Start vandamál H1 Starex 2.5 dísel


Höfundur þráðar
Dr. Zoidberg
Innlegg: 54
Skráður: 04.apr 2010, 00:12
Fullt nafn: Ágúst Sturla Jónsson

Start vandamál H1 Starex 2.5 dísel

Postfrá Dr. Zoidberg » 21.nóv 2015, 14:15

Góðan daginn ég er með Hyundai H1 Starex dísel sem er með start vesen. Þetta er almennt ekki vesen þó svo þetta er farið að gerast oftar. Að öllu jöfnu dettur hann í gang eftir nokkra snúninga. Þegar þetta kemur upp snýr startarinn mótornum en hann tekur ekkert við sér. Það skiptir ekki máli hvað maður lætur hann snúa.
Hann dettur að öllu jöfnu í gang eftir einhverjar tilraunir þar sem ég prófa að taka lykilinn úr og setja í startarann aftur.
Þetta vandamál kemur nánast eingöngu upp þegar rignir eða eftir mikla rigningu. Þetta hefur þó verið að koma upp núna síðustu daga eftir að það fór að frysta.
Ég tel þetta því vera rafmagnsvandamál tengd raka en veit ekki hvar ég á að byrja til að finna útúr þessu.
Hvað segja bændur við þessu?



User avatar

smaris
Innlegg: 232
Skráður: 16.feb 2010, 23:50
Fullt nafn: Smári Sigurbjörnsson

Re: Start vandamál H1 Starex 2.5 dísel

Postfrá smaris » 21.nóv 2015, 14:53

Hvaða árgerð er þetta?


Höfundur þráðar
Dr. Zoidberg
Innlegg: 54
Skráður: 04.apr 2010, 00:12
Fullt nafn: Ágúst Sturla Jónsson

Re: Start vandamál H1 Starex 2.5 dísel

Postfrá Dr. Zoidberg » 21.nóv 2015, 19:05

Þetta er 93 model. Eftir að vélin varð afl meiri.


mikki
Innlegg: 195
Skráður: 28.okt 2012, 19:07
Fullt nafn: michal leszek kujoth

Re: Start vandamál H1 Starex 2.5 dísel

Postfrá mikki » 21.nóv 2015, 19:20

common rail þa ?


Haukur litli
Innlegg: 329
Skráður: 08.mar 2010, 12:43
Fullt nafn: Haukur Þór Smárason

Re: Start vandamál H1 Starex 2.5 dísel

Postfrá Haukur litli » 21.nóv 2015, 20:41

Ertu búinn að athuga ádreparann?

User avatar

smaris
Innlegg: 232
Skráður: 16.feb 2010, 23:50
Fullt nafn: Smári Sigurbjörnsson

Re: Start vandamál H1 Starex 2.5 dísel

Postfrá smaris » 22.nóv 2015, 00:19

Sem sagt 2003? Ef startarinn er farinn að slappast, eða geymirinn snýst hann ekki nógu hratt til að ná upp þeim þrýstingi sem þarf til að hann fari í gang. Svo hef ég heyrt af sambandsleysi í plögginu á Common Rail dælunni. Spíssar geta orsakað það að bíllinn sé erfiður í gang, en áður en til þess kemur ætti hann að drepa á sér í akstri undir álagi, en raki hefur ekki áhrif á það. Svo getur öruggleg margt annað orsakað þetta.
Best er að láta lesa villukóda til að koma sér á sporið.

Kv. Smári


Höfundur þráðar
Dr. Zoidberg
Innlegg: 54
Skráður: 04.apr 2010, 00:12
Fullt nafn: Ágúst Sturla Jónsson

Re: Start vandamál H1 Starex 2.5 dísel

Postfrá Dr. Zoidberg » 22.nóv 2015, 00:42

Hehe. Sæll hvað maður getur verið ruglaður. Fannst eitthvað svo asnalegt við 93. 2003 er hann.
Þetta er eitthvað sambandsleysi. Þar sem ég þekki bensín mótora betur þá myndi ég lýsa þessu þannig að hann væri ekki að fá neista eða eldsneyti.
Startarinn snýr mótornum eðlilega en hann tekur ekkert við sér.
Síðan eftir 3-10 start tilraunir dettur hann í gang. Ég var ekkert farinn að reyna neitt þar sem hann dettur alltaf í gang og ég hef ekki vitað hvar þetta gæti leigið.
Hvar finn ég common rail dæluna í svona eðalvagni?
Kv. Ágúst

User avatar

Sævar Örn
Innlegg: 1917
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: Start vandamál H1 Starex 2.5 dísel

Postfrá Sævar Örn » 22.nóv 2015, 01:32

veistu eitthvað hvað glóðarkerti eru gömul?

er hann sneggri í gang ef þú svissar á og bíður eftir ljósinu tvisvar til 3svar áður en þú startar?
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is


Haukur litli
Innlegg: 329
Skráður: 08.mar 2010, 12:43
Fullt nafn: Haukur Þór Smárason

Re: Start vandamál H1 Starex 2.5 dísel

Postfrá Haukur litli » 22.nóv 2015, 01:59

Ég dreg til baka spurninguna um ádreparann, hélt að við værum að tala um '93 bíl.

User avatar

svarti sambo
Innlegg: 1270
Skráður: 15.okt 2013, 19:45
Fullt nafn: Elías Róbertsson
Bíltegund: F350 38,5"
Staðsetning: Ólafsvík

Re: Start vandamál H1 Starex 2.5 dísel

Postfrá svarti sambo » 22.nóv 2015, 10:39

Færðu loft upp í síuhúsið. Var einu sinni alltaf í tómu loft veseni í síuhúsinu, og það kom aldrei fram í akstri, bara erfiður í gang stundum. og þá var nóg að lofttæma síuhúsið. Skifti tvisvar um orginal síuhús, og var í lagi í smá tíma, en þau virðast vera framleidd ónýt. Gafst upp á því og setti síuhús úr nissan, og það hefur ekki borið á þessu síðan. Þeir eru líka frekir á glóðakerti.
Fer það á þrjóskunni


Höfundur þráðar
Dr. Zoidberg
Innlegg: 54
Skráður: 04.apr 2010, 00:12
Fullt nafn: Ágúst Sturla Jónsson

Re: Start vandamál H1 Starex 2.5 dísel

Postfrá Dr. Zoidberg » 22.nóv 2015, 12:30

Afsakaðu það Haukur litli, ég var alveg blindur á að ég skrifaði 93 í staðinn fyrir 2003 sem hann er.

Varðandi glóðakertin þá hef ég reynt að venja mig á það þegar það er mjög kallt að svissa 2-3 á hann áður en ég starta. En mér hefur það ekki þótt það skipta neinu máli hvað ég svissa oft á hann. Ef hann ætlar í gang þá dettur hann strax í gang og er eigilega alltaf jafn fljótur að taka við sér. En þegar hann er búin að snúa einum hring lengur en eðlilegt er þá mun hann ekki fara í gang sama hvað hann er látinn snúa.

Ég er farin að hallast að því að common rail dælan fái ekki spennufæðingu. Þarf að skoða tengin á henni.

En sambo sást eitthvað á síuhúsinu, sogast það saman eða eitthvað álíka?

Kv. Ágúst

User avatar

svarti sambo
Innlegg: 1270
Skráður: 15.okt 2013, 19:45
Fullt nafn: Elías Róbertsson
Bíltegund: F350 38,5"
Staðsetning: Ólafsvík

Re: Start vandamál H1 Starex 2.5 dísel

Postfrá svarti sambo » 22.nóv 2015, 13:10

Sást ekkert athugavert við það, annað en það, að það myndaðist alltaf loft tappi í því og enginn leki fannst, enda hætti þetta, þegar að ég fékk mér síuhús úr öðrum bíl. Fór ekki í gang fyrr enn eftir mörg stört og þessháttar, nema að opna loftskrúfuna og pumpa með handdælunni, til að losa lofttappann.
Fer það á þrjóskunni

User avatar

smaris
Innlegg: 232
Skráður: 16.feb 2010, 23:50
Fullt nafn: Smári Sigurbjörnsson

Re: Start vandamál H1 Starex 2.5 dísel

Postfrá smaris » 22.nóv 2015, 16:04

Þetta er örugglega ekki glóðakertavandamál því þessir bílar detta í gang án hitunar í -12 gráðum. Common rail dælan er hægra megin fremst á vélinni horfir þú framan á hana og plöggið er efst á dælunni aftan verðri.

Kv. Smári.


Höfundur þráðar
Dr. Zoidberg
Innlegg: 54
Skráður: 04.apr 2010, 00:12
Fullt nafn: Ágúst Sturla Jónsson

Re: Start vandamál H1 Starex 2.5 dísel

Postfrá Dr. Zoidberg » 17.jan 2016, 22:08

Sælir
Smá update hérna. Það er nú ekki enn komin lausn á þetta. Fór yfir víringarnar hjá common rail dælunni fyrir áramót. Smári varðandi þetta plögg er þetta ekki þrýstinemi fyrir dæluna?

Allavega ef ég aftengi plöggið þá hagar þetta sér nákvæmlega eins og startvandamálið mitt. Mótorinn snýr líkt og í upphafi á venjulegri störtun en hann snýr og snýr og fer ekki í gang.

Það var ekkert að sjá að plögginu, leit út einsog nýtt. Spreyjuðum samt contact spreyi á þetta og prófuðum að jugga þessu fram og til baka. Þegar við vorum að skoða þetta var hann einmitt hundleiðilegur. Það virtist stundum skipta máli þegar maður hreyfði við vírunum og hann startaði. Ég nennti nú ekki að klippa upp lúmið og fara yfir vírana. Þannig við hættum þessu. Hann var síðan einsog hugur manns í tvær vikur og fór í gang í hvert skipti.

Síðan milli jóla og nýjárs byrjaði hann að vera leiðilegur aftur. Þá byrjaði ég að prófa að fara útí húdd og fikta í vírunum hjá common rail dælunni. Vitið menn, eftir að ýta rétt við vírunum hjá dælunni, loka húddinum setjast uppí bíl og snúa lyklinum og bæng í gang. Þarna virstist því hundurinn liggja grafinn.

Síðan var ég nú latur að fara í það að skera upp lúmið og reyna að finna brotin vír eða skipta um rofan, held þetta sé þrýstirofi á dælunni. Lét það bara duga ef hann fór ekki í gang að fara út og fikta í vírunum og alltaf fór hann í gang, nema eitt skipti. Það skiptið flýtti ég mér meira en venjulega. Fór strax út eftir fyrstu start tilraun þar sem hann fór ekki í gang, fiktaði í vírunum og reyndi að starta. Þá fór hann ekki í gang. Hann fór síðan í gang stuttu seinna eftir nokkrar tilraunir.

Þetta varð til þess að næst þegar hann fór ekki í gang ákvað ég að fara ekki útúr bílnum heldur fór í gegnum það ferli í róleg heitunum í kollinum á mér, það gerist allt frekar rólega þar. Meðan ég fór í gegnum það ferli og um svipað leiti og ég ætlaði að prófa aftur að starta heyrði ég relay smella í mælaborðinu undir stýrinu einhversstaðar. Prófaði að starta og hann beint í gang.

Síðan þá ef hann fer ekki í gang í fyrstu tilraun þá bíð ég bara eftir að relayið smelli og þegar það gerir það fer hann beint í gang. Ég hef ekki ein náð að taka tíman en tilfinningin er að þetta tekur alltaf jafn langan tíma sem er ca 30-60 sec.

Nú er spurningin hvaða relay er tímastýrt í þessum bílum og getur valdið því að hann starti ekki? Getur þetta verið þjófavörn?

kv. Ágúst

User avatar

smaris
Innlegg: 232
Skráður: 16.feb 2010, 23:50
Fullt nafn: Smári Sigurbjörnsson

Re: Start vandamál H1 Starex 2.5 dísel

Postfrá smaris » 17.jan 2016, 22:54

Ég held að þrýstingsneminn sé á forðagreininni.
Þetta relay undir mælaborði virðist rjúfa strauminn til kerfisins þegar þrýstingur verður og lágur. Ertu búinn að skoða bakrennslið frá spíssunum? Ef þeir leka of mikið til baka verður bíllinn erfiðari í gang og drepur einnig á sér undir álagi og fer hann ekki aftur í gang fyrr en það hefur komið smellur í þessu relayi. Nú er ég búinn að nota svona bíla í vinnu í 12 ár og það eina sem hefur bilað í þessu kerfi hjá mér eru spíssar.
Mig mynnir að bakrennslið frá spíss í lagi eigi að vera 20ml á tveimur mínútum í hægagangi.
Hefurðu prófað að draga hann í gang þegar hann vill ekki í gang. Þegar bíllinn hjá mér hefur verið hættur að fara í gang vegna lekra spíssa hefur hann dottið í gang um leið sé hann dreginn.

Kv. Smári.


brich
Innlegg: 70
Skráður: 24.apr 2012, 14:24
Fullt nafn: Björgvin Richardsson

Re: Start vandamál H1 Starex 2.5 dísel

Postfrá brich » 08.maí 2016, 14:00

Ég er með svipað vandamál í 2004 bíl. Fór smátt og smátt að verða seinni í gang fyrst á morgnana í vor en neitar því nú alfarið nema með smá eter, þá dettur hann í gang og gengur fínt allan daginn. Virðist þola allavega 6 tíma stopp og dettur í gang eftir það en eftir nóttina þá þarf hann startspray aftur. Hefur aldrei drepið á sér eftir að hann er kominn í gang.

Ég kíkti á plöggið og vírana á dælunni en sé ekkert athugavert þar.

Það smellur aldrei í relayinu þó beðið sé góða stund.

Einhver með hugmynd um hvað ætti að skoða?
Eins, vitið þið um gott verkstæði í að lesa bilanakóda?

kkv,
Björgvin
Fór ekki fyrstur yfir jöklana 3 á 35" Hilux - en keypti mér einn slíkan sama ár.
Hef síðan farið flestallt sem fært er á hálendinu.


Navigatoramadeus
Innlegg: 276
Skráður: 04.nóv 2012, 19:39
Fullt nafn: Jón Ingi Þorgrímsson
Bíltegund: Cruiser
Staðsetning: Álftanes

Re: Start vandamál H1 Starex 2.5 dísel

Postfrá Navigatoramadeus » 08.maí 2016, 14:18

við erum með einn svipaðan inná gólfi, hann vill ekki í gang nema með bremsuhreinsi.

tölvulestur gefur að hann er ekki að ná nægum þrýstingi á forðagreinina við start og það er verið að skipta um það sem hægt er að skipta um í háþrýstidælunni mv að lagnir líta vel út og það breytir engu hvort sé dælt með handdælunni meðan ræst er og glóðarkertahitun virkar.


birgiring
Innlegg: 179
Skráður: 03.feb 2010, 14:31
Fullt nafn: Birgir Þór Ingólfsson

Re: Start vandamál H1 Starex 2.5 dísel

Postfrá birgiring » 08.maí 2016, 16:00

Er ekki bara orðinn svo mikill bakleki í spíssunum að hann nær ekki upp þrýstingi á starthraða.
Ekki óþekkt á Common rail.


brich
Innlegg: 70
Skráður: 24.apr 2012, 14:24
Fullt nafn: Björgvin Richardsson

Re: Start vandamál H1 Starex 2.5 dísel

Postfrá brich » 08.maí 2016, 16:26

Þýðir það nýir spíssar þá eða er e-ð annað sem er hægt að laga?
Kosta spíssar ekki bílverðið?
kkv,
Björgvin
Fór ekki fyrstur yfir jöklana 3 á 35" Hilux - en keypti mér einn slíkan sama ár.
Hef síðan farið flestallt sem fært er á hálendinu.


birgiring
Innlegg: 179
Skráður: 03.feb 2010, 14:31
Fullt nafn: Birgir Þór Ingólfsson

Re: Start vandamál H1 Starex 2.5 dísel

Postfrá birgiring » 08.maí 2016, 21:39

Það þarf að mæla spíssana. Það er ekkert víst að það séu þeir þótt einkennin séu lík.
Nýir spíssar eru dýrir og ég veit ekki hvort hægt sé að fá endurbyggða spíssa.


Höfundur þráðar
Dr. Zoidberg
Innlegg: 54
Skráður: 04.apr 2010, 00:12
Fullt nafn: Ágúst Sturla Jónsson

Re: Start vandamál H1 Starex 2.5 dísel

Postfrá Dr. Zoidberg » 15.júl 2016, 21:52

Það er fátt leiðinlegra en bilannaþræðir með miklum bilannalýsingum og spekuleringum en engum niðurstöðum. Reynum því að bæta úr því hér.

Þar sem þetta start vandamál var aldrei neit stór mál meira bara hvimleitt þá var ég latur í að setja mikla vinnu í það að finna útúr þessu.

Það var ekki fyrr en um páskana sem ég var á heimleið úr Öræfunum sem blessaður bíllinn tók uppá því að drepa á sér í akstri. Það var þá helst við inngjöf, framúr akstri og upp Kambana svo nokkur dæmi séu tekinn. Öll skiptin þurfti að bíða eftir smellinum í relayinu góða og bíllinn fór í gang. Fyrir tilviljun komst ég í vélartölvu kvöldið sem ég kom heim. Með því að tengja hana við tölvuna kom hún með nokkra kóða sem ég man nú ekki en gæti grafið upp númerið á, en þeir tengdust olíuþrýsting/hráolíu. tölvan bauð líka uppá að sýna graf með olíuþrýsting og óskgildi hans við akstur. Þar mátti sjá að þegar olíuþrýstingurinn náði ekki að fylgja óskgildinu nægjanlega vel drap bíllinn á sér.

Þetta lagðist nú frekar illa í mig þar sem ég hafði miklar áhyggjur af því að þetta gæti þýtt að spíssarnir væru orðnir lélegir.

Ég ákvað þó að byrja á því að fara eftir ráðleggingum tengdaföðurs míns, sem verður ekki nefndur á nafn hérna svo það fari ekki að rigna óþarflega uppí nefið á honum. Hann hafði víst komið með þessa leiðindar tillögu áður þegar vandamálið var að byrja. Prófaðu að skipta um hráolíusíu sagði hann.

Eftir að hafa skipt um hana hefur bíllinn alltaf dottið í gang og aldrei drepið á sér í akstri.

Endir.

User avatar

smaris
Innlegg: 232
Skráður: 16.feb 2010, 23:50
Fullt nafn: Smári Sigurbjörnsson

Re: Start vandamál H1 Starex 2.5 dísel

Postfrá smaris » 15.júl 2016, 23:27

Já sæll.

Þetta var nú of einfalt til að láta sér detta það í hug. Kanski af því að maður reiknar með því að þetta sé það fyrsta sem menn athuga í dísel bíl.

En af því að það er alltaf að bætast í reynslubankann hjá manni varðandi þessa bíla langar mig að benda mönnum sem eiga svona bíla á að skoða hjá sér áfyllingarörið. Lenti í því í vetur að eyðileggja 2 ára gamla spíssa vegna þess að áfyllingar rörið var orðið ryðgað og vatn og skítur komst í tankinn. Skoðaði svo rörið í öðrum bíl sem ég er að gera út og var það orðið mjög lélegt. Svona rör kostar 15.000 í umboðinu sem er ódýrt miðað við nýja spíssa.

Kv. Smári


Höfundur þráðar
Dr. Zoidberg
Innlegg: 54
Skráður: 04.apr 2010, 00:12
Fullt nafn: Ágúst Sturla Jónsson

Re: Start vandamál H1 Starex 2.5 dísel

Postfrá Dr. Zoidberg » 17.júl 2016, 10:39

Flott ábending ég ætla að kíkja á það hjá mér. Spíssa útskipting er ekki ofarlega á óskalistanum. Er að lenda í því að rör hjá mér eru að byrja að ryðga. Nýbúin að skipta um kælirörin að aftari miðstöðinni og hráolíurör frá olíutank. Þannig áfyllingarrörið er líklegur kandidat.


Til baka á “Hyundai”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 3 gestir