Síða 1 af 1

Starex/H1

Posted: 22.maí 2011, 23:22
frá vippi
Langar að forvitnast hér hvað menn segja um þessa bíla, þá er ég að tala um diesel 4x4 bílinn. Ausið úr viskubrunnunum hjá ykkur :)

Re: Starex/H1

Posted: 22.maí 2011, 23:37
frá ellisnorra
Pabbi átti svona bíl og þetta var þrususkemmtilegur bíll, eyddi ekki miklu (var common rail), bilaði ekkert ef undanskilið er vesen á vacum framdrifs júnitinu og frábær ferðabíll. Góð sæti og þægilegur í umgengni.
Ég mundi fá mér svona bíl ef ég væri að leita í þessum notkunarflokk.

Re: Starex/H1

Posted: 23.maí 2011, 13:03
frá GudniPall
Ég get tekið undir þetta, þessir bílar eru duglegir, það er hægt að setja í lágt drif. Framdrifs júnitið hefur klikkað einu sinni, þá var bíllinn leiðinlegur í framdrifið.
Reynslan sem ég hef af svona bílum er af bíl sem er í björgunarsveit sem ég er í, það er 2007 árg af dísil bíl.
Hann hefur plummað sig ótrúlega vel á slæmum vegum og t.d. í þórsmörk.

Kv. Guðni

Re: Starex/H1

Posted: 24.maí 2011, 00:39
frá smaris
Sammála síðustu ræðumönnum. Fínir bílar fyrir utan þetta vacum dót á framdrifinu sem þyrfti að endurbæta. Common rail bíllinn er bara furðusprækur og togar vélin vel allt snúningssviðið. Nokkuð seigur í ófærum og til þess að gera lítið mál að koma undir hann stærri dekkjum.

Re: Starex/H1

Posted: 24.maí 2011, 21:53
frá vippi
Kærar þakkir fyrir svörin, nú er að fara og skanna markaðinn.