Santa Fe dísill - reynsla?


Höfundur þráðar
thor_man
Innlegg: 278
Skráður: 29.aug 2010, 19:48
Fullt nafn: Þorvaldur Böðvarsson
Staðsetning: Reykjavík

Santa Fe dísill - reynsla?

Postfrá thor_man » 12.apr 2014, 12:04

Sælir spjallverjar.

Hvernig hefur Hyundai Santa Fe dísil jepplingurinn reynst og komið út í rekstri, er þessi vél notuð í aðra bíla frá Hyundai og eru einhverjir áberandi gallar í henni? Hvernig er vinnslan, er maður mikið að „hjálpa til“ í akstri? Gaman væri að fá einhverjar reynslusögur um þetta!

Kv. ÞB.



User avatar

smaris
Innlegg: 232
Skráður: 16.feb 2010, 23:50
Fullt nafn: Smári Sigurbjörnsson

Re: Santa Fe dísill - reynsla?

Postfrá smaris » 12.apr 2014, 14:13

Sæll.

Ég á Santa Fe 2008 og get svo sem ekki kvartað undan rekstrinum á honum. Vélin er 155 hö og líður bíllinn alveg átakalaust áfram. Hef ekki heyrt um neina áberandi galla á þeim, en það verður að passa að nota rétta smurolíu því annars fer EGR ventillinn að sóta sig sem orsakar gangtruflanir (er búinn að lenda í því). Bíllinn er reyndar ekki kominn nema í 90.000km og því ekki bilað mikið. Það sem hefur bilað er hurðarhúnn sem varð óvirkur þegar festing fyrir barka brotnaði og svo skipti ég um afturhjólalegu í um 70.000km sem mér finnst full fljótt. Annars er ég bara sáttur með bílinn. Eyðslan er um 9 lítrar sem er bara nokkuð gott miðað við 2 tonna bíl.
Í eldri bílunum hef ég heyrt af því að spíssar gefi sig með þeim afleiðingum að vélin fyllist af hráolíu með þeim afleiðingum að hún eyðilegst.

Kv. Smári.


Höfundur þráðar
thor_man
Innlegg: 278
Skráður: 29.aug 2010, 19:48
Fullt nafn: Þorvaldur Böðvarsson
Staðsetning: Reykjavík

Re: Santa Fe dísill - reynsla?

Postfrá thor_man » 12.apr 2014, 17:55

smaris wrote:Sæll.

Ég á Santa Fe 2008 og get svo sem ekki kvartað undan rekstrinum á honum. Vélin er 155 hö og líður bíllinn alveg átakalaust áfram. Hef ekki heyrt um neina áberandi galla á þeim, en það verður að passa að nota rétta smurolíu því annars fer EGR ventillinn að sóta sig sem orsakar gangtruflanir (er búinn að lenda í því). Bíllinn er reyndar ekki kominn nema í 90.000km og því ekki bilað mikið. Það sem hefur bilað er hurðarhúnn sem varð óvirkur þegar festing fyrir barka brotnaði og svo skipti ég um afturhjólalegu í um 70.000km sem mér finnst full fljótt. Annars er ég bara sáttur með bílinn. Eyðslan er um 9 lítrar sem er bara nokkuð gott miðað við 2 tonna bíl.
Í eldri bílunum hef ég heyrt af því að spíssar gefi sig með þeim afleiðingum að vélin fyllist af hráolíu með þeim afleiðingum að hún eyðilegst.

Kv. Smári.

Takk fyrir svarið Smári.
Hef verið að spá í 2004-05 árgerðunum, eru þær með aðra útfærslu á vél, veistu hvernig það er og þá hvenær það breytist?

Kv. Þorvaldur.

User avatar

Kiddi
Innlegg: 1160
Skráður: 02.feb 2010, 10:32
Fullt nafn: Kristinn Magnússon
Bíltegund: Wrangler 44"

Re: Santa Fe dísill - reynsla?

Postfrá Kiddi » 12.apr 2014, 18:27

Sæll.
Móðir mín á svona bíl, 2006 árgerðina (eldra body) með 2.0 vélinni.
Þessi vél er ættuð úr smiðju VM á ítalíu en ég held ég fari rétt með þegar ég segi að hún sé smíðuð eða samsett á vegum Hyundai. Það skiptir svo sem ekki höfuð máli því þessi vél er drasl.
Tímareim þarf að skipta um á 60.000 km fresti og til þess að gera það þá þarf að losa vélina úr meira og minna. Þess má geta að tímareimin hefur einu sinni slitnað í þessum bíl en sem betur fer var hann enn í ábyrgð. Það mátti þó varla tæpara standa því ekki voru nema tvær vikur eftir af ábyrgðinni. Stimpill slóst í ventil og þetta var stórtjón sem var þó bætt.

Það heyrist þegar bíllinn fer í gang að spíssarnir eru eitthvað farnir að slappast. Smári það væri fróðlegt ef þú segðir betur frá þessu með hráolíuna. Þetta er eitthvað sem maður þyrfti að kanna fyrir þá gömlu. Nóg er nú viðhaldið á þessum bíl fyrir!

Þessi bíll er núna ekinn 145.000 km hjá henni og hún er búin að eiga hann frá upphafi. Hjólalegur og bremsur eru fastir liðir í viðhaldi. Fyrsta hjólalegan fór í ca 40.000 km. ABS kerfið er líka með einhver leiðindi og virkar ekki eins og er, það þarf að fara til umboðsins og láta skoða það.

Vinnslan er svosem þokkaleg og ágætt að sitja í þessu. Það er svolítið farið að bera á ryði og svona. Ég persónulega myndi ekki fá mér svona bíl.

User avatar

sigurdurk
Innlegg: 240
Skráður: 14.apr 2011, 19:11
Fullt nafn: Sigurður Kári Samúelsson
Bíltegund: Toyota Land Cruiser
Staðsetning: Reyðarfjörður/Akureyri

Re: Santa Fe dísill - reynsla?

Postfrá sigurdurk » 12.apr 2014, 18:41

það hafa líka verið að klofna stimplar í nýrri bílunum allavegana að mig minnir útaf lekum spíssum en held það séu nú ekki mjög algengt samt, ég sá það í 2007 sem var ekinn 80.000 að öðru leiti fínir bílar að ég held þetta er ekkert að bila meira en aðrir sambærilegir bílar.
Toyota Landcruiser HJ61 '89 44"[SKÁRRI]
VW Touareg 5.0 V10TDI '06
Dodge RAM 1500 '98 2H 4.0 turbo diesel 38-44"


Höfundur þráðar
thor_man
Innlegg: 278
Skráður: 29.aug 2010, 19:48
Fullt nafn: Þorvaldur Böðvarsson
Staðsetning: Reykjavík

Re: Santa Fe dísill - reynsla?

Postfrá thor_man » 12.apr 2014, 19:55

Úps, er þetta ítölsk VM-völundarsmið (eða þannig)! Þá held ég geri Delete á þá hugmynd en skoði 2,4L bensínbílinn frekar.

Takk fyrir svörin. Þorvaldur.


helgibj
Innlegg: 15
Skráður: 24.feb 2012, 13:17
Fullt nafn: Helgi Bjarnason
Bíltegund: Land Rover

Re: Santa Fe dísill - reynsla?

Postfrá helgibj » 12.apr 2014, 22:03

Ég átti svona bíl í rúmt ár og sá var keirður 200þús þegar ég seldi hann 2005 model, það er skipti um tímareim á 90 þúsund km fresti ekki 60 eins og einhver sagði. Ég keirði bara og ekkert vesen get hiklaust mælt með þessum bílum.

kv Helgi


TDK
Innlegg: 105
Skráður: 19.des 2011, 22:11
Fullt nafn: Guðmundur H. Aðalsteinsson

Re: Santa Fe dísill - reynsla?

Postfrá TDK » 13.apr 2014, 01:52

Kiddi wrote:Sæll. ABS kerfið er líka með einhver leiðindi og virkar ekki eins og er, það þarf að fara til umboðsins og láta skoða það.


Í þessum bílum er tannhringur á framöxlunum fyrir absið. Þessir hringir eiga það til að riðga og tennurnar að brotna og þar með fer ABS kerfið í köku. Byrjaðu á að tékka á þessu áður en þú ferð í umboðið.

Ef að þetta er tilfellið er svosem ekki flókið verk að skipta um þá en öxlarnir eiga það til að sitja helvíti fast í.


Izan
Innlegg: 616
Skráður: 29.mar 2010, 10:56
Fullt nafn: Jón Garðar Helgason

Re: Santa Fe dísill - reynsla?

Postfrá Izan » 13.apr 2014, 09:23

Sælir

Það má ekki algveg gleyma að aðrar bíltegundir hafa bilað líka, meira að segja Toyota!

Kv Jón Garðar

User avatar

ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Santa Fe dísill - reynsla?

Postfrá ellisnorra » 13.apr 2014, 09:50

Izan wrote:Sælir

Það má ekki algveg gleyma að aðrar bíltegundir hafa bilað líka, meira að segja Toyota!

Kv Jón Garðar


Þú hefur lent á mánudagseintaki.

(grín + kaldhæðni)
http://www.jeppafelgur.is/


Höfundur þráðar
thor_man
Innlegg: 278
Skráður: 29.aug 2010, 19:48
Fullt nafn: Þorvaldur Böðvarsson
Staðsetning: Reykjavík

Re: Santa Fe dísill - reynsla?

Postfrá thor_man » 13.apr 2014, 11:01

VM dísilvélin er sjálfsagt ágætis vél en virðist vera kröfuhörð á nákvæmni varðandi alla þjónustu s.s. olíuskipti og annað slíkt.


Izan
Innlegg: 616
Skráður: 29.mar 2010, 10:56
Fullt nafn: Jón Garðar Helgason

Re: Santa Fe dísill - reynsla?

Postfrá Izan » 13.apr 2014, 14:43

elliofur wrote:Þú hefur lent á mánudagseintaki.

(grín + kaldhæðni)


Ef maður vill ekki að toyota sem maður á bili ekki þá á maður bara ekki að eiga toyotu, þetta virkar allavega hjá mér, ég hef ekki átt bilaða toyotu í há herrans tíð. Svipuð hugsun gengur fyrir flestar gerðir bifeiða (nema kannski helst Patrol).

Kv Jón Garðar

User avatar

Rauðhetta
Innlegg: 51
Skráður: 01.feb 2010, 01:07
Fullt nafn: Kristján Jóhannesson

Re: Santa Fe dísill - reynsla?

Postfrá Rauðhetta » 14.apr 2014, 00:14

Sælir

Pabbi á santafe 2005 keyrðan 200.000 ég er búinn að skipt tvisvar um tímareim í honum, man ekki hvað oft um bremsuklossa 3-4 sinnum, jú og olíuskipti reglulega eftir ábyrgð, en "that´s it".
Jú reyndar er eitt sem ég gleymdi, það þarf að fylla annað slagið á rúðupissið.
Nei svona án gríns, mæli hiklaust með þessum bílum, ég keyri sjálfur um á Hyundai Tucson diesel, ég hef aldrei átt áreiðanlegri bíl


wstrom
Innlegg: 22
Skráður: 03.okt 2012, 21:02
Fullt nafn: Hafþór Ægisson

Re: Santa Fe dísill - reynsla?

Postfrá wstrom » 14.apr 2014, 22:51

Hyundai, ónýt vél.
Sælir.

Er með spurningu fyrir ykkur sérfræðinga.
Hver getur verið ástæða fyrir því að stimpill í Hyundai Santa Fe CRDI 2,2 ekinn 70þ km. klofnar í tvennt.

Zoom in (real dimensions: 1280 x 960)DSC05514.JPG


Zoom in (real dimensions: 1280 x 960)DSC05513.JPG


Zoom in (real dimensions: 1280 x 960)DSC05512.JPG


Kv.
frá dufer
20 Ágú 2012, 18:51

Spjallborð: Almennt spjall
Umræða: Hyundai, ónýt vél.
Svör: 4
Flettingar: 1080


Til baka á “Hyundai”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 5 gestir