Síða 1 af 1

sjálfskifting explorer

Posted: 20.nóv 2016, 21:44
frá vippi
Kvöldið
Er með Explorer árg 2006 sem er farinn að vera með vesen í bakkgírnum, ss snuðar ef það hallar aðeins á móti en allir áframgírarnir eru eðlilegir.
það er ný olía og sía (núna í sumar)
Er þetta þessi týpíski galli í þessum skiftingum og þarf að taka skiftinguna upp ?

Re: sjálfskifting explorer

Posted: 21.nóv 2016, 00:20
frá Rodeo
Veit ekki hvernig klassísk bilun lýsir sér í þessum bílum en minn 2006 fór að snuða og höggva í átaki milli annars og þriðja þegar hann var kominn í 130þúsund mílur, 200þúsund km. Þetta var skrítin bilun því þetta var bara stundum en ekki alltaf sem það gerðist.

Fór með hann á verkstæði til að meta stöðuna, fyrst töluðu þeir um að skipta um síu og olíu en þegar þeir lyftu pönnunni breytist það í að timi væri kominn tími á að endurbyggja. Fór ekki í það heldur losað mig við fákinn bilaðann svo ég veit ekki alveg hvað varð úr fyrir rest, hvort hann þurfti fulla endubyggingu eða hvort það tókst að sleppa með einhvað minna.