Dekkjastærð fyrir Santa Fe


Höfundur þráðar
thor_man
Innlegg: 278
Skráður: 29.aug 2010, 19:48
Fullt nafn: Þorvaldur Böðvarsson
Staðsetning: Reykjavík

Dekkjastærð fyrir Santa Fe

Postfrá thor_man » 23.nóv 2015, 23:56

Sælir spjallverjar.
Eru vetrardekk af stærðinni 215/70 R16 of lítil fyrir Santa Fe Crd 2005, eru þau umtalsvert lægri en 225/70? Undir honum eru núna 225/70 R16 sem mun vera upprunalega stærðin.

ÞB.



User avatar

Svenni30
Innlegg: 1164
Skráður: 05.maí 2011, 14:49
Fullt nafn: Sveinn Haraldsson
Bíltegund: Toyota hilux
Staðsetning: Dalvík

Re: Dekkjastærð fyrir Santa Fe

Postfrá Svenni30 » 24.nóv 2015, 00:43

Eru þau ekki jafn há ? 70 er hæðin. Er ekki 215 og 225 breidd. Minnir það
Sveinn Haraldsson
Toyota hilux 38"


Höfundur þráðar
thor_man
Innlegg: 278
Skráður: 29.aug 2010, 19:48
Fullt nafn: Þorvaldur Böðvarsson
Staðsetning: Reykjavík

Re: Dekkjastærð fyrir Santa Fe

Postfrá thor_man » 24.nóv 2015, 06:51

Svenni30 wrote:Eru þau ekki jafn há ? 70 er hæðin. Er ekki 215 og 225 breidd. Minnir það

Jú, 70 er hæðin og 215/225 breiddin en mig minnir að hæðin 70 sé ekki ákveðin stærðareining heldur einhverskonar hlutfall milli breiddar og felgustærðar, þannig að ekki sé hægt að ganga beint út frá þeirri tölu, en kannski er það misskilningur!


Höfundur þráðar
thor_man
Innlegg: 278
Skráður: 29.aug 2010, 19:48
Fullt nafn: Þorvaldur Böðvarsson
Staðsetning: Reykjavík

Re: Dekkjastærð fyrir Santa Fe

Postfrá thor_man » 24.nóv 2015, 07:09

Hér fann ég mjög góðar skýringar á merkingum dekkja: http://www.goodyearautoservice.com/cont ... e=TireSize


sigurdurhm
Innlegg: 27
Skráður: 22.nóv 2014, 13:32
Fullt nafn: Sigurður H Magnússon

Re: Dekkjastærð fyrir Santa Fe

Postfrá sigurdurhm » 24.nóv 2015, 08:11

Svona reikna ég þetta. Er svo með þetta í excel

2*h*b+Hæð felgu

Ég breyti öllu í cm og þá er formúlan svona.

225/70 R16 = 2x225/10*70/100+26*2,54=72,14 ca, eða 28,4“ - Svona er formúlan stytt í cm = 2*22,5*,7+26*2,54=72,14cm

Dekk Felga í " Hæð í " Hæð í cm
225/70 16 28,4 72,14
215/70 16 27,9 70,7

Kanski betra læsilegra svona:

225/70 = 72,14 cm
215/70 = 70,7 cm


Höfundur þráðar
thor_man
Innlegg: 278
Skráður: 29.aug 2010, 19:48
Fullt nafn: Þorvaldur Böðvarsson
Staðsetning: Reykjavík

Re: Dekkjastærð fyrir Santa Fe

Postfrá thor_man » 24.nóv 2015, 10:50

sigurdurhm wrote:Svona reikna ég þetta. Er svo með þetta í excel

2*h*b+Hæð felgu

Ég breyti öllu í cm og þá er formúlan svona.

225/70 R16 = 2x225/10*70/100+26*2,54=72,14 ca, eða 28,4“ - Svona er formúlan stytt í cm = 2*22,5*,7+26*2,54=72,14cm

Dekk Felga í " Hæð í " Hæð í cm
225/70 16 28,4 72,14
215/70 16 27,9 70,7

Kanski betra læsilegra svona:

225/70 = 72,14 cm
215/70 = 70,7 cm

Takk fyrir þetta, frábært. Já 215/70 er full lágt fyrir Santa Fe, sýnist mér.


KÁRIMAGG
Innlegg: 579
Skráður: 01.feb 2010, 12:59
Fullt nafn: Kári Freyr Magnússon

Re: Dekkjastærð fyrir Santa Fe

Postfrá KÁRIMAGG » 24.nóv 2015, 19:06

Hæð dekkja er prósenta af breidd ss 215/70 þá er hæðin 70% af 215


Aparass
Innlegg: 308
Skráður: 25.sep 2011, 21:29
Fullt nafn: Guðni Þór Scheving

Re: Dekkjastærð fyrir Santa Fe

Postfrá Aparass » 27.nóv 2015, 10:58

Svo geturðu alltaf notað þetta verkfæri.
http://nude.is/dekk/
Kv.

User avatar

Kiddi
Innlegg: 1160
Skráður: 02.feb 2010, 10:32
Fullt nafn: Kristinn Magnússon
Bíltegund: Wrangler 44"

Re: Dekkjastærð fyrir Santa Fe

Postfrá Kiddi » 27.nóv 2015, 11:01

Móðir mín átti svona bíl og var með hann á 245/70R16 á veturna sem gekk glimrandi vel.


Höfundur þráðar
thor_man
Innlegg: 278
Skráður: 29.aug 2010, 19:48
Fullt nafn: Þorvaldur Böðvarsson
Staðsetning: Reykjavík

Re: Dekkjastærð fyrir Santa Fe

Postfrá thor_man » 27.nóv 2015, 19:46

Gerði góða ferð í Njarðvíkina áðan og fékk ný Infinity 225/70R16 negld vetrardekk undir bílinn á tæp 85 þús. hjá Bílastofunni, með ventlaskiptum. Ekki slæmt það. Þolir sjálfsagt eitthvað stærri dekk því mér finnst þau ekki mega vera minni.


Til baka á “Hyundai”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 3 gestir