Síða 1 af 1
					
				smá pæling
				Posted: 05.maí 2013, 14:20
				frá hjalz
				hvernig haldiði að dana 30 framhásing undan cherokee myndi dafna undir ford explorer á 38" ? of veik eða ?
			 
			
					
				Re: smá pæling
				Posted: 05.maí 2013, 17:23
				frá Guðmann Jónasson
				Hún er alveg jafn veik undir Explorer og Cherokee :) Explorerinn líklega þyngri ef eitthvað er.
Ég var reyndar með dana30 undir 38" Grand Cherokee í 6 ár án vandræða,var ekkert að hlífa honum sérstaklega
en forðaðist flugferðir og harðar lendingar :)
Kv.
Guðmann
			 
			
					
				Re: smá pæling
				Posted: 05.maí 2013, 17:41
				frá Freyr
				Explorer er þyngdarlega á pari við grand cherokee og aflið sambærilegt og þetta hefur dugað ágætlega undir grand.
			 
			
					
				Re: smá pæling
				Posted: 05.maí 2013, 21:13
				frá hjalz
				takk fyrir þetta, fordinn minn er nefnilega með skæra ógeði að framan og mig langar að skipta því út fyrir d30 sem ég á til :)
			 
			
					
				Re: smá pæling
				Posted: 06.maí 2013, 16:03
				frá kolatogari
				ég held að það myndi bara virka ágætlega. allavega hefa þessar hásingar (og drif) ekkjert verið að klikka undir þessum cherokee og wrangler bílum sem ég hef átt. Explorerinn er ekkjert mikið þynngri eða aflmeiri. En sumir hafa náttúrulega hæfileika til að skemma allt, sama hversu sterkt það er.
			 
			
					
				Re: smá pæling
				Posted: 03.júl 2013, 22:47
				frá RangerSTX
				Og hvað er verra við skærin? Þau eru klárlega léttari, drifhúsið úr áli ofl. Og það eru ekki fleiri slitfletir í þeim heldur en í frambúnað á cherokee. ;)
			 
			
					
				Re: smá pæling
				Posted: 04.júl 2013, 00:57
				frá bragi
				Það er hægt að styrkja D30 með D44 ytra stöffi. Þeir gera það mikið í henni Ameríku orðið.
Eins eru þeir farnir að "slífa" hólkana til styrkingar.
			 
			
					
				Re: smá pæling
				Posted: 04.júl 2013, 10:25
				frá jongud
				bragi wrote:Það er hægt að styrkja D30 með D44 ytra stöffi. Þeir gera það mikið í henni Ameríku orðið.
Eins eru þeir farnir að "slífa" hólkana til styrkingar.
Það er líka hægt að styrkja skærahásinguna (dana35) með dana 44 ytra dótinu, og það þarf ekki að slífa rörin neitt.