Ógangur í Starex H1


Höfundur þráðar
bilmar
Innlegg: 26
Skráður: 11.apr 2010, 21:46
Fullt nafn: Ingi Jónsson

Ógangur í Starex H1

Postfrá bilmar » 08.júl 2011, 21:36

Er í smá vandræðum með 2000 árg af Starexnum mínum.

Þessi eðalvagn gengur fyrir 2,5l diesel vél sem tekur upp á því að ganga rykkjótt hvort sem er í lausagangi eða á ferð.
Fyrst um sinn var þetta öðru hvoru en þetta hefur ágerst með tímanum og er nú oftar en ekki.
Lausaganginn gengur hann nú frá 600 - 1100 snúninga, óreglulega, og á ferð gefur hann í og slær af allt eftir eigin hentugleik. Vill mér þó til happs að það gerist sáralítið þótt gefið sé hressilega í á ferð.

Veit ekki alveg hvar ég á að birja í þessu veseni og væru því allar uppástungur vel þegnar

Takk fyrir
Ingi



User avatar

Járni
Stjórnandi
Innlegg: 1391
Skráður: 30.jan 2010, 22:43
Fullt nafn: Árni Björnsson
Bíltegund: Land Rover
Staðsetning: Akureyri
Hafa samband:

Re: Ógangur í Starex H1

Postfrá Járni » 09.júl 2011, 11:29

Sæll,

Athugaðu víratengið við olíuverkið. Skoðaðu það vel, hvort séu einhver ummerki um spansgrænu eða aðrar skemmdir.
Stundum þarf að lóða yfir tengið.
Land Rover Defender 130 38"

User avatar

HaffiTopp
Innlegg: 929
Skráður: 02.feb 2010, 17:04
Fullt nafn: Hafþór Atli Hallmundsson

Re: Ógangur í Starex H1

Postfrá HaffiTopp » 09.júl 2011, 11:31

Skifta um hráolíusína, byrja á því og athuga hvort að það sé orðið lélegt rörið/slangan sem kemur frá áfyllingarstútnum niður í tankinn. Á það til að skemmast í þessum bílum skillst mér.
Kv. Haffi


Til baka á “Hyundai”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 16 gestir