6.0 með vesen

User avatar

Höfundur þráðar
arni87
Innlegg: 305
Skráður: 01.feb 2010, 19:49
Fullt nafn: Árni Freyr Rúnarsson
Bíltegund: 38" Musso
Hafa samband:

6.0 með vesen

Postfrá arni87 » 10.des 2012, 12:34

Nú erum við í Björgunnarsveit búnir að vera í vandræðum með Ford E-350 6.0 Power stroke 2007 árgerð.
Vandamálið byrjar þannig að við fáum bílinn til landsins með fasta túrbínu og er hún löguð og var til friðs í um það bil hálft ár.
Eftir það fóru að koma villuboð P0299 Turbine Under boost.
Þegar þetta er hreinsað úr tölvunni þá skiftir bíllinn sér illa, harkalega og seint, svo þegar hann fer að vinna "rétt" og skifta sér eðlilega þá kemur chekk engine ljósið upp og þessi boð þar á bakvið.

Eina lausnin sem ég hef fundið með leit á erlendum spjallsíðum er að setja aðra túrbínu í bílinn en það kostar sitt, túrbínan sem þeir eru að setja í er þessi: http://www.turbobygarrett.com/turbobyga ... ormancekit
En hún er allstaðar í nágreni við 270 þúsund íslenskar úti sem er talsverð fjárhæð hjá sjálfboðaliða samtökum á meðan rekstur er erfiður og ekki hlaupið að svona fjárfestingum.

Erum við búnir að láta sandblása húsið að innan, en það gerði ekkert. Því næst prufuðum við að nota Ventlahreynsi, Sótagnasýuhreynsi og svo eldsneytisbætiefni frá Wurth, það lengdi aðeins tímann framm að þessu og þá byrjaði vélin að vinna eðlilega áður en vélarljósið kvikknaði.


Er einhver hér sem hefur aðra lausn en að taka túrbínuna reglulega úr og senda í viðgerð eða skifta henni út. Allar ráðleggingar vel þegnar.
Erum ornir ráðþrota og viljum komast hjá of kostnaðarsömum viðgerðum.

Kveðja Árni F.


Árni F
Lækurinn
Musso 97 38"

Flickr

User avatar

Höfundur þráðar
arni87
Innlegg: 305
Skráður: 01.feb 2010, 19:49
Fullt nafn: Árni Freyr Rúnarsson
Bíltegund: 38" Musso
Hafa samband:

Re: 6.0 með vesen

Postfrá arni87 » 10.des 2012, 12:51

Mótorinn er 100% orginal.

Uppgerðin kostaði okkur síðast blóð, svita, tár góðvild verkstæða og 70 þúsund.
Efnin frá Wurth kostar rétt rúmlega 20 þúsund.

Þetta er mjög fljótt að koma í stórar tölur, við erum að skoða allar hliðar og fá ráðleggingar frá sem flestum.
Árni F
Lækurinn
Musso 97 38"

Flickr


sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: 6.0 með vesen

Postfrá sukkaturbo » 10.des 2012, 13:28

Sælir félagar vil benda ykkur á að ræða við Jörgen sem er með fyrirtækið Sturlaug Jónsson í Hafnarfirði hann flytur inn túrbínur og hefur töluverða þekkingu á hlutum er snúa að ford og flott verð síminn hjá honum er 6605455 kveðja guðni á Sigló

User avatar

Kiddi
Innlegg: 1160
Skráður: 02.feb 2010, 10:32
Fullt nafn: Kristinn Magnússon
Bíltegund: Wrangler 44"

Re: 6.0 með vesen

Postfrá Kiddi » 10.des 2012, 13:39

Stendur bíllinn lengi óhreyfður?

User avatar

Höfundur þráðar
arni87
Innlegg: 305
Skráður: 01.feb 2010, 19:49
Fullt nafn: Árni Freyr Rúnarsson
Bíltegund: 38" Musso
Hafa samband:

Re: 6.0 með vesen

Postfrá arni87 » 10.des 2012, 13:42

Hann stendur mest bilaður á gólfi hjá okkur, en notaður þegar á þarf að halda.
Árni F
Lækurinn
Musso 97 38"

Flickr


juddi
Innlegg: 1240
Skráður: 08.mar 2010, 10:45
Fullt nafn: Dagbjartur L Herbertsson

Re: 6.0 með vesen

Postfrá juddi » 10.des 2012, 13:46

Er búið að aftengja EGR ventil og kælir
Daggi S:6632123 snurfus@snurfus.is

User avatar

Höfundur þráðar
arni87
Innlegg: 305
Skráður: 01.feb 2010, 19:49
Fullt nafn: Árni Freyr Rúnarsson
Bíltegund: 38" Musso
Hafa samband:

Re: 6.0 með vesen

Postfrá arni87 » 10.des 2012, 13:49

Það var gerð tilraun með EGR sem skilaði engu. Hann var eins eftir það svo það var "lagað" aftur.

Hafði einnig samband við Jörgen og átti gott spjall við hann, hann er að senda póst út fyrir mig. Takk Guðni.
Árni F
Lækurinn
Musso 97 38"

Flickr

User avatar

Hagalín
Innlegg: 760
Skráður: 01.feb 2010, 07:44
Fullt nafn: Kristján Hagalín Guðjónsson
Staðsetning: Akranes
Hafa samband:

Re: 6.0 með vesen

Postfrá Hagalín » 10.des 2012, 14:24

arni87 wrote:Það var gerð tilraun með EGR sem skilaði engu. Hann var eins eftir það svo það var "lagað" aftur.

Hafði einnig samband við Jörgen og átti gott spjall við hann, hann er að senda póst út fyrir mig. Takk Guðni.


Það sem þarf að gera er að blinda EGR kælinn í báða enda og blocka á nemann líka. Það er ekki bara nóg að eiga við skynjarann heldur þarf að blocka líka á kælinn. Það er aðgerð sem kostar eitthvað 80-100kall á verkstæði með sandblæstri fyrir turbínu.....
Kristján Hagalín
Ford F-250 Lariat 46"
Nissan Patrol 201 44" - Seldur
Nissan Terrano2 2001 36" - Seldur
Toyota Hilux 2,4Turbo 38" - Seldur

E-1870


Þorsteinn
Innlegg: 239
Skráður: 19.maí 2010, 16:42
Fullt nafn: Þorsteinn Óli Brynjarsson

Re: 6.0 með vesen

Postfrá Þorsteinn » 10.des 2012, 14:54

sæll,
er búið að skoða mótorinn sem stýrir skurðinum á túrbínunni ?


Fordinn
Innlegg: 377
Skráður: 03.feb 2010, 21:47
Fullt nafn: Mikkjal Agnar Þórsson

Re: 6.0 með vesen

Postfrá Fordinn » 10.des 2012, 17:00

Getur sett þig í samband við hann Bill Hewitt hjá Powerstrokehelp.com þessi madur er endalaus visku brunnur í þessum bílum og hefur aðstoðað fólk um allan heim. Ef hann veit það ekki þá veit enginn það!!!

User avatar

Hagalín
Innlegg: 760
Skráður: 01.feb 2010, 07:44
Fullt nafn: Kristján Hagalín Guðjónsson
Staðsetning: Akranes
Hafa samband:

Re: 6.0 með vesen

Postfrá Hagalín » 10.des 2012, 17:57

www.dieselbombers.com/
www.powerstroke.org/
www.google.com

Kaninn setur allt á netið hjá sér er varðar vandamál á amerískum bílum......

Svo líka er góður manual sem ég sendi þér í dag. Þar eru rafmagnsteikningar og svoleiðis....
Yfirleitt eru þetta skynjarar sem eru með vesen eða vírar....
Kristján Hagalín
Ford F-250 Lariat 46"
Nissan Patrol 201 44" - Seldur
Nissan Terrano2 2001 36" - Seldur
Toyota Hilux 2,4Turbo 38" - Seldur

E-1870

User avatar

Höfundur þráðar
arni87
Innlegg: 305
Skráður: 01.feb 2010, 19:49
Fullt nafn: Árni Freyr Rúnarsson
Bíltegund: 38" Musso
Hafa samband:

Re: 6.0 með vesen

Postfrá arni87 » 10.des 2012, 18:09

Takk fyrir þetta.

Óli á ljónsstöðum ætlar að kafa í málið fyrir okkur.
Miðað við lesturinn í manualnum og allt frá kananum þá er skífa í túrbínunni lýklegur sökudólgur.
Ég mun setja lausnina við þessu vandamáli okkar hér inn, þegar hún lyggur fyrir.
Árni F
Lækurinn
Musso 97 38"

Flickr


Navigatoramadeus
Innlegg: 276
Skráður: 04.nóv 2012, 19:39
Fullt nafn: Jón Ingi Þorgrímsson
Bíltegund: Cruiser
Staðsetning: Álftanes

Re: 6.0 með vesen

Postfrá Navigatoramadeus » 11.des 2012, 22:22

þetta hljómar mjög líkt vandamáli sem var á F250 bíl með þessari vél, hann var inni á gólfi í Brimborg mánuðum saman og bilanalýsingin var eitthvað svipuð (low boost og skipting með stæla var í lýsingunni).

ef ert ekki búinn að ræða við Brimborg þá var bíllinn amk lagaður (tók vikurúnt á honum og allez gut), hvað sem það var gert.

hvítur F250, 2004 eða 5, NK-327... amk nærri því.

User avatar

Hagalín
Innlegg: 760
Skráður: 01.feb 2010, 07:44
Fullt nafn: Kristján Hagalín Guðjónsson
Staðsetning: Akranes
Hafa samband:

Re: 6.0 með vesen

Postfrá Hagalín » 15.feb 2013, 23:09

Eitthvað að frétta hér*?
Kristján Hagalín
Ford F-250 Lariat 46"
Nissan Patrol 201 44" - Seldur
Nissan Terrano2 2001 36" - Seldur
Toyota Hilux 2,4Turbo 38" - Seldur

E-1870

User avatar

Höfundur þráðar
arni87
Innlegg: 305
Skráður: 01.feb 2010, 19:49
Fullt nafn: Árni Freyr Rúnarsson
Bíltegund: 38" Musso
Hafa samband:

Re: 6.0 með vesen

Postfrá arni87 » 15.feb 2013, 23:14

Hann er á Ljónstöðum.
Ég mun setja vandamálið inn um leið og hann verður sóttur.
Árni F
Lækurinn
Musso 97 38"

Flickr

User avatar

JonHrafn
Innlegg: 578
Skráður: 06.feb 2010, 10:41
Fullt nafn: Jón Hrafn Karlsson
Staðsetning: Keflavík south

Re: 6.0 með vesen

Postfrá JonHrafn » 15.feb 2013, 23:41

This is why god created Cummins.

Vonandi ná ljónsstaðabræður að græja þetta, sem ég efast ekki um, toppnáungar þar á bæ.


Þorsteinn
Innlegg: 239
Skráður: 19.maí 2010, 16:42
Fullt nafn: Þorsteinn Óli Brynjarsson

Re: 6.0 með vesen

Postfrá Þorsteinn » 15.feb 2013, 23:48



lecter
Innlegg: 1010
Skráður: 02.des 2012, 02:05
Fullt nafn: Hannibal Sigurvinsson
Bíltegund: kaiser M715 44"

Re: 6.0 með vesen

Postfrá lecter » 16.feb 2013, 00:47

,
Síðast breytt af lecter þann 19.mar 2013, 21:58, breytt 1 sinni samtals.


Þorsteinn
Innlegg: 239
Skráður: 19.maí 2010, 16:42
Fullt nafn: Þorsteinn Óli Brynjarsson

Re: 6.0 með vesen

Postfrá Þorsteinn » 16.feb 2013, 02:14

hvaða bull er það að 6.0 powerstroke er ekki mótor til að nota undir álagi?

hvað með alla þessa pikkupa sem eru að draga 5 til 15 hesta kerrur? á bara að skipta um mótor í þeim vegna þess að 6 lítra vélin er ekki nógu góð til að nota undir álagi?

ég held að það sé kominn tími til að við fáum að heyra söguna um hvað var eiginlega í gangi með þessar vélar í þessum landsvirkjunarbíl sem varð til þess að það var farið í það að skipta út mótornum.

ef það er satt það sem freyr sagði í þræðinum þar sem er verið að tala um tjúnningar á cummins að þeir hafi verið að nota própan gasið óspart þegar bíllinn hafi verið að draga þungar kerrur og bíllinn kannski full lestaður af drasli líka að þá finnst mér ekkert skrítið að eitthvað hafi gefið sig. svona bíll full lestaður og gefum okkur að hann sé með fullt af verkfærum og drasli, þá mundi ég giska á að bíllinn væri að slefa í 5 tonn ef ekki meira. svo er hann kannski með 2 sexhjól aftan í sér á kerru og olíutunnur og fleira, hef séð risa flatvagn aftan í honum drekkhlaðinn, þá ertu kannski farinn að nálgast 6.5 til 7.5 tonn. og svo í þokkabót ertu með bílinn á 46" dekkjum og skrúfar própan gasið í botn.

þetta er nátturlega gífurlegt álag sem var verið að setja á mótorinn í þessum bíl. meira en ábyggilega er reiknað með þegar econoline-inn er smíðaður. Hann hefði alveg höndlað það ef að það hefði ekki verið gert neitt annað en sett kannski kubbur í hann sem gefur honum um 60 hestöfl aukalega við það sem hann hefur. sem myndi setja hann í 310 hestöfl.




en það sem truflar mig meira er að ef það var svo sett önnur vél í hann og hún ekki virkað.. útaf hverju er það ?

vandamálið í þessum bíl var ekki það að 6.0 lítra vélin er drasl, heldur var verið að ofbjóða vél sem er ekki smíðuð í svona vinnu sem hún var í.
svo er keyptur í hann 500 hestafla cummins mótor og þá horfa menn nátturlega bara í það hvað ford vélin var mikið drasl en gleyma því að hún er smíðuð 250 hestöfl og verið að taka gjörsamlega allt og meira til útúr henni, en svo er cumminsmótorinn allgjört gull en menn gleyma að hún var smíðuð 500 hestöfl. þú verður að átta þig á því Hannibal að þetta er ekkert samanburðarhæft.

Ef það hefði verið keyptur pikkup sem er með sömu vél þá hefði þetta ekki verið svona vandamál þar sem hann er með allt öðruvísi uppsetningu en econoline-inn.

User avatar

HaffiTopp
Innlegg: 929
Skráður: 02.feb 2010, 17:04
Fullt nafn: Hafþór Atli Hallmundsson

Re: 6.0 með vesen

Postfrá HaffiTopp » 16.feb 2013, 09:02

Hvað hentar í þennann bíl annað en orginal 6lítra Ford skiptir bara engu máli í þessu þar sem um bláfátæka björgunarsveit er að ræða.
Og vinsamlegast ekki koma með aðra Cummins umræðuna hér og stela upphaflega umræðuefni þráðarins.

Svo er 6lítra PowerJoke 330 hö, ekki 250 :/

User avatar

Hagalín
Innlegg: 760
Skráður: 01.feb 2010, 07:44
Fullt nafn: Kristján Hagalín Guðjónsson
Staðsetning: Akranes
Hafa samband:

Re: 6.0 með vesen

Postfrá Hagalín » 16.feb 2013, 10:07

6.0 Powerstroke er 333hp í Pickup bílunum en 250hp í Econoline. Þær eru eitthvað aðeins öðruvísi uppsettar.

En þetta með að 6.0l Powerstroke sé ekki góður mótor í drátt er hlæilegt og fellur bara um sjálft sig. Ætla ekki að skemmm þennan þráð hér með einhverju rifrildi um þennan mótor. Það þarf að klappa honum aðeins til þess að hann sé til friðs Þ.e.a.s mótornum sem kom um mitt ár 2003 til var til mitt árs 2004. Ef menn vilja er ekkert mál að lesa sig um þennan mótor á netinu. Og þá má ekki lesa um hann á einhverju Cummings spjalli eða Powerstroke spjallii heldur almennu Diesel spjalli hjá kananum.

En varðandi þessa bilun að þá er spurning með ICP skynjarann sem stýrir áþrýstidælunni???

Eitthvað voru menn líka að setja uppgerðar túrbínur í þessa bíla sem og Pickupinn en þá kom í ljós að vitlaust túrbínuhús var sett á sumar bínurnar.
Kristján Hagalín
Ford F-250 Lariat 46"
Nissan Patrol 201 44" - Seldur
Nissan Terrano2 2001 36" - Seldur
Toyota Hilux 2,4Turbo 38" - Seldur

E-1870


lecter
Innlegg: 1010
Skráður: 02.des 2012, 02:05
Fullt nafn: Hannibal Sigurvinsson
Bíltegund: kaiser M715 44"

Re: 6.0 með vesen

Postfrá lecter » 16.feb 2013, 12:01

,
Síðast breytt af lecter þann 19.mar 2013, 21:59, breytt 1 sinni samtals.


Þorsteinn
Innlegg: 239
Skráður: 19.maí 2010, 16:42
Fullt nafn: Þorsteinn Óli Brynjarsson

Re: 6.0 með vesen

Postfrá Þorsteinn » 16.feb 2013, 12:12

ef ipc skynjarinn væri bilaður kæmi hann ekki með villukóða á low boost á túrbínuna. þegar túrbínan var losuð upp í fyrsta skipti var hún tekin úr og sanblásin?


Þorsteinn
Innlegg: 239
Skráður: 19.maí 2010, 16:42
Fullt nafn: Þorsteinn Óli Brynjarsson

Re: 6.0 með vesen

Postfrá Þorsteinn » 16.feb 2013, 12:27

HaffiTopp wrote:Hvað hentar í þennann bíl annað en orginal 6lítra Ford skiptir bara engu máli í þessu þar sem um bláfátæka björgunarsveit er að ræða.
Og vinsamlegast ekki koma með aðra Cummins umræðuna hér og stela upphaflega umræðuefni þráðarins.

Svo er 6lítra PowerJoke 330 hö, ekki 250 :/


6 lítra powerstroke er 325 hestöfl í pikkup og 235 hestöfl í econoline.


http://www.intellidog.com/dieselmann/power.htm


Þorsteinn
Innlegg: 239
Skráður: 19.maí 2010, 16:42
Fullt nafn: Þorsteinn Óli Brynjarsson

Re: 6.0 með vesen

Postfrá Þorsteinn » 16.feb 2013, 12:32

lecter wrote:það eina sem ég sé að i bátum eru þetta algörir vandræða gripir enda undir svipuðu álagi og jeppi i þúngum snjó það er ekkert fyrir þessar vélar að draga 3-5 ton á eftir ser

en þvi miður voru allir að vona að nya 6.0 litra vélin væri betri en 7.3 0g 7,3 p stroke en við feingum en verri vél ,, og hver er þá astæðan að reynslu boltar i ferða þjónustu sækjast bara eftir að finna 7,3 P stroke frekar en 6.0

en skipt var um vél i þessum ákveðna bil ekki að ástæúlausu ,,, billinn komst bara ekkert i vinnu það var alltaf eitt hvað að og hann á að aka ca 40.000km á fjöllum á ári eg hugsa að einginn fjalla jeppi fái verri störf en einmitt þessi bill enda er mikið vihald á honum

en hér er verið að reina að finna bilun og laga það sem er að þessum fina bil svo við skulum ekki trufla þann framgang,,,,, gangi ykkur vel


aftur kemurðu með fullyrðingu sem á ekki við nein rök að styðjast. Sérðu það ekki? nei þú sérð bara cummins.
Þessar vélar eru fínar til að draga 3 til 5 tonn. ég hef gert töluvert af því með ágætis árangri.


lecter
Innlegg: 1010
Skráður: 02.des 2012, 02:05
Fullt nafn: Hannibal Sigurvinsson
Bíltegund: kaiser M715 44"

Re: 6.0 með vesen

Postfrá lecter » 16.feb 2013, 12:56

,
Síðast breytt af lecter þann 19.mar 2013, 21:59, breytt 1 sinni samtals.


Þorsteinn
Innlegg: 239
Skráður: 19.maí 2010, 16:42
Fullt nafn: Þorsteinn Óli Brynjarsson

Re: 6.0 með vesen

Postfrá Þorsteinn » 16.feb 2013, 13:02

lecter wrote:það eina sem ég sé að i bátum eru þetta algörir vandræða gripir enda undir svipuðu álagi og jeppi i þúngum snjó það er ekkert fyrir þessar vélar að draga 3-5 ton á eftir ser



eina sem hægt er að lesa úr þessu er að þú sért að tala um að það sé ekkert fyrir þessar vélar að draga 3-5 tonn.

ég les það sem þannig að þú sért að segja að þær þoli ekki að draga 3-5 tonn.


Izan
Innlegg: 616
Skráður: 29.mar 2010, 10:56
Fullt nafn: Jón Garðar Helgason

Re: 6.0 með vesen

Postfrá Izan » 16.feb 2013, 14:05

Sælir

Hvaða helvítis máli skiptir hvort þessi eða hin vélin er 300 eða 325 hestöfl eða hvort það séu tveir eða fjórir hestar í einhverri kerru sem væri jafvel leikur einn að draga á túrbínulausum hælúx. (bara í aðeins lægri gír). Andiði báðir tveir með nefinu og lesiði í rólegheitum umræðuefnið í þræðinum, það er enginn að fara að skipta um mótor í þessum bíl hinsvegar er hann bilaður og þarf að komast í lag og þið megið pottþétt koma með hugmyndir um hvað getur verið að ekki að einhver önnur vél sé betri.

Kv Jón Garðar

User avatar

Hagalín
Innlegg: 760
Skráður: 01.feb 2010, 07:44
Fullt nafn: Kristján Hagalín Guðjónsson
Staðsetning: Akranes
Hafa samband:

Re: 6.0 með vesen

Postfrá Hagalín » 16.feb 2013, 14:09

Izan wrote:Sælir

Hvaða helvítis máli skiptir hvort þessi eða hin vélin er 300 eða 325 hestöfl eða hvort það séu tveir eða fjórir hestar í einhverri kerru sem væri jafvel leikur einn að draga á túrbínulausum hælúx. (bara í aðeins lægri gír). Andiði báðir tveir með nefinu og lesiði í rólegheitum umræðuefnið í þræðinum, það er enginn að fara að skipta um mótor í þessum bíl hinsvegar er hann bilaður og þarf að komast í lag og þið megið pottþétt koma með hugmyndir um hvað getur verið að ekki að einhver önnur vél sé betri.

Kv Jón Garðar



Like á þetta innlegg....
Kristján Hagalín
Ford F-250 Lariat 46"
Nissan Patrol 201 44" - Seldur
Nissan Terrano2 2001 36" - Seldur
Toyota Hilux 2,4Turbo 38" - Seldur

E-1870


grimur
Innlegg: 891
Skráður: 14.mar 2010, 01:02
Fullt nafn: Grímur Jónsson

Re: 6.0 með vesen

Postfrá grimur » 16.feb 2013, 20:13

Er búið að tékka á öllum hosum alls staðar?
Húsráð í þessum bransa er að hreinsa vel alla stúta og hosur, úða svo hárspreyi á stútana fyrir samsetningu. Þannig límist þetta betur fast án þess að verða varanlega fast....
Þetta er náttúrlega bara gisk, en bíllinn er að reporta of lágan þrýsting, sem getur komið til af nokkrum orsökum:
1) Bínan blæs ekki nóg (innri stýring, blöð, hús)
2) Pústið lekur út og nær ekki að knýja bínuna(lek greinapakkning).
3) Bínan sveltur (stífluð loftsía)
4) Loftið lekur út eftir túrbínu
5) Pikkles á EGR kerfi(stendur á sér og nær ekki að opna/loka eða lekur þegar það á að vera lokað)
6) Bilaður þrýstiskynjari
7) Bilaðar raflagnir að þrýstiskynjara

...og svo örugglega margt fleira sem mér dettur ekki í hug núna.

...by the way...þessi Landsvirkjunar-econoline hefur nú að manni skilst ekki verið meðhöndlaður með neinum bómullarhönskum....Say No More.... :-)

kv
Grímur

User avatar

Höfundur þráðar
arni87
Innlegg: 305
Skráður: 01.feb 2010, 19:49
Fullt nafn: Árni Freyr Rúnarsson
Bíltegund: 38" Musso
Hafa samband:

Re: 6.0 með vesen

Postfrá arni87 » 05.maí 2013, 20:11

Það voru hárfínar sprungur í túrbínuhúsinu, og svo var örlítill leki á EGR greyninni, sem varð til þess að tölvan las boðin eithvað vitlaust og gaf út eftir nokkra km í keirslu boð um Turbine under boost og það setti boð í skiftinguna sem seinkaði skiftingu og þar með minkaði aflið talsvert, bíllinn er kominn til baka og VIRKAR.

Hann er betri en þegar hann var nýr.
Árni F
Lækurinn
Musso 97 38"

Flickr


Til baka á “Ford”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 11 gestir