Galloper ljósavesen


Höfundur þráðar
emmibe
Innlegg: 250
Skráður: 20.mar 2013, 08:43
Fullt nafn: Elmar þór Benediktsson
Bíltegund: ssangyong musso

Galloper ljósavesen

Postfrá emmibe » 20.apr 2015, 21:34

Sælir, það var verið að skipta um alternator í Galloper, núna kveikir hann ljósin strax þegar svissað er á en áður kviknuðu þau ekki fyrr en eftir start. Svissuðum vírunum tveimur í plögginu í tornum til að prufa og þá loguðu ljósin stöðugt þó svissað sé af (vírarnir höfðu verið teknir í sundur áður). Hleðsluljósið virðist ekki vera með en hann hleður eðlilega. Það var líka einhvað hreyft við leiðslum bakvið mælaborð þegar miðstöðvastokkar voru lagaðir. Hvað gæti hafa gerst í þessu dóti? Það er svo sem hægt að setja parkið á meðan startað er en þetta þarf að vera í lagi.
Hef verið að skoða rafmagnsteikningar en er ekki viss um að vera með réttar, gæti einhver bent mér á teikningar af Galloper 2.5 disel rafmagni.
Kv. Elmar


Elmar Þór Benediktsson
emmibe@gmail.com
SsangYong Musso E32

Til baka á “Hyundai”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur