Síða 1 af 1

Ford Explorer 92''

Posted: 02.nóv 2013, 10:50
frá Eyzi92
sælir
fyrir um ári síðan seldi pabbi vini mínum gamla bílinn sinn þar sem þau voru komin á nýrri bíl og svona
en fyrir nokkru mánuðum eignaðist ég bílinn og er mjög ánægður með það en núna er maður búinn að
vera að velta því fyrir sér hvort ég eigi að breyta mínum fyrir meira en 33" eins og hann er núna í dag
eða hvort ég eigi að reyna að eignast annan bara, minn á 33" er alveg fínn en mig langar að komast aðeins meira :D

þetta er bíllinn minn ;)
Image


Er einhver sem veit um eitthvað í breytingar á svona bílum eða þá breyttan bíl til sölu ?
og hvernig eru þessir bílar að virka á 38" ?

Kv.
Eyþór IngI

Re: Ford Explorer 92''

Posted: 02.nóv 2013, 16:00
frá bennzor
Þá kemur alltaf þessi skemmtilega spurning, hversu extreme viltu fara og hvað má það kosta?

Ég átti fyrir nokkrum árum '91 módel sem ég boddyhækkaði um 2" sem var mjög lítið mál, ekki nema 10 boltar, þurfti að búa til fremstu tvo úr snittein og klippa úr fyrir viftunni. Var gert í leti yfir helgi, þurfti reyndar að laga tvö stæðin útaf ryði.

Svo er ég núna með annan '91 bíl (vandræðagripinn) þar sem búið er að hækka hann um 4" að framan og eitthvað aðeins meir að aftan (4,5-5"), afturhásingin færð undir fjaðrirnar svo fékk ég kit að utan sem síkkaði all að framan, kostaði rétt yfir 100þús með öllu (bracket, gormar, dempara og smádrasl). Er með hann á 33" eins og er en á svosem annan 36" gang, er alveg þrusu skemmtilegur þegar komið er útfyrir malbikið en ekki alveg nógu góður á því.
Svo er þetta ágætis grein um stýrisbúnaðinn og hvernig hann breytist við hækkunina http://www.therangerstation.com/Magazine/winter2008/steering_tech.htm

Ef þú ert hérna á höfðuborgarsvæðinu er þér velkomið að kýkja og skoða til að fá hugmyndir

Re: Ford Explorer 92''

Posted: 02.nóv 2013, 18:49
frá Eyzi92
takk kærlega fyrir þetta ég bý reyndar útá landi en er stundum í bænum það væri gaman að fá að hitta á þig einhverntíman og skoða bílinn hjá þér aðeins. Bíllinn hjá mér er soldið breyttur, ég sé ekki að það hafi verið skorið neitt úr honum en ég á annan bíl sem notaður er bara í varahluti sem var á 33" en það var bara skorið smellt undir og troðið könntum á hann og var það alveg hræðilega gert enda sá bíll ónýtur í dag. Það eru lengri stífur að framan hjá mér á þessum og búið að breyta stýris búnaðnum soldið og lengja festingarnar fyrir skærahásinguna, og svo eru fjaðrirnar að aftan með fleiri blöðum og e-ð var reyndar lítið búinn að skoða það en er alltaf að sjá hitt og þetta sem er öðruvísi í mínum en bíl hjá vini mínum sem er alveg original

Re: Ford Explorer 92''

Posted: 02.nóv 2013, 21:16
frá bennzor
Hljómar eins og bara einfalt "add-a-leaf" að aftan en er þetta þá nokkuð mikið meira en bara 1.5-2" leveling kit? Er hann nokkuð að virka minni að aftan eða þá of stífur? Annars minnir mig að fórmúlan var þannig að óbreittur bíll höndlaði 31" og 2" lift höndlaði 33" án meiri breitinga, en það er reyndar frá kananum og hann hugsar bara um að hækka, lítið sem ekkert um að skera úr.

En vertu bara i bandi næst þegar þú ert í bænum, 893-8286 - Benni

Re: Ford Explorer 92''

Posted: 02.des 2013, 17:01
frá Gisli1992
Nei sko gamli minn í fullu fjöri í snjónum æðislegur bíll á alla vegu