Síða 1 af 1

ending á spíssum í 7,3powerstroke

Posted: 22.feb 2015, 14:54
frá haflidason
hvað segja menn um endingu á spíssunum í 7,3powerstroke ? og jafnvel kostnað við að láta yfirfara þá?
svo væri nú gaman að heyra hvað menn hafa komist í marga km. á kúplingunum á þessum trukkum ?

Re: ending á spíssum í 7,3powerstroke

Posted: 22.feb 2015, 15:09
frá svarti sambo
Hef heyrt töluna 300-350þ.km á spíssum, en veit ekkert um kúplinguna. Minnir að skiftispíss hjá ljónunum, sé á 50.000 kr.

Re: ending á spíssum í 7,3powerstroke

Posted: 22.feb 2015, 15:14
frá haflidason
ætli það sé verð með eða án vinnu við skipti? heyrði væna tölu um kostnað við spíssaupptekningu á Duramax vél (með vinnu) en það var verið að taka þá uppí ca. 250þús.km
minn er ekki keyrður nema 227þús.km svo ég get sennilega verið slakur í bili.

Re: ending á spíssum í 7,3powerstroke

Posted: 22.feb 2015, 19:16
frá Þorsteinn
Þetta verð er fyrir utan vinnu.

Re: ending á spíssum í 7,3powerstroke

Posted: 22.feb 2015, 20:42
frá grimur
Dýr myndi Hafliði allur, ef svo skyldi hver limur.

Re: ending á spíssum í 7,3powerstroke

Posted: 23.feb 2015, 11:20
frá haflidason
svo mætti kannski líka spyrja hvort menn séu að skipta um staka spíssa þegar þeir gefa sig eða bara skipta út öllum í einu á ákveðnum notkunarpunkti?

Re: ending á spíssum í 7,3powerstroke

Posted: 23.feb 2015, 12:05
frá jeepcj7
Umboðið segir alla í einu en oft er bara skipt um það sem er bilað sem meika alveg fínan sens.