hyundai terracan spurningar


Höfundur þráðar
runar7
Innlegg: 169
Skráður: 06.nóv 2012, 15:58
Fullt nafn: Rúnar Hlöðversson

hyundai terracan spurningar

Postfrá runar7 » 22.mar 2014, 18:34

Hvernig er með milli kassa og dót í þessum bílum er þetta sídrifið með læsingum eða er hægt að taka þá úr 4wd?
Og hvernig hafa þessir bílar verið að koma út í dagsdaglegri notkun bilanir og annað sem maður þarf sértaklega að skoða ef maður vill kaupa sér svona bíl?

Kv Rúnar



User avatar

Óttar
Innlegg: 232
Skráður: 26.feb 2012, 23:34
Fullt nafn: Óttar..
Bíltegund: VW Touareg
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: hyundai terracan spurningar

Postfrá Óttar » 11.júl 2014, 23:38

Pabbi á 2002 módel ekinn 160 eða 170þús og hefur átt frá uoohafi. Hægt að taka þann bíl úr fjórhjóladrifi en held samt ekki með nýrri bíla þá er það sídrif. Einu sinni bilað þá var hann kominn að rauða vatni eftir tímareimaskipti og þá sprakk einhver hosa annars ekkert fyrir utan bremsu viðhald! Þessir bíla eyða mjög litlu og mér finns fallegt hljóð í dísil vélunum enda 5cyl

Vona að þetta hjálpi þó þráðurinn sé gamall

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: hyundai terracan spurningar

Postfrá Stebbi » 12.júl 2014, 14:09

Þeir eru bara 4cyl eins og langflestir asískir jeppar, bara musso sem er 5cyl.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"

User avatar

jongud
Innlegg: 2623
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: hyundai terracan spurningar

Postfrá jongud » 12.júl 2014, 15:34

Ástæða þess að nýrri vélarnar eru þýðgengari er einmitt common-rail kerfið í þeim. Olíunni er sprautað í nokkrum skömmtum inn í brunahólfið þegar stimplarnir eru svo til búnir að þjappa. Þannig minnkar titringurinn gríðarlega miðað við eldri vélar. Það er líka kostur að hafa sem fæsta hreyfanlega hluti í vélunum, bæði sparar það kostnað við framleiðslu og samsetningu, og svokallað "innra viðnám" vélarinnar minnkar með færri cylindrum.

User avatar

Óttar
Innlegg: 232
Skráður: 26.feb 2012, 23:34
Fullt nafn: Óttar..
Bíltegund: VW Touareg
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: hyundai terracan spurningar

Postfrá Óttar » 14.júl 2014, 21:17

Bakka með cyl fjöldan, þetta var bara haft eftir gamla. En alveg rétt bara fjórir en engu að síður góð vél


Til baka á “Hyundai”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 5 gestir