Ford exlporer

User avatar

Höfundur þráðar
krissi200
Innlegg: 160
Skráður: 28.feb 2010, 18:04
Fullt nafn: Kristófer Karlsson

Ford exlporer

Postfrá krissi200 » 03.sep 2012, 21:16

Sæl öll.
mig vantar smá upplýsingar.
Hvernig líkar fólki við Ford Explorer V8 2002 - 2005 sem fjölskyldubíla, hvernig gengur þeim að tolla í lagi og hvernig fara þeir með eldsneytið?

Kveðja,
kristófer K
vippi
Innlegg: 136
Skráður: 05.feb 2010, 23:51
Fullt nafn: Viðar Jóelsson
Staðsetning: Búðardalur

Re: Ford exlporer

Postfrá vippi » 08.sep 2012, 00:53

sæll
Var að spyrja svipaðraðar spurningar um daginn og fékk ekki mikil svör, eins og enginn þekki þessa bíla
En einn sagði þó að sjálfskiftingarnar væru gallaðar til 2006,
og eitt veit ég að hjólalegur eru svoldið að fara í þeim.
en ef ég myndi fá mér svona bíl væri það 2006 eða yngri :)

User avatar

Höfundur þráðar
krissi200
Innlegg: 160
Skráður: 28.feb 2010, 18:04
Fullt nafn: Kristófer Karlsson

Re: Ford exlporer

Postfrá krissi200 » 13.sep 2012, 17:31

Takk fyrir svarið....
En er ekki svolítið stórt að tala um allar sjálfsskiptinar í eldri en 2006 séu að bila,
veistu hvað þá er helst að fara í þeim?


Rodeo
Innlegg: 74
Skráður: 01.aug 2012, 01:01
Fullt nafn: TUMl TRAUSTAS0N
Bíltegund: Ford Explorer
Staðsetning: Alaska

Re: Ford exlporer

Postfrá Rodeo » 13.mar 2013, 07:53

Er að skoða einn nokkuð flottan 2006 módel, limited með leðri og fíneríi. Sá er keyrðan tæpar 100þúsund mílur (150ÞKM) og er seinasta uppfærslan af Explorernum sem grindarbíl.

Það er erfitt að lesa amerísk spjallborð um þessa bíla því þar spara menn ekki stóru orðin þetta eru annað hvort bestu bílar í heimi eða verstu druslur.

Þó svo ég og bíllinn búi westanhafs væri samt gaman að heyra ef einhver veit hvað ber að varast í þessum og skoða áður en maður kaupir.

Nota bene bíllinn er og verður algjörlega óbreyttur.

Image
2013 Toyota Highlander Hybrid
2006 Ford Explorer Hákur Seldur
2008 Toyota Prius Sparibaukur
1995 Isuzu Rodeo Seldur


Navigatoramadeus
Innlegg: 274
Skráður: 04.nóv 2012, 19:39
Fullt nafn: Jón Ingi Þorgrímsson
Bíltegund: Cruiser
Staðsetning: Álftanes

Re: Ford exlporer

Postfrá Navigatoramadeus » 13.mar 2013, 17:41

ég vann í Brimborg í 4 ár við að selja og þjónusta notaða bíla og þar á meðal Explorer sem er að mínu mati og byggi á þessari reynslu (að hafa bæði ekið þeim nokkur þúsund km og unnið við uppítökur og sölur og svo ef þeir klikkuðu eftir sölu fékk maður að heyra það=ábyrgð)

virkilega þægilegir ferðavagnar, fara vel með ökumann og farþega, eyðslan í besta falli um 10l/100km (cruise á 90kmh) og í versta falli 20l/100km (innanbæjar í snjó og talsverður hægagangur á bíl með V8), algeng tala á eyðslumælinum er um 15 í blönduðum akstri og munar litlu á V6 eða V8.

það sem mér fannst fyndið var þegar fólk var að kvarta undan eyðslunni, 2200kg sjálfskiptur bensínbíll er ekki líklegur til að vinna sparaksturskeppni þegar þér finnst gaman að vera í ljósaspyrnum innanbæjar !


fáir veikleikar, hjólalegur kannski, það var vezen í afturdrifinu á einhverjum (kambur og pinjón), einstaka gormur í afturfjöðrun, húddið er úr áli og það tærist svo þarfnast sérlökkunar (70-100þkr) en held það sé aðeins á Íslandi þökk sé saltaustri,
man nú ekki eftir fleiru, ef íslendingar notuðu þetta sem ferðabíla (en ekki innanbæjarsnattara) þá væru þetta mikið vinsælli bílar tel ég. Seldi frænda mínum einn árið 2007 (2004 módel) og á 60þkm hafa hjólalegur og tæring í húddi verið eina vezenið en læt það nú eiga sig mv rúm 5 ár.

Ég hef nú litla reynslu af Landcruiser 120 en í verðsamanburði tæki ég alla daga Explorer með V8 yfir LC fyrir þennan verðmun sem tíðkast hér.

einfalt reikningsdæmi;
díselbíll sem eyðir 11l/100km eða bensínbíll sem eyðir 16l/100km og keyrir 10.000km á ári gerir (5*100*250kr/ltr) 125.000kr svo hvað ætlarðu að borga mikið meira fyrir díselbílinn ?

held ég segi þetta nokkuð hlutlaust, persónulega leyfi ég mér ekki að eiga svona vagn (Muzzo dugar mér) en eftir að hafa ekið fleiri hundruð bílum af flestum tegundum þá er þetta amk mín skoðun.

(sölumenn notaðra hjá Brimborg fara heim á hverjum degi á bíl úr eigu Brimborgar, bæði til að þekkja það sem við seljum og einnig til að sjá til þess að þeir séu hreyfðir og fara yfir ástand þeirra með gátlista).

2006 kemur Explorer talsvert uppfærður (nema V6-vélin) og sá bíll með 300hp V8 er með skemmtilegri bílum, þekki hann minna en eldri bílana enda var mér sparkað úr Brimborg 2009 þökk sé hinni svokölluðu kreppu :)


Rodeo
Innlegg: 74
Skráður: 01.aug 2012, 01:01
Fullt nafn: TUMl TRAUSTAS0N
Bíltegund: Ford Explorer
Staðsetning: Alaska

Re: Ford exlporer

Postfrá Rodeo » 13.mar 2013, 19:35

Takk fyrir mjög hjálplegt svar.

Það er kannski helst eyðslan sem maður setur fyrir sig en hérna westan meginn eru einfalega sama og engir dísel jeppar fáanlegir og þeir Hybrid jepplingar sem bjóðast duga ekki í kerruskak sem er skilyrði.
2013 Toyota Highlander Hybrid
2006 Ford Explorer Hákur Seldur
2008 Toyota Prius Sparibaukur
1995 Isuzu Rodeo Seldur


nonni1
Innlegg: 16
Skráður: 16.feb 2011, 20:34
Fullt nafn: Jón Heiðar Hannesson

Re: Ford exlporer

Postfrá nonni1 » 14.mar 2013, 23:14

Þetta tengist þessu ekki beint en vitið þið hvar hægt er að kaupa gúmmímottur í explorer á góðu verði?


lecter
Innlegg: 1010
Skráður: 02.des 2012, 02:05
Fullt nafn: Hannibal Sigurvinsson
Bíltegund: kaiser M715 44"

Re: Ford exlporer

Postfrá lecter » 15.mar 2013, 00:29

það hefur nú hækkað helling bensin og diesel i usa 4usd G svo menn eru nú mikið að hugsa um eiðslu þarna ,,sem var ekki áður ,,


Rodeo
Innlegg: 74
Skráður: 01.aug 2012, 01:01
Fullt nafn: TUMl TRAUSTAS0N
Bíltegund: Ford Explorer
Staðsetning: Alaska

Re: Ford exlporer

Postfrá Rodeo » 15.mar 2013, 04:47

Jú jú það er ekki gefið, 4$ á gallondið hjá mér 130kall á líterinn ca sem menn gráta mikið yfir hér þótt það þætti vel sloppið á sumum bæjum.

Á móti kemur að hinn fjölskyldubíllinn er Prius sem eyðir sama og engu og er notaður eins mikið og hægt er.

Exlorerinn var í smá standsetningu í dag og fæ hann vonandi í hendur á morgun þannig að þá skýrist flótlega hver eyðslan var. Núverandi eignadi sagði hann 15-20 lítrar á hundraðið innan bæjar, en hann virtist bæði hafa þungan fót og gjarn á að skilja bílinn eftir í lausagangi þannig að hann gæti orðið skárri hjá okkur.
2013 Toyota Highlander Hybrid
2006 Ford Explorer Hákur Seldur
2008 Toyota Prius Sparibaukur
1995 Isuzu Rodeo Seldur


lecter
Innlegg: 1010
Skráður: 02.des 2012, 02:05
Fullt nafn: Hannibal Sigurvinsson
Bíltegund: kaiser M715 44"

Re: Ford exlporer

Postfrá lecter » 15.mar 2013, 11:36

ok ertu i Alaska hvernig er þar ,, eg hefði feingi´mer suburban eða 80 eða 100 cruser það er ca 7-9000 fyrir 100,000 milurkeinn bil en þetta eru liklega skásti v8 jeppin i eiðslu kæti vel verið 12-14 þarna þar sem vegaleingdir eru miklar eg er akkurat nú að sækja um vinnu visa i canada vil comast i oliu vinsluna eða sem inspect á cummins cat eða stærri vélum eins og power plant elecronic ,,, eða 4vikur 4 vikur of maður endar kanski með verkstæöí sem breytir jeppum i canada eða alaska hahaha
taktu myndir af jeppum árna ef þú rekst á og sendu á spjallið


lecter
Innlegg: 1010
Skráður: 02.des 2012, 02:05
Fullt nafn: Hannibal Sigurvinsson
Bíltegund: kaiser M715 44"

Re: Ford exlporer

Postfrá lecter » 15.mar 2013, 11:47

ok hér eru 2 inn á þessum vef með sömu spurninguna gott mal samt


Rodeo
Innlegg: 74
Skráður: 01.aug 2012, 01:01
Fullt nafn: TUMl TRAUSTAS0N
Bíltegund: Ford Explorer
Staðsetning: Alaska

Re: Ford exlporer

Postfrá Rodeo » 16.mar 2013, 06:14

lecter wrote:ok ertu i Alaska hvernig er þar ,, eg hefði feingi´mer suburban eða 80 eða 100 cruser það er ca 7-9000 fyrir 100,000 milurkeinn bil en þetta eru liklega skásti v8 jeppin i eiðslu kæti vel verið 12-14 þarna þar sem vegaleingdir eru miklar eg er akkurat nú að sækja um vinnu visa i canada vil comast i oliu vinsluna eða sem inspect á cummins cat eða stærri vélum eins og power plant elecronic ,,, eða 4vikur 4 vikur of maður endar kanski með verkstæöí sem breytir jeppum i canada eða alaska hahaha
taktu myndir af jeppum árna ef þú rekst á og sendu á spjalliðÉg er í Fairbanks rétt í miðju fylkisins, 350 mílur að sjó í suður, 500 mílur norður að íshafinu, enginn vegur til westurs og Kanda austan meginn við mig.

Vissulega eru toyoturnar góðir bílar og heilla vel að öllu leiti nema þegar kemur að verðinu. Þegar ég kom hingað fyrst var ég að spá í 4runner en endaði á Isuzu Rodeo og er núna líklega að festa mér Explorer frekar en Landcuiser.

Vel frekar annað merki en toyotu sem er tvöfallt eldri og keyrður tvöfallt meira.

Ég er fyrst og fremst að leita að traustum jeppa sem startar í 45stiga frosti dag eftir dag, getur dregið kerru með 1000l neysluvatnstanki (er ekki á vatnsveitu) byggingarefni og drasli ásamt því komist leiðar sinnar á vegum sem eru ruddir seinst og illa. Suburbaninn eða fullvöxnu pikkarnir eru einfaldlega stærri bílar en mig vantar.

Það er lítil sem enginn vetrarjeppamennska hér inn til landsins að íslenskri fyrirmynd enda aðrar aðstæður. Skólendi mikil, gljúpur púðursnjór og fáránlega kallt.

Hins vegar góðar slóðir til að ferðast að sumarlega eins og þessir rugldallar rústa jeppunum á mínu nágrenni. http://www.youtube.com/watch?v=iGzvQFouoYo

Ef maður væri hins vegar að leita að leiktæki væri þessi trúlega nokkuð góður og sennilega akkúrat það sem hálft jeppaspjallið slefar yfir alvöru trukkaboddý og cumings undir húddinu!

Image
http://fairbanks.craigslist.org/cto/3679130512.html
2013 Toyota Highlander Hybrid
2006 Ford Explorer Hákur Seldur
2008 Toyota Prius Sparibaukur
1995 Isuzu Rodeo Seldur


Navigatoramadeus
Innlegg: 274
Skráður: 04.nóv 2012, 19:39
Fullt nafn: Jón Ingi Þorgrímsson
Bíltegund: Cruiser
Staðsetning: Álftanes

Re: Ford exlporer

Postfrá Navigatoramadeus » 16.mar 2013, 08:25

gaman að sjá svona jálka :)

það væri gaman að rúnta um stórar bílasölur með gömlum flottum tækjum og þá ekki ryðguðum af saltaustri.

en að starta bíl í -45°C hlýtur að vera meira en að segja það, er olíufýring/hitun ekki eina vitið ? (Webasto t.d.)
ég er með mótorhitara í Muzzo, element (defa.com) skrúfað í vatnsgang (blokk) og sett í húsatengil, það munar klárlega um það og er volgur þegar ég starta á morgnana. (mæli efri vatnskassahosu um 20-45°C, fer eftir veðri)

"gaman" að segja frá því, afsakið útúrdúrinn, að félagi minn var í vélaverkfræði að hanna keppnisbíl sem átti að fara í keppni milli háskóla milli fjölmargra landa, hver hópur fékk x-fjármagn til að klára dæmið en efniskostnaðurinn á Íslandi var FIMM sinnum það sem amerískur hópur var með, það endaði með því að ameríski hópurinn keypti það sem íslendingana vantaði og sendi þeim.

sad but true :/


Rodeo
Innlegg: 74
Skráður: 01.aug 2012, 01:01
Fullt nafn: TUMl TRAUSTAS0N
Bíltegund: Ford Explorer
Staðsetning: Alaska

Re: Ford exlporer

Postfrá Rodeo » 21.apr 2013, 06:37

Image

Þá er þessi kominn í okkar hendur og er bara ágætur, takk fyrir góðra manna ráð.

Eins og myndin sýnir tekur rauði liturinn sig vel út í vorblíðunni hér í Alaska, góður í snjó og startar fínt niður í 30 stiga frost en hefur ekki reynt á hann í alvöru kulda.

Eyðslan hefur komið verulega á óvart. Á flötum þjóðvegi með krúsið á 90km eyðir hann undir tíu lítrum á hundraðið segi og skrifa!

Innanbæjar er eyðslan hins vegar mun meira 15-18 að jafnað. Það verður vonandi eitthvað betra í sumar og örugglega mun verra í vetur. Ágætlega sprækur og mjög þéttur og fínn þótt hann sé keyrður rúmlega 150þús km.

Ef vel er rýnt í myndina sést rafmagnssnúra koma út úr grillinu vinstra meginn við númerið. Þetta er fyrir rafhitara, einn á olíupönnuna, annan á kælivatnið og venjulega einn á rafgeiminn og jafnvel á sjálfskiptinguna. Þessum hiturum stingur maður í samband ef það er meira en 20 stiga frost til að forhita bílinn í allaveganna tvo tíma áður en lagt er af stað.

Bíll í þokkalegu lagi með vetarolíu og kælivökva startar venjulega í 40 stiga frosti jafnvel þótt hitararnir séu ekki tengdir en reynir auðvitað skelfilega á allan vélbúnað.

Þetta var ein ástæðan fyrir því að gamla Isuzunum var skipt út. Sá reyndist eftir á að hyggja hafa verið með tvo ónýta og einn ótengdan hitara. Fór samt í gang eftir að hafa staðið allan daginn óhreyfður í 45 stiga frosti en gekk skiljanlega afar truntulega.

Datt í hug að hann væri olíulítill og bæti úr brúsa á hann. Það fór eitthvað fyrir hjartað á honum og á endanum ældi hann af sér mikið til allri olíu af vélinni út um gatið fyrir olíumælistikuna.

Image
Image

Merilegt nokk virðast ekki hafa orðið varnlega skemmdir á vélinni en varð nú samt til þess að við keyptum nýrri bíl.

Það eina sem er að angra okkur með Fordinn annað en innanbæjar eyðslan er að hann vill festast í Park þegar hann er kaldur. Þarf að jugga stönginni fram og aftur oft þó nokkrum sinnum áður en læsingin losnar og hægt er að skipta í gír. Fer með hann í umboðið við tækifæri og röfla því þetta er víst þekkt vandamál sem átti að hafa verið lagað í innköllun.
2013 Toyota Highlander Hybrid
2006 Ford Explorer Hákur Seldur
2008 Toyota Prius Sparibaukur
1995 Isuzu Rodeo Seldur


ice86
Innlegg: 4
Skráður: 15.maí 2010, 13:26
Fullt nafn: Einar Þór Hreinsson
Staðsetning: Reykjavík

Re: Ford exlporer

Postfrá ice86 » 15.júl 2013, 23:39

Ég er með einn Ford Explorer 2003 árgerð og hann er ekinn um 160.þ það eina sem ég hef þurft að gera er að skipta um hjólalegu (hub) vinstra megin að framan og svo skipta reglulega um olíu á sjálfskiptingunni og hann hefur verið til friðs enn hvað varðar eyðslu þá finnst mér hann eyða óþarflega mikið því ég er líka með LC90 á 38" disel. og hann eyðir minna eldsneyti en Ford-inn en já það er skemmtilegt að ferðast í Ford og hann er þægilegur og fer vel með alla sem í honum eru.


Rodeo
Innlegg: 74
Skráður: 01.aug 2012, 01:01
Fullt nafn: TUMl TRAUSTAS0N
Bíltegund: Ford Explorer
Staðsetning: Alaska

Re: Ford exlporer

Postfrá Rodeo » 16.júl 2013, 08:41

Hvað hefur skipt oft um olíu á sjálfskiptingunni?

Minn er næsta kynslóð eftir þínum 2006 sem ku vera með stabílli sjálfskiptingu.

Málið er að hann kom ekki með smurbók þannig að ég hef ekki hugmynd um hvort að það sé búð að skipta um á sjálfskiptingunni á honum þó hann sé að detta í 100þúsund mílur (160þús KM) en er viss um að ef það hefur verið gert er það sjálfsagt drjúglangt síðan.

Vesenið er að það er ekki venjulegu olíukvarði á skiptingunni þannig að það er ekki hægt að sjá hvernig vökvinn lítur út eða hvort það er nóg af honum. Virðist sem það eigi að kíkja á hana minnsta kosti á 30þús mílna fresti skv leiðbeiningum.

Hef heyrt allmennar hryllingsögur af því að eiga við vanræktar skiptingar þó svo sem ekkert sérstakt um Ford.

Hann skiptir fínt þannig að ég er ekki viss um hvað ætti að gera. Leyfa öllu að eiga sig eða láta skola skiptinguan duglega út, veit einhver?
2013 Toyota Highlander Hybrid
2006 Ford Explorer Hákur Seldur
2008 Toyota Prius Sparibaukur
1995 Isuzu Rodeo Seldur


Til baka á “Ford”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur