Síða 1 af 1

Santa Fe - gangtruflanir og stopp - SOS!

Posted: 10.apr 2017, 09:02
frá thor_man
Ágætu spjallverjar.
Er með 2005 Santa Fe dísel og í morgun er ég hafði ekið stuttan spotta þá datt vélin í óreglulegan hægagang, tók ekki við olíugjöf og hann drap svo á sér. Hann datt í gang aftur og gekk eðlilega í augnablik en datt þá aftur í sama farið, 3-400 snúninga, óreglulegur gangurí 10-15 sek og stoppaði svo.
Hvað gæti helst orsakað þetta? Sveifarásskynjari er nýr, tímareim og spíssar uppt. fyrir ca 35. þús km. síðan, allar síur nýlegar. Hafa menn einhverjar tilgátur um hvað gæti valdið þessu eða kannast við svona tilfelli?

M.kv. Þorvaldur.

Re: Santa Fe - gangtruflanir og stopp - SOS!

Posted: 10.apr 2017, 20:53
frá hobo
Kannski er Rail þrýstingurinn ekki nægur vegna ónýts rail sensor eða rail pressure valve. Tölvulestur myndi hjálpa mikið.

Re: Santa Fe - gangtruflanir og stopp - SOS!

Posted: 12.apr 2017, 17:44
frá thor_man
Já, Stimpill í Kóp. höfðu smugu til að líta á hann í gær, tölvulestur sýndi ekkert athugavert en líklega var EGR-ventillinn eitthvað stirður og valdið því að túrbínan næði ekki upp þrýstingi, í góðu lagi núna eftir hreinsun.