Hyundai Tucson - reynsla?


Höfundur þráðar
agsig
Innlegg: 1
Skráður: 19.jún 2016, 22:08
Fullt nafn: Anna Guðrún Sigurðardóttir

Hyundai Tucson - reynsla?

Postfrá agsig » 19.jún 2016, 22:18

Sæl verið þið,
ég ek nú um á Hyundai Accent 2005, átti áður 99 módel sem entist mér mun betur en þessi nýi, þ.e. mun minni viðgerðir.
Er því orðin heldur skeptískari á Hyundai en ég var eftir að hafa verið svona ánægð með þann gamla.
En engu að síður hefur mig síðustu árin langað í Tucson, mér finnst stærðin fín og sýnist þeir ekki eyða svo miklu.
Það sem ég er helst að velta fyrir mér er hvernig þeir séu að endast samanborið við t.d. Accent ef einhver veit.
Er t.d. einhver sem á Tucson 2005-6 módel og getur sagt mér hvort hann sé enn í góðu standi?
Ég er aðallega að skoða að fá mér eldri Tucson þar sem ég hef ekki efni á meiru eins og er,
en væri alveg til í að heyra hvernig þessir nýju eru að endast líka.. Vil bara sjálfskiptan.
Myndi alveg þiggja að heyra líka með eyðsluna og hvort þið mælið með bensín eða diesel ;)




makker
Innlegg: 209
Skráður: 16.sep 2012, 23:55
Fullt nafn: jón marel magnússon

Re: Hyundai Tucson - reynsla?

Postfrá makker » 20.jún 2016, 00:36

Fínir bílar held ég nema hjólastellin og spirnur eru mjög riðsækinn og þarf að athuga þegar verið er að skoða bílinn svo er þessi klassíska veiki í kóreisku bílonum að öxlarnir gróa allveg pikkfastir í hjólnöfonum


Til baka á “Hyundai”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 4 gestir