Ford

User avatar

Höfundur þráðar
SiggiHall
Innlegg: 93
Skráður: 01.feb 2010, 10:32
Fullt nafn: Sigurður Sverrir Ólafur Hallgrímsso

Ford

Postfrá SiggiHall » 03.feb 2010, 11:54

Mig langaði bara að benda á hvað FORD eru dásamlegir og góðir bílar.
Annað var það ekki.
Góðar stundir
SiggiHall



User avatar

Einar
Innlegg: 319
Skráður: 01.feb 2010, 00:32
Fullt nafn: Einar Steinsson
Staðsetning: Austurríki
Hafa samband:

Re: Ford

Postfrá Einar » 03.feb 2010, 12:17

Það eru til margar kenningar um það hvað FORD stendur fyrir, hér eru nokkrar:

Fix Or Repair Daily
Found On Road Dead
Factory Ordered Road Disaster
Factory Ordered Rebuilt Dodge(Datsun)
Flip Over Read Directions
Four Old Rusted Doors
Fixed On Race Day
Ford Owner Really Dumb
For Only Retarded Drivers
Ford Owners Recommend Dodge
Flipped Over Russian Dunebuggy
Found On Russian Dump
For Off Road Death
Fat Old Rusted Dog
Freaking Old Rusted Dodge(Datsun)
Frigin Oakies Really Dig it
Funky Old Road Dog
Found On Roadside's Destroyed
Fixed-up Old Repossesed Dodge
Found Old Rebuilt Dodge
Forget OutRunning Dale
Found On Railroad Deserted
Found On Railroad Dead
Fools Only Read Directions
First On Repair Dolly
Favorite Of Redneck Drivers
Funny Old Rebuilt Dodge
Fast Only Rolling Downhill
Found On Russian Dump
Forfiet On Race Day
Found On River Dead
Failure Of Research & Development
it Freaking Only Runs Downhill
Afturábak... Driver Returns On Foot
Afturábak... Dorks Ride On Fords
Afturábak... Dumb Retards Own Fords
Afturábak... Don't Ride Over Fifty

Og ekki gleyma..."Hvað er það eina sem FORD gerði rétt?"
"Þeir teiknuðu sporöskjulaga hring utan um það sem er að.."
Síðast breytt af Einar þann 03.feb 2010, 23:13, breytt 1 sinni samtals.

User avatar

gislisveri
Stjórnandi
Innlegg: 1067
Skráður: 30.jan 2010, 23:08
Fullt nafn: Gísli Sverrisson
Bíltegund: Suzuki Fox
Staðsetning: Mosó
Hafa samband:

Re: Ford

Postfrá gislisveri » 03.feb 2010, 12:37

Haha, hverjum þykir fugl sinn fagur!

Hvað sem mönnum finnst um Ford nútímans, þá er óumdeilanlegt að Ford T bíllinn er ættfaðir hins fjöldaframleidda nútímabíls, sama hvaða merki hann ber. Mjög merkilegt að lesa um Henry gamla, það sem hann áorkaði og líka það sem ekki gekk upp.

User avatar

jeepson
Innlegg: 3176
Skráður: 31.jan 2010, 16:02
Fullt nafn: Gísli J Gíslason
Bíltegund: Nissan patrol
Staðsetning: Þarna fyrir austan.

Re: Ford

Postfrá jeepson » 03.feb 2010, 13:09

Það er ekkert að því að eiga ford. ég er búinn að eiga gm bíla, ford, og dodge. og ég segi að gm sé ónýtt. enda stendur það fyrir Getur Minna. Ég persónulega vel ford og dodge. þeir hafa verið að koma betur út. En hvað um það öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir. Hvernig væri að þetta yrði EINA spjallið sem að væri ekki verið að tala ílla um bíltegundir. þó svo að ég geti endalaust sagt ílla hluti GM. En þá fynst mér að þetta spjall ætti að vera laust við þessa tegundar fordóma ;)
Kv. Gísli

Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn


SverrirO
Innlegg: 74
Skráður: 01.feb 2010, 23:45
Fullt nafn: Sverrir Ormsson

Re: Ford

Postfrá SverrirO » 03.feb 2010, 15:20

gmc stendur fyrir Geðveikt mega coooool.. Annars hefur maður ekki mikið álit á ford eftir að hafa þurft að taka upp báðar heddpakkningarnar á sama tíma og að þurfa að skipta út stýrisdælu fyrir 50.000 km á 6L vélinni... það var til þess að ég fæ mér ekki 350 bíl aftur nema hann sé með 7.3

User avatar

gislisveri
Stjórnandi
Innlegg: 1067
Skráður: 30.jan 2010, 23:08
Fullt nafn: Gísli Sverrisson
Bíltegund: Suzuki Fox
Staðsetning: Mosó
Hafa samband:

Re: Ford

Postfrá gislisveri » 03.feb 2010, 15:30

Já, Ford kallar sjá eftir 7.3 mótornum skilst manni. Fyrir ekki svo löngu var orðrómur á kreiki um að Ford ætlaði að nota Cummins í einhverja af trukkunum sínum veit einhver hvernig það stendur? Einhvern timann átti Ford líka dágóðan hlut í Cummins framleiðandanum.

User avatar

jeepcj7
Innlegg: 1697
Skráður: 01.feb 2010, 08:46
Fullt nafn: Hrólfur Árni Borgarsson
Bíltegund: F-250 Powerstroke
Staðsetning: Akranes

Re: Ford

Postfrá jeepcj7 » 03.feb 2010, 16:20

Þetta er ekki flókið "First On Race Day" það er nú það sem merkið stendur fyrir.
Heilagur Henry rúlar öllu.

User avatar

jeepson
Innlegg: 3176
Skráður: 31.jan 2010, 16:02
Fullt nafn: Gísli J Gíslason
Bíltegund: Nissan patrol
Staðsetning: Þarna fyrir austan.

Re: Ford

Postfrá jeepson » 03.feb 2010, 16:48

7.3 powerstroke eða cummings er klárlega málið. Ég átti ford ranger á 38" 4L bssk. og dauðsé eftir honum. En ég er mjög fegin að vera laus við gm bílana sem að ég átti. En við skulum nú samt reyna eftir bestu getu að vera ekki að ílla um aðrar tegundir. þó svo að okkur sé nú ílla um margar tegundir bíla ;)
Kv. Gísli

Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn


gto
Innlegg: 67
Skráður: 01.feb 2010, 13:14
Fullt nafn: Gunnar Tryggvi Ómarsson

Re: Ford

Postfrá gto » 03.feb 2010, 16:48

íslensk þýðing á ford er "vað"og hvar er vaðið vanalega og einna helst? fyrir neðan mann hehehe

User avatar

Kiddi
Innlegg: 1160
Skráður: 02.feb 2010, 10:32
Fullt nafn: Kristinn Magnússon
Bíltegund: Wrangler 44"

Re: Ford

Postfrá Kiddi » 03.feb 2010, 17:01

Ford nota Cummins vélar í "Medium Duty" trukka, semsagt F-650 og F-750.
F-250 - F-550 bílarnir eru því "Light Duty" og eru með 6.4 nalla vélinni, sem verður síðan skipt út einhvern tímann á þessu ári fyrir 6.7 lítra mótor sem er alfarið hannaður og smíðaður af Ford. Það verður síðan bara að koma í ljós hvort Ford gangi eitthvað betur en International að smíða nútíma díselvélar.

Þeim sem hallmæla GM má síðan benda á að Duramax vélin sem var afrakstur samstarfs Isuzu og GM, en er nú alfarið á vegum GM, hefur verið nánast alfarið laus við vandamál frá upphafi.

User avatar

Höfundur þráðar
SiggiHall
Innlegg: 93
Skráður: 01.feb 2010, 10:32
Fullt nafn: Sigurður Sverrir Ólafur Hallgrímsso

Re: Ford

Postfrá SiggiHall » 03.feb 2010, 17:39

Ég var ekki að lasta aðrar tegundir, einungis að benda á að FORD er bestur, þar með ætti tegunda rígurinn að vera úr sögunni.

User avatar

Einar
Innlegg: 319
Skráður: 01.feb 2010, 00:32
Fullt nafn: Einar Steinsson
Staðsetning: Austurríki
Hafa samband:

Re: Ford

Postfrá Einar » 03.feb 2010, 17:54

Það tilheyrir jeppamennsku (og bíladellu almennt) að tala illa um aðrar tegundir, og er í fínu lagi á meðan það er á léttu nótunum og menn taka það ekki persónulega. Held að það væri allt líf úr mönnum ef tegundar rígurinn myndi hverfa.
Annars tel ég mig vera í fullum rétti að tala illa um Ford með tvo Forda standandi úti í innkeyrslu.

User avatar

Höfundur þráðar
SiggiHall
Innlegg: 93
Skráður: 01.feb 2010, 10:32
Fullt nafn: Sigurður Sverrir Ólafur Hallgrímsso

Re: Ford

Postfrá SiggiHall » 03.feb 2010, 18:00

Ætti það þá ekki að vera á hinn veginn, þ.e að þú talaðir vel um þessa eðalvagna??

User avatar

Einar
Innlegg: 319
Skráður: 01.feb 2010, 00:32
Fullt nafn: Einar Steinsson
Staðsetning: Austurríki
Hafa samband:

Re: Ford

Postfrá Einar » 03.feb 2010, 18:06

Hef aldrei átt 4x4 Ford og get það eiginlega ekki, búin að tala svo illa um þá gegnum tíðina :(

User avatar

jeepson
Innlegg: 3176
Skráður: 31.jan 2010, 16:02
Fullt nafn: Gísli J Gíslason
Bíltegund: Nissan patrol
Staðsetning: Þarna fyrir austan.

Re: Ford

Postfrá jeepson » 03.feb 2010, 20:23

Einar wrote:Hef aldrei átt 4x4 Ford og get það eiginlega ekki, búin að tala svo illa um þá gegnum tíðina :(


Ertu nokkuð með evrópu forda? þeir eru auðvitað hand ónýtir. En alvöru amerískur ford er án efa góður bíll.
Kv. Gísli

Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn


Fordinn
Innlegg: 377
Skráður: 03.feb 2010, 21:47
Fullt nafn: Mikkjal Agnar Þórsson

Re: Ford

Postfrá Fordinn » 03.feb 2010, 21:52

Ford er mátturinn og dýrðin að eilífu...... er med 2 forda á planinu og þetta eru bestu bílar sem hægt er að fá........ vissulega er 6L fordinn med sín vandamal enn það koma oft misheppnaðar framleiðslur frá flestum framleiðendum. hinsvegar er 7,3 international navistar besta disel vél sem hefur verið sett i jeppa Punktur.


SverrirO
Innlegg: 74
Skráður: 01.feb 2010, 23:45
Fullt nafn: Sverrir Ormsson

Re: Ford

Postfrá SverrirO » 03.feb 2010, 22:12

já fyrir utan duramax :P

User avatar

jeepcj7
Innlegg: 1697
Skráður: 01.feb 2010, 08:46
Fullt nafn: Hrólfur Árni Borgarsson
Bíltegund: F-250 Powerstroke
Staðsetning: Akranes

Re: Ford

Postfrá jeepcj7 » 03.feb 2010, 22:15

Þó svo maður sé nú töluvert hneigður að ford að þá eiga ford og gm töluvert eftir til að ná cummins þegar menn eru að tala um moðsuður (diesel mótora)
Heilagur Henry rúlar öllu.


Fordinn
Innlegg: 377
Skráður: 03.feb 2010, 21:47
Fullt nafn: Mikkjal Agnar Þórsson

Re: Ford

Postfrá Fordinn » 04.feb 2010, 03:22

cummings stendur alltaf fyrir sínu enda er kaninn að troða cummings ofan í 6L fordana þegar 6L er game over.


hetjan
Innlegg: 58
Skráður: 21.sep 2010, 09:10
Fullt nafn: sigurður jóhann jónasson

Re: Ford

Postfrá hetjan » 01.okt 2010, 20:21

er mikið mál að koma cummings fyrir í econoline?? setja bestu vélina í bezta bílinn gera góða blöndu af því besta

User avatar

jhp
Innlegg: 62
Skráður: 15.mar 2010, 23:02
Fullt nafn: Jón Halldór pétursson
Bíltegund: Wrangler
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Ford

Postfrá jhp » 11.nóv 2010, 02:06

Frábært þegar menn eru að drulla yfir 6.0 mótorinn og dásama 7,3 sem eitthvað æðislegan hlut.

Getur einhver frætt mig um hverjir allir þessir gallar eru við 6.0 mótorinn sem ég hef alveg misst af sem hef verið eigandi af nokkrum slíkum?

Alveg frábært þegar menn segja við mann "iss ertu með 6l ónýta mótorinn" og maður spyr hvað sé svo slæmt við þá og þá kemur ansi oft "ööö Veit það ekki hef bara heyrt að þeir séu drasl"

(Rífa Egr úr sambandi og skipta um heddbolta ef það á tjúna duglega og maður er nokkuð góður)

Hef átt 7,3 og missti algjörlega af dásemdum við það grey!
Jeep Wrangler TJ "37
Ford F-250 6.0 "37


Fordinn
Innlegg: 377
Skráður: 03.feb 2010, 21:47
Fullt nafn: Mikkjal Agnar Þórsson

Re: Ford

Postfrá Fordinn » 11.nóv 2010, 19:38

Þetta er nu ofur einfalt..... þegar menn eru med jeppa i höndunum sem kosta nokkrar millurnar tökum fræg dæmi her heima patrol og svo þessar árgerðir af fordinum med þá er ekki hægt að réttlæta það að kaupa þetta ef mótorinn er farinn innan við 200 þus og jafnvel innan við 100 þus km.

Því miður þá föttuðu fæstir að taka egr kælinn ur sambandi. og eftir því sem árin líða hrynja fleiri mótorar og þetta eru engir sma motorar enda er boddyið bara hift af bilunum þegar motorinn er tekinn upp.

Þú hefur þá verið heppinn med alla 6l bilana þína ég þekki nokkra sem hafa lennt i vandræðum med þennan mótor ....


enda við hverju var að buast þeirr létu einhverja dick fokkin facea frá evrópu hanna mótorinn það er ekkert gott sem kemur frá evropu og hvað þá ef því er blandað saman við ameriska eðaldreka,

User avatar

jhp
Innlegg: 62
Skráður: 15.mar 2010, 23:02
Fullt nafn: Jón Halldór pétursson
Bíltegund: Wrangler
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Ford

Postfrá jhp » 11.nóv 2010, 22:32

Ég átti 2 auka mótora sem ég hélt í því þetta átti að vera svo ónýtt.
Ég er búinn að selja þá báða og sef alveg pollrólegur.
Jeep Wrangler TJ "37
Ford F-250 6.0 "37


thecrow
Innlegg: 26
Skráður: 27.júl 2010, 19:26
Fullt nafn: Erlingur Brynjolfsson

Re: Ford

Postfrá thecrow » 14.nóv 2010, 15:04

Ég hef nu aldrei getað skilið þegar menn eru að drulla yfir Fordinn sér í lagi 6L velina þettað er bara finasta vel
en það er eins og sagt var herna að öllu vela doti fylgja einhver vandamal en mer finnst nu kosturinn otviræður
við motorinn,við hofum rekið 2 svona bila nu til margra ara og aldrei verið neitt alvarlegt vesen allavega ekkert meira en eitthvað annað og það er buið að keyra mikið,þannig að eg held að þeir sem eru með einhverjar kreddur uti þettað hafi bara ekkert vit til að segja eitthvað um hlutina.svo er nu bara ekki hægt að miða þessa bila við japanska bila eins og patrol eða eitthvað annað það verður seint sagt um patrol að hann se lett utgafa af vorubil sem fordinn er.

User avatar

Kiddi
Innlegg: 1160
Skráður: 02.feb 2010, 10:32
Fullt nafn: Kristinn Magnússon
Bíltegund: Wrangler 44"

Re: Ford

Postfrá Kiddi » 14.nóv 2010, 15:20

Hvað áttu við Mikkjal þegar þú segir að einhver "dikk face" frá Evrópu voru með puttana í 6.0 mótornum? Ég veit ekki betur en það hafi verið International sem smíðaði þann mótor, hinsvegar þá er nýi mótorinn frá Ford, þessi 6.7 lítra víst undir einhverjum áhrifum frá Ford í Evrópu. :-)

Það sem ég hef HEYRT að sé vesenið (já heyrt en hef enga reynslu af!) eru heddpakkningar og heddboltar, spurning hvort það tengist þá ekki því að menn séu að blása of mikið inn á? Svo voru það spíssarnir, minnir að ég hafi líka heyrt einhvern tala um að það sé hægt að fyrribyggja vandræði með þá með því að passa upp á að skipta ört um hráolíusíur, og síðan ef bíllinn stóð lengi þá gat safnast raki inn í túrbínuna og valdið því að hún ryðgi innan frá. Það getur verið að þetta síðastnefnda eigi bara við Econoline.
Þessi atriði ásamt þyngd urðu til þess að pabbi tók frekar 6.8 V10 í Linerinn sinn, sem vissulega á það til að súpa en ekkert á við það sem maður hefði haldið að 3.5 tonna 46" gámur á hjólum með bensínvél ætti að fara með. Hriiiikalega skemmtilegur mótor og svo heyrist ekki múkk í honum. Ég ætla samt ekkert að fara að bera hann neitt saman við 6.0 enda veit ég sama sem ekkert hvernig sá mótor vinnur þó ég hafi tekið í einn pikka með svona mótor sem vann nú svosem alveg fyrir sínu!

Árið 2006 þá á víst að vera búið að laga alla gallana við þessa mótora og einhversstaðar sá ég að það ár var þetta bilanaminnsti mótorinn frá Ford... en það er bara því miður þannig að ef eitthvað er amerískt og bilar þá er því bölvað í sand og ösku en ef það er japanskt þá er eitthvað allt annað hljóð í strokknum! Það mætti þó kannski bæta því við að Nissan tókst nú líka að gera 3.0 mótorinn góðan, ég veit um einn slíkan bíl 5 ára gamlan sem er enn á orginal mótor (sem hefur aldrei klikkað, rétt eins og túrbínan), 44" breyttur og ekkert verið að hlífa vélinni frekar en í öðrum jeppum.

User avatar

jhp
Innlegg: 62
Skráður: 15.mar 2010, 23:02
Fullt nafn: Jón Halldór pétursson
Bíltegund: Wrangler
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Ford

Postfrá jhp » 16.nóv 2010, 00:25

Fyrsti 6.0 mótorinn kom 2003 og hann var með spíssa og fasta túrbínu vesenið en það var lagað eftir það.
Annars er nýji mótorinn ekki alveg að gera góða hluti.Enn það er væntanlega eins og oft byrjunarörðuleikar sem verða lagaðir seinna meir.
Jeep Wrangler TJ "37
Ford F-250 6.0 "37


Offari
Innlegg: 200
Skráður: 16.des 2010, 12:06
Fullt nafn: Starri Hjartarson

Re: Ford

Postfrá Offari » 06.mar 2011, 14:11

SiggiHall wrote:Ég var ekki að lasta aðrar tegundir, einungis að benda á að FORD er bestur, þar með ætti tegunda rígurinn að vera úr sögunni.

Rígurinn verður að vera áfram annars væri ekkert gaman að þessu. Hinsvegar finnst mér rigurinn hafa dalað enda hafa árin kennt fleirum að Fordinn er bestur en samt sem áður eru hér einhverjar eftirlegu kindur,. Flottar Og Reisulegar Drossíur.


Til baka á “Ford”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 5 gestir