F-350 settur á 46"

User avatar

Höfundur þráðar
Freyr
Innlegg: 1686
Skráður: 01.feb 2010, 10:52
Fullt nafn: Freyr Þórsson

F-350 settur á 46"

Postfrá Freyr » 17.feb 2012, 22:43

Nú er cherokee-inn minn kominn á götuna eftir miklar breytingar undanfarið og þá er það næsta verkefni. Hjálpa Ívari vini mínum að setja fordinn hans á 46". Það felur í sér breytingar á gormafjöðrun að framan, 4-link + loftpúða að aftan, lægri hlutföll, torsen lása í bæði drif, stýristjakk o.m.fl....

Á vinstri hlið pallsins er olíuáfyllingarlokið og það þvingar brettakantana til að sitja full aftarlega m.v. orginal staðsetningu á hásingu. Munum færa aftar og hækka upp loftpúðasætin, breyta stífunum svo þær verði allar stillanlegar á lengd og setja dempara og samsláttarpúða í rétta stöðu m.v. nýja staðsetningu á hásingu.
Image

Frammendinn, þarna eru 65 mm álklossar í honum og stýfurnar síkkaðar um 60 mm. Efri gormasætin eru á stórum brakketum sem halda líka samsláttarpúðum og dempurum.
Image


Fjarlægðum hnoðin sem halda brakketunum, færðum niður um 10 cm og suðum fast.
Image

Image

Settum prófíl milli brakkets og grindar ofan við þar sem samsláttarpúðarnir eru svo álagið frá þeim fari beint upp í grind.
Image

Ívar að smíða nýja stífuturna fyrir framstýfurnar.
Image
Lada
Innlegg: 165
Skráður: 31.jan 2010, 23:38
Fullt nafn: Ásgeir Bjarnason
Bíltegund: Subaru Outback
Staðsetning: Reykjavík

Re: F-350 settur á 46"

Postfrá Lada » 17.feb 2012, 22:55

Ég var ekki langt frá því, næsta verkefni hjá þér var 46" ! ! Bara ekki á Jeep.

User avatar

Höfundur þráðar
Freyr
Innlegg: 1686
Skráður: 01.feb 2010, 10:52
Fullt nafn: Freyr Þórsson

Re: F-350 settur á 46"

Postfrá Freyr » 17.feb 2012, 23:26

Ekki alveg viss með viktina orginal. En þessi var á 37" dekkjum með rúma 100 l. of olíu og tvo menn á leið í ferðalag kringum 3,7 tonn.

Já ásgeir, þú hittit naglann á höfuðið með 46" dekkin, m.a.s. amerískur dökkgrænn jeppi en bara ekki alveg cherokee....

User avatar

ordni
Innlegg: 95
Skráður: 09.aug 2011, 23:02
Fullt nafn: Örn Þ. Kjærnested

Re: F-350 settur á 46"

Postfrá ordni » 17.feb 2012, 23:56

Þetta er góð mynd af Ívari, hann hefur alltaf verið huggulegur hauslaus.

Annars agalega fínt hjá ykkur.

User avatar

HaffiTopp
Innlegg: 929
Skráður: 02.feb 2010, 17:04
Fullt nafn: Hafþór Atli Hallmundsson

Re: F-350 settur á 46"

Postfrá HaffiTopp » 18.feb 2012, 09:29

Glæsilega gert og flottur bíll, eða það sem maður sér af honum hehe. Skondið hvað afturkantarnir eru svipaðir og á nýja Patrol. En þessar suður hjá þér Freyr eru alveg rosalega professional og rúmlega það. Ekki einu sinni fruss í kringum suðustaðina. Hvernig suðuvél ertu að nota í þetta?
Kv. Haffi


birgthor
Innlegg: 593
Skráður: 02.mar 2010, 22:05
Fullt nafn: Birgir Þór Guðbrandsson

Re: F-350 settur á 46"

Postfrá birgthor » 18.feb 2012, 10:15

Hugsa þetta fari nú meira eftir reynslu suðumannsins frekar en vélarheiti, þó svo það hjálpi vissulega til.
Kveðja, Birgir Þór

User avatar

Höfundur þráðar
Freyr
Innlegg: 1686
Skráður: 01.feb 2010, 10:52
Fullt nafn: Freyr Þórsson

Re: F-350 settur á 46"

Postfrá Freyr » 18.feb 2012, 21:47

HaffiTopp wrote:Glæsilega gert og flottur bíll, eða það sem maður sér af honum hehe. Skondið hvað afturkantarnir eru svipaðir og á nýja Patrol. En þessar suður hjá þér Freyr eru alveg rosalega professional og rúmlega það. Ekki einu sinni fruss í kringum suðustaðina. Hvernig suðuvél ertu að nota í þetta?
Kv. Haffi


þakka þér fyrir. Ég á nú ekki þessa suðuvél sem við notuðum þarna heldur Ívar sem er eigandi bílsins. Ég er ekki viss með týpuheitið en þetta er full size Kempi vél, 3 fasa. Ég er nú langt frá því að vera einhver suðusérfræðingur en það er tvennt sem mér þykir virka vel til að ná betri suðum. Það er nr. 1, 2 og 3 að vera með suðusvæðin mjög vel hreinsuð og einnig jörðina, þó ég sé með nýtt járn þá renni ég oft yfir það með flipaskífu fyrir suðuna til að yfirborðið sé 100% hreint. það gerir suðuna jafna og lágmarkar fruss sem myndast oft þegar suðuvírinn fer í ohreinindi og fær þ.a.l. ekki 100% jarðsamband. Hitt er að vera með t.t. háa spennu m.v. vírhraða, það eykur suðuhitann svo hún flýtur betur og verður jafnari. Hinsvegar er lóðrétta suðan soðin niður en ekki upp og það þykir nú ekki mjög fagmannlegt, þá er hætta á að suðuvírinn fari bara í suðubráðina sem er að leka niður en nái ekki neinni alvöru innbrennslu í stálið. Ég hef samt sjaldnast áhyggjur af því þar sem suðan er yfirleitt mikið sterkari heldur en hlutirnir sem hún tengir saman.

En fyrst við erum farnir að tala um suðu þá hefði ég aldrei trúað því hversu mikill munur er að sjóða með 1 fasa vél og 3 fasa vél. Hef undanfarnar vikur eytt mörgum tugum klst. í að sjóða í cherokee inn minn með minni 1 fasa vél og þótti það bara ágætt. En eftir að hafa soðið með 3 fasa vélinni í fordinn í um 5 mínútur þá þótti mér hún betri en mín og náði jafnari suðum.

Kv. Freyr


Fordinn
Innlegg: 374
Skráður: 03.feb 2010, 21:47
Fullt nafn: Mikkjal Agnar Þórsson

Re: F-350 settur á 46"

Postfrá Fordinn » 19.feb 2012, 04:20

Litur vel út...... er einhver leid fyrir þig að slá a tölu hvað efniskostnaður við að hækka bilinn og smiða undir hann fjöðrun veltur ca á???


ivar
Innlegg: 686
Skráður: 13.aug 2010, 09:03
Fullt nafn: Ívar Örn Lárusson

Re: F-350 settur á 46"

Postfrá ivar » 19.feb 2012, 07:59

Þetta er svoldi sérkennilegt verkefni og byggir að stórum hluta á misskilningi.
Svo af því menn eru að spyrja um kostnað þá er alltaf spurning um hvað á að ganga langt :)

Þannig er að fyrir rúmu ári síðan ákvað ég aðhætta í snjójeppamennsku og spilaði þar kostnaður stórt hlutverk. Á þessum tímanum átti ég tvo bíla og var annar þeirra "fullbreittur" patrol.
Ég seldi báða bílana og keypti Fordinn og þá var hann orginal, en á 37" dekkjum. Bíllinn var hugsaður sem hentugur í snattið og gæti virkað vel sem svona 3 season bíll.

Fljótlega fann ég það út að fjöðrunin í bílnum var ekki eins og ég hefði viljað hafa hana og var bíllinn bara hreint út sagt leiðinlegur þegar komið var út fyrir veg.
Við Freyr greindum vandamálið sem of lítið samslag að framan og allt of linir demparar.

Aðgerð1:
Settum 3cm hækkun á samslátt með klossum og settum Gabriel dempara að framan og tókum stuðnings loftpúða sem voru að aftan.
(Kostnðaur um 35-40.000, klossar voru notaðir)

Þessi breyting varð til þess að ég hætti við að selja bílinn. Þvílíkur munur.

Í þessu ástandi keyrði ég samt bílinn ekki mikið því mér fannst afturendinn enganveginn vera að fylgja framendanum. Hastur og leiðinlegur nema að það væri 1 tonn á pallinum.

Aðgerð2:
4-link smíðað undir hann að aftan og settir loftpúðar sem heita W01-358-5708 frá firestone. (Ef ég ætlaði að gera þetta aftur í dag myndi ég nota W01-358-5712 en þeir eru eins með minni innventli)
Ásamt þessu var skellt í hann Koni dempurum að aftan til að mæta þessu 40cm fjöðrunarsviði sem komið var. Þá setti ég loftdælu og stjórnborð fyrir púðana og var stjórnborðið sett inní lítið hólf í mælaborðinu þannig að ekkert sérst af ljótum mælum.
Aðgerð2b:
Tókum úr balance stangir f/a.
(Kostnaður um 200.000 + mjög mikil vinna)

Núna var bíllinn sko farinn að verða skemmtilegur. Í raun get ég sagt að þetta sé sá bíll sem ég hef átt með skemmtilegasta fjöðrun. Ég gat ekki hætt hér :)

Aðgerð3:
Hægt er að segja að keppnisfjöðrun væri komin undir að aftan en ennþá nokkuð orginal að framan og fannst mér þetta ekki alveg stemma. Því skipti ég klossunum út og setti 6,5cm háa klossa að framan og koni sem voru lengri og stífari. Núna held ég að ég sé að ná um 30cm slagi að framan en ég full nýti demparana sem eru 84-1130.
Þá var ég hinsvegar búinn að síkka fjöðrunina það mikið að ég þurfti að láta stífurnar fylgja svo þær voru síkkaðar um 6 cm í leiðinni.
(Kostnaður 45.000)


Eftir allan þennan tíma og framkvæmdir get ég ekki annað sagt en að ég hafi verið ánægður með bílinn svo ég fór að ferðast á honum. Af og til á ferðalögunum var ég að festa mig í að mér fanst heimskulegum aðstæðum, t.d. að sökkvar í gegnum veg þegar aðrir sleppa og spóla á 2x hjólum í drullu svo eitthvað sé nefnt.
Þarna ákvað ég að lásar og 41" IROK væri málið. Hvernig ég tala mig alltaf upp í vitleysuna veit ég ekki en bíllinn fer inní skúr til að fara á 41" dekk, en viti-menn út kom hann á 46"??? Ég get ekki sagt hvað gerðist en svona er þetta bara.
Þegar hann var svo kominn út á 46" áttaði ég mig á því að ekki væri hægt að skera endalaust í burtu til að koma þessum dekkjum fyrir þannig að þegar næstu hlutir til að taka í burt voru framljósin og stytta fæturnar mína varð mér morgunljóst að hækka þyrfti drossíuna.
Inn í skúr aftur og í þetta skiptið er bíllinn allur hækkaður um 10cm, framhásing fram um 2cm og afturhásing aftur um 6cm til að looka betur í köntunum.

Með þessu fara svo í Torsen lásar að framan og aftan og svo 5.13 hlutföll, stýristjakkur, spil og fleira smálegt.

(Kostnaður óþekktur ef konan les þetta :) )

En núna ætla ég að drífa mig út í skúr og koma þessu aðeins áfram.
Ívar

User avatar

AgnarBen
Innlegg: 884
Skráður: 10.mar 2010, 10:30
Fullt nafn: Agnar Benónýsson

Re: F-350 settur á 46"

Postfrá AgnarBen » 19.feb 2012, 12:37

Jeppamennskan kallast ekki jeppaveiki fyrir ekki neitt !

Svo veistu náttúrulega að þú átt eitt verkefni eftir sem er algjört möst ef þú ætlar að nota þetta eitthvað af viti í snjó en það er lógír ....... bara svona til að geta haldið í við Frey :)
Agnar Benónýsson

Jeep Cherokee 39,5"
http://www.jeppaspjall.is/viewtopic.php?f=9&t=7300


ivar
Innlegg: 686
Skráður: 13.aug 2010, 09:03
Fullt nafn: Ívar Örn Lárusson

Re: F-350 settur á 46"

Postfrá ivar » 19.feb 2012, 19:40

Af hverju þarf ég lógír?
Freyr keyrir ekkert hægt í snjó svo af hverju ætti ég að gera það.

Annars var það ekki á dagskrá nema þá helst ef ég rekst á NP203, helst tilbúinn sem logír því mig langar í 1:2 hlutfallið. Þá er ég með hentugt keyrsluhlutfall því í láa hjá mér er ég varla að ná 40kmh. (minnir mig, langt síðan ég prófaði síðast)

User avatar

jeepson
Innlegg: 3167
Skráður: 31.jan 2010, 16:02
Fullt nafn: Gísli J Gíslason
Bíltegund: Nissan patrol
Staðsetning: Þarna fyrir austan.

Re: F-350 settur á 46"

Postfrá jeepson » 19.feb 2012, 21:21

Hmm og hvað svo?? 54" næst :D
Kv. Gísli

Nissan Patrol 1992 38" Jeppa garmurinn.
Dodge ram 1st gen 93 5.9TDI HRÚTURINN

User avatar

-Hjalti-
Innlegg: 1635
Skráður: 07.feb 2010, 21:22
Fullt nafn: Hjalti Sigurðsson

Re: F-350 settur á 46"

Postfrá -Hjalti- » 20.feb 2012, 00:40

flott smíði. verður spennandi að sjá þetta í action í vetur
Toyota 44"runner
Arctic cat M8000 162"

User avatar

Brjótur
Innlegg: 565
Skráður: 31.jan 2010, 23:57
Fullt nafn: helgi j. helgason

Re: F-350 settur á 46"

Postfrá Brjótur » 20.feb 2012, 14:45

Gaman að sjá þessa breytingu, en hér eru þrjú atriði sem ég vil kommenta á.

1. Freyr ég myndi nú sjóða þetta upp til að fá alvöru suðu ekki bara líma þetta þetta svona niður, þó það komi ekki eins falleg suða , þá tæki ég styrk fram yfir fegurð í þessu dæmi. :)

2. Ívar lólo er ekki til að keyra hægt, hann er til að nota þegar þú drífur ekki lengur á fullu ferðinni og snýrð venjulega við, við fáum nefnilega oft þannig aðstæður í snjó að það þýðir ekkert að flora bara dósina, og þegar hjakkið tekur við ef þú ert ekki með lóló þá ertu helv... fljótur að bæði gefast upp og hita skiftinguna
þá er nú gott að geta sett í lóló og labbað áreynslulaust upp eða yfir skaflinn eða hvað annnað sem við á. :)

3. Hjalti Taktu þessa ógeðslegu mynd af prófælnum hjá þér ;) þetta skemmir ásýnd spjallsins

kveðja Helgi

User avatar

Hagalín
Innlegg: 760
Skráður: 01.feb 2010, 07:44
Fullt nafn: Kristján Hagalín Guðjónsson
Staðsetning: Akranes
Hafa samband:

Re: F-350 settur á 46"

Postfrá Hagalín » 20.feb 2012, 16:30

Hvernig er með hásignarfærslur bæð framan og aftan?
Er eitthvað fært í sundur?

Er 10cm standard fyrir 46" eða hafa menn verið að láta 6cm duga?
Kristján Hagalín
Ford F-250 Lariat 46"
Nissan Patrol 201 44" - Seldur
Nissan Terrano2 2001 36" - Seldur
Toyota Hilux 2,4Turbo 38" - Seldur

E-1870


ivar
Innlegg: 686
Skráður: 13.aug 2010, 09:03
Fullt nafn: Ívar Örn Lárusson

Re: F-350 settur á 46"

Postfrá ivar » 20.feb 2012, 22:36

Afturhásing fer aftur um 6cm og framhásing fram um 2cm.

Aðal ástæðan fyrir færslunni er af því það hentaði betur að smíða það þannig að framan og að aftan passar þetta betur inní kantana. Þessi bíll þarf ekkert að lengjast á milli hjóla og hann er nú þegar kominn yfir 4m á milli hjóla...

Varðandi Lolo þá er þetta án gríns hugsað sem 3 season bíll og þessvegna lítið að hugsa út í þær pælingar að svo stöddu. Kannski drífur hann slatta í snjó og þá má bara enduskoða þennan hugsunarhátt.
Varðandi skiptingarhita og önnur hitamál þá er eitt sem er stórmerkilegt við þennan bíl umfram t.d. alla patrola sem ég hef átt og það er kæling. Þetta er náttúrulega hannað til að verfa 16tonn að heildarþyngd, dragandi drasl í eyðimerkum o.fl og því hef ég aldrei séð hitamælinn, hvorki á skiptingu né vél rísa millimetra upp fyrir það sem hann er stilltur á.
Man eftir einu skipti þar sem við vorum að keyra í mjög gljúpum sandi langtímum saman síðasta sumar að ég heyrði í viftunni kveikna... annars er hún bara dauð :)

Ef loka input á lolo þá skal ég setja NP203 í ef einhver vill selja mér hann á góðum kjörum.

User avatar

Höfundur þráðar
Freyr
Innlegg: 1686
Skráður: 01.feb 2010, 10:52
Fullt nafn: Freyr Þórsson

Re: F-350 settur á 46"

Postfrá Freyr » 20.feb 2012, 23:26

Brjótur wrote:Gaman að sjá þessa breytingu, en hér eru þrjú atriði sem ég vil kommenta á.

1. Freyr ég myndi nú sjóða þetta upp til að fá alvöru suðu ekki bara líma þetta þetta svona niður, þó það komi ekki eins falleg suða , þá tæki ég styrk fram yfir fegurð í þessu dæmi. :)

2. Ívar lólo er ekki til að keyra hægt, hann er til að nota þegar þú drífur ekki lengur á fullu ferðinni og snýrð venjulega við, við fáum nefnilega oft þannig aðstæður í snjó að það þýðir ekkert að flora bara dósina, og þegar hjakkið tekur við ef þú ert ekki með lóló þá ertu helv... fljótur að bæði gefast upp og hita skiftinguna
þá er nú gott að geta sett í lóló og labbað áreynslulaust upp eða yfir skaflinn eða hvað annnað sem við á. :)

3. Hjalti Taktu þessa ógeðslegu mynd af prófælnum hjá þér ;) þetta skemmir ásýnd spjallsins

kveðja Helgi


Þakka ábendingarnar.

1- Ég hugsaði þetta þannig að a-mál suðunnar væri a.m.k. 3 mm og lengdin á báðum um 100 mm, það + flatarmál annarra suðustaða á brakketinu er yfir 1000 mm2 meðan orginal eru 7 stk 12 mm hnoð sem gefa um 800 mm2 svo þetta er yfir 20% meiri binding við grindina sem ég taldi nóg. Svo er annað mál hvort maður eigi að endurskoða þetta og hafa bara nógu andsk. mikla suðu.....?

2- Ívar tók nú bara svona til orða varðandi logírinn, við höfum báðir átt jeppa með lolo og séð hvað það getur gert mikið gagn. Hinsvegar er þessi Ford eins og hann benti á ekki beint hugsaður sem hardcore snjójeppi heldur bara öflugur alhliða ferðajeppi með möguleika á að ferðast á veturna án þess þó að stefna viljandi í aðstæður sem eru krefjandi.

Kveðja, Freyr

User avatar

Hagalín
Innlegg: 760
Skráður: 01.feb 2010, 07:44
Fullt nafn: Kristján Hagalín Guðjónsson
Staðsetning: Akranes
Hafa samband:

Re: F-350 settur á 46"

Postfrá Hagalín » 26.feb 2012, 19:59

Hvernig kom þessi svo út á langjökli í dag?
Kristján Hagalín
Ford F-250 Lariat 46"
Nissan Patrol 201 44" - Seldur
Nissan Terrano2 2001 36" - Seldur
Toyota Hilux 2,4Turbo 38" - Seldur

E-1870


ivar
Innlegg: 686
Skráður: 13.aug 2010, 09:03
Fullt nafn: Ívar Örn Lárusson

Re: F-350 settur á 46"

Postfrá ivar » 26.feb 2012, 22:37

Þetta kom bara allt ágætlega út.
Setti torsen lása í að framan og aftan sem er mjög skemmtilegt nema að han virðist alltaf leitast til hægri undir gjöf í 4x4. Á eftir að skoða það og ef þetta er lásinn (sem er eiginlega það eina sem kemur til greina) þá fer ég út í ARB

Image

Hér er mynd af okkur á leið á jökul.

Stundum sökk cherokee meira en ford...
Image

en að sama skapi sökk ford oft meira en cherokee :)

Image

Get ekki sagt annað en að ég sé í heildina ánægður með þetta sem svona sumarferðabíl.

Ívar

User avatar

jeepcj7
Innlegg: 1693
Skráður: 01.feb 2010, 08:46
Fullt nafn: Hrólfur Árni Borgarsson
Bíltegund: F-250 Powerstroke
Staðsetning: Akranes

Re: F-350 settur á 46"

Postfrá jeepcj7 » 27.mar 2012, 23:34

Bara flottur trukkur hjá þér og gaman að sjá svona smíða myndir,smá forvitni hérna megin
Hvað endaðir þú með mikla hækkun að framan,10 cm niðurfærsla á gormaturnum og svo 6,5 cm klossi = 16,5 cm eða er heildarhækkunin 10 cm og klossinn ekki lengur með?
Og hvar eru þessir kantar smíðaðir ? Verðið má alveg fylgja með.
Heilagur Henry rúlar öllu.


Þorsteinn
Innlegg: 239
Skráður: 19.maí 2010, 16:42
Fullt nafn: Þorsteinn Óli Brynjarsson

Re: F-350 settur á 46"

Postfrá Þorsteinn » 28.mar 2012, 00:12

kanntarnir eru frá formverk.

User avatar

Höfundur þráðar
Freyr
Innlegg: 1686
Skráður: 01.feb 2010, 10:52
Fullt nafn: Freyr Þórsson

Re: F-350 settur á 46"

Postfrá Freyr » 28.mar 2012, 00:16

16,5 cm hækkun að framan, 10 cm síkkun á gormaskál + 6,5 cm klossi


ivar
Innlegg: 686
Skráður: 13.aug 2010, 09:03
Fullt nafn: Ívar Örn Lárusson

Re: F-350 settur á 46"

Postfrá ivar » 28.mar 2012, 15:48

Það er samt eitt með þessa hækkun.
10cm eru hrein hækkun og hinir 6,5 er til að lengja í samslættinum.
Ef orginal samsláttur er ásættanlegur dugar að hækka um 10 (og kæmist kannski upp með 8)

Annars er ég búinn að vera að prófa hann í hitt og þetta og kemur bara vel út. Get ekki annað en verið mjög sáttur með hann sem svona sumarferðabíl ;)


ivar
Innlegg: 686
Skráður: 13.aug 2010, 09:03
Fullt nafn: Ívar Örn Lárusson

Re: F-350 settur á 46"

Postfrá ivar » 28.mar 2012, 15:49

Stutt video
http://youtu.be/JiZBw8LuiZI

og annað aðeins lengra
http://youtu.be/VPTSKweaOYE

Það þriðja kemur svo sennilega bráðum.

User avatar

nobrks
Innlegg: 327
Skráður: 31.jan 2010, 21:12
Fullt nafn: Kristján Arnór Gretarsson

Re: F-350 settur á 46"

Postfrá nobrks » 28.mar 2012, 17:47

ivar wrote:Þetta kom bara allt ágætlega út.
Setti torsen lása í að framan og aftan sem er mjög skemmtilegt nema að han virðist alltaf leitast til hægri undir gjöf í 4x4. Á eftir að skoða það og ef þetta er lásinn (sem er eiginlega það eina sem kemur til greina) þá fer ég út í ARB

Hér er mynd af okkur á leið á jökul.

Stundum sökk cherokee meira en ford...

en að sama skapi sökk ford oft meira en cherokee :)

Get ekki sagt annað en að ég sé í heildina ánægður með þetta sem svona sumarferðabíl.

Ívar


Skemmtilega einlægur samanburður, það væru ekki allir vörubílaeigendur væru til í að birta mynd af sé þ.s. Cherokee flýtur ofar.


lex
Innlegg: 33
Skráður: 10.jan 2012, 22:57
Fullt nafn: Kristinn Sigurþórsson
Bíltegund: Lc 80
Staðsetning: Reykjavík

Re: F-350 settur á 46"

Postfrá lex » 14.sep 2014, 20:35

Sælir
Er að reyna skoða myndirnar af breytingu og þessa youtube linka og ekkert virkar.. Er það bara ég eða eitthvað annað?

User avatar

Höfundur þráðar
Freyr
Innlegg: 1686
Skráður: 01.feb 2010, 10:52
Fullt nafn: Freyr Þórsson

Re: F-350 settur á 46"

Postfrá Freyr » 15.sep 2014, 01:15

Allar myndir sem fóru á jeppaspjallið hurfu fyrir þónokkru síðan, það þyrfti að setja þær allar inn upp á nýtt ef þær ættu að verða sýnilegar.


Til baka á “Ford”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur