Síða 1 af 1

Ford Ranger upplýsingar??

Posted: 17.mar 2014, 21:35
frá sukkaturbo
Sælir félagar þessi bíll er til sölu á Bland ég er ansi spentur fyrir þessum bílum. En sá sem á hann veit ekkert um bílinn nema að hann er nýlega sprautaður. Veit einhver hvort hann er með hlutföllum og læsingum og eitthvað meira um þennan bíl Kveðja Guðni á Sigló

Re: Ford Ranger upplýsingar??

Posted: 18.mar 2014, 11:05
frá svarti sambo
Er þetta ekki þessi.
Var auglýstur hér á spjallinu.


Ford Ranger 4.0 38'' Nýmálaður
Nýr pósturfrá northernadventures » 03 Jan 2014, 16:50

Ford Ranger "38 ´91 mdl 4x4 beinskiptur V6 4.0 EFI 4 manna
Ekinn aðeins 182.xxx km.
skærahásingu að framan og "8.8 Ford að aftan, læstur
3.73 Drif.
FLOTTUR EFNIVIÐUR Í STÆRRI BREYTINGU.

Loftdæla í húddi og leiðsla út í hjól með PSI mæli
Kastarar
Kastaragrind
Nagladekk
2 ventlar
"38 GH

Nýr startari
Nýjir demparar að framan
Nýr rafgeymir
Afturhásing tekinn í gegn nýlega
Ný heilmálaður.

Skoða skipti á fjölskylduvænum bíl eða Expedition,Navigator,Escalade.
Verð 490stgr


s. 7828700

Re: Ford Ranger upplýsingar??

Posted: 18.mar 2014, 12:21
frá sukkaturbo
Sæll Elías ég fann þetta á Bland.is þar er bíllinn sem ég er að skoða og kynna mér skráður 1994 sjá texta.Þetta er kanski ekki sami bíllinn er svona að skoða þetta allt saman. En takk fyrir innleggið. Þetta virðist bara vera ansi heillegur og flottur bíll

Tekið af Bland.is
Umsagnir (4)
flottur 38 tommu breyttur jeppi ford ranger
Staður 101 Reykjavík Tegund Pallbíll
Framleiðandi Ford Akstur 184.000
Ár 1994 Eldsneyti Bensín
Skoðaður Já Skipting Beinskiptur
Litur Rauður Ástand Notað
Skipti Engin skipti
er með 38 tommu breyttann ford ranger ny sprutaðann á fínum 38 tommu dekkjum hann er með skoðun eina sem þarf að huga að í honum er mjög svo smámunalegt 1 dempari að aftan ekkert mal að skipta um hann svo þarf að hjólastilla hann að framan og skipta um 2 balansstangarenda sem er mjög einfallt i þessum bíl gæti hugsanlega verið búinn að því fyrir sölu ymsar lagnir eru i honum og hann er með 38 tommu breytingaskoðun ég vill fá 800 þús fyrir hann og einnig skoða ég lika slétt skipti á öðrum bílum en best væri að fá aurinn skoða lika flott fjórhjól í skiptum

Re: Ford Ranger upplýsingar??

Posted: 18.mar 2014, 12:22
frá jongud
Það er þá spurning hvort að þessi svokallaða "læsing" að aftan sé ford trac-loc eins og kom original í þessum bílum.
Ef svo er þá er hann álíka vel læstur og fiskihjallur.

Re: Ford Ranger upplýsingar??

Posted: 18.mar 2014, 12:52
frá svarti sambo
Sæll Guðni
Já ég var búinn að vera að gjóa augunum á þennann bíl um daginn og þá tók ég eftir því að hann var ýmist auglýstur sem 91 árg. eða 94 árg. en það var alltaf sama skráningarnúmerið á honum miðað við myndirnar við hann. En ég veit svosem ekkert meira um þennann bíl. Sá líka annann á bílasolur.is með styttra húsinu og pallhúsi en hef ekkert skoðað hann. Það væri svo sem ágætt að fá smá hint ef menn vita einhvað áður en maður fer að gera sér ferð suður.
Já hann er reffilegur á mynd.

Re: Ford Ranger upplýsingar??

Posted: 18.mar 2014, 13:48
frá jongud
Samkvæmt umferðarstofu og VIN-númerinu sem er skráð þar þá er hann framleiddur 1991 og skráður 1991. Og er með V6 4.0L vélinni