar kalt er.
Re: afhverju fer galloper ekki í gang
Posted: 20.des 2011, 15:52
frá gaz69m
jeepcj7 wrote:Þú getur prófað að aftengja kertin frá skinnunni og sett straum beint á hvert og eitt til að sjá hvort þau taka straum en þau geta reyndar tekið straum en hitað lítið sem ekkert samt.Ef 1 kerti er ekki virkt er svona mótor mjög leiðinlegur í gang í kulda og ef 2 virka ekki efast ég um að hann fari í gang þegar kalt er.
en nú stendur gerpið inni í um 8 gráðu volgum skúr á það ekki að hafa áhrif
Re: afhverju fer galloper ekki í gang
Posted: 20.des 2011, 19:24
frá Stebbi
gaz69m wrote:jeepcj7 wrote:Þú getur prófað að aftengja kertin frá skinnunni og sett straum beint á hvert og eitt til að sjá hvort þau taka straum en þau geta reyndar tekið straum en hitað lítið sem ekkert samt.Ef 1 kerti er ekki virkt er svona mótor mjög leiðinlegur í gang í kulda og ef 2 virka ekki efast ég um að hann fari í gang þegar kalt er.
en nú stendur gerpið inni í um 8 gráðu volgum skúr á það ekki að hafa áhrif
Taktu 2 til 3 lítra af sjóðandi vatni eða hitaveituvatni ef það er nógu heitt til að brenna sig á því, heltu því svo rólega yfir soggreinina, sestu inn í bíl og startaðu í gang. Ef að kertin eru ónýt og engin hitun á sér stað þá dugar þetta til að koma 2.5 í gang. Það getur líka verið gott að hafa hann á 1/4 gjöf á meðan þú startar.
Re: afhverju fer galloper ekki í gang
Posted: 21.des 2011, 17:38
frá gaz69m
níasta niðurstaðan er að 3 ónýt glóðarkerti er víst ekki gott
Re: afhverju fer galloper ekki í gang
Posted: 21.des 2011, 18:30
frá Logi
svo er allt í góðu að gefa smá startsprey og athuga viðbrögðin
Re: afhverju fer galloper ekki í gang
Posted: 21.des 2011, 20:46
frá jonogm
Gæti verið þjófavörnin á olíuverkinu. Það er þekkt vandamál í galloper. Ég hef einhverntíman lagað galloper sem tók ekki við sér. Þá fann ég leiðbeiningar um þetta á f4x4 spjallinu. Braut þetta varlega upp með skrúfjárni og litlum meitli og fjósið rauk í gang.
Re: afhverju fer galloper ekki í gang
Posted: 15.maí 2012, 22:04
frá denni354
skiptu um tappan í olíuverkinu fæst í vélalandi á 3300