Vísur


Höfundur þráðar
Logi
Innlegg: 18
Skráður: 17.nóv 2011, 21:28
Fullt nafn: Elvar Logi Gunnarsson

Vísur

Postfrá Logi » 19.feb 2013, 20:06

Ford er okkar fremsti vagn,
fer þar saman bæði:
flýtir, ending, flutningsmagn,
fegurð, verð og gæði.

A öllum vegum fær er Ford,
fer þar allt að vonum
er íslensk mær og enskur Lord
aka bæði í honum.

Ford er sterkur, fallegur,
furðulega gangþýður,
mjög í akstri öruggur
og á bensín sparsamur.

Allan fjandann vel að vanda
vega-gandur stikar greitt.
Hér á landi um hraun og sanda,
honum grandar aldrei neitt.

Enga lesti í sér ber,
í akstri mesta gaman.
Að Ford sé besti bíllinn hér,
ber þar flestum saman.

Öruggir á öllum leiðum,
eru þeir, sem Ford aka,
á sléttum vegum, hrauni, heiðum,
heilir koma þeir til baka.

Ánægðari aldrei verð
með ævinnar höpp og gróða,
en þegar ég ek á fleygiferð
Fordinum mínum góða.

Þegar bjátar eitthvað á,
ekki bregst hann vonum.
öryggið, sem allir þrá,
er að finna i honum.

Ford er besti fararskjótinn
fáir standa honum ofar.
Auglýsingar öðrum hrósa,
aðeins Fordinn reynslan lofar.

Ford er öllum fremri hér,
fagur, ódýr, traustur.
Ef get ég fengið fimm hjá þér,
ég fer á morgun austur.

Þetta er allt "stolið" en gott eingasíður



User avatar

jeepson
Innlegg: 3176
Skráður: 31.jan 2010, 16:02
Fullt nafn: Gísli J Gíslason
Bíltegund: Nissan patrol
Staðsetning: Þarna fyrir austan.

Re: Vísur

Postfrá jeepson » 19.feb 2013, 21:08

Nú ertu búinn að kalla stríð yfir þig. hehe :D Flottar vísur.
Kv. Gísli

Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn


eggerth
Innlegg: 108
Skráður: 27.apr 2011, 20:46
Fullt nafn: Eggert Helgi Þórhallsson
Staðsetning: höfn

Re: Vísur

Postfrá eggerth » 20.feb 2013, 00:46

Syrpa um allan fjandann efir Ómar Ragnarsson

Eg berst fordi fráum fram um veg
Og framm úr fíat smáum HA HA ég!
Og ég gef drusluni inn og ég gef drusluni inn
Á harða harða kani hendist áfram fíni fordinn minn
En í mér glamra tennurog um mig hrollur fer
Því annað afturhjólið rennur á undan mér
Að finna fjörtök stinn að finna fjörtök stinn
Er hringsníst, veltur, endastingst og klessukeyrist fooordinn minn!

http://youtu.be/LSzjo1Kkfrk
Land Rover Defender 2001 38"
Range Rover 1985 46"
subaru impreza 2000
Skoda octavia 2001
Range Rover 1992 44"


Guðmundur Ingvar
Innlegg: 93
Skráður: 19.mar 2011, 21:09
Fullt nafn: Guðmundur Ingvar Ásgeirsson
Staðsetning: Skagafjörður

Re: Vísur

Postfrá Guðmundur Ingvar » 20.feb 2013, 12:48

Thessa las eg einhvertíma í einhverri bók

Nýi Ford í nýjum stíl
nú fer alla vegi
Enginn kaupir annan bíl
uppfrà thessum degi


Til baka á “Ford”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 15 gestir