Síða 1 af 1

hvernig blöndung og hvar er best að kaupa hann?

Posted: 01.aug 2012, 21:55
frá ojons
jæja nú ætla ég að kaupa mér nýjan blöndung á 302 mótor sem ég er með ofaní lúxanum mínum.
Ég er búinn að fjárfesta í edelbrock performer milliheddi,
hvaða blöndung mæla menn með? og hvar er haghvæmast að kaupa nú til dags?

kv. Óskar

Re: hvernig blöndung og hvar er best að kaupa hann?

Posted: 02.aug 2012, 01:43
frá arnisam
Eru þessir Truck Avenger blöndungar ekki sniðugastir. Eru smíðaðir fyrir Off Road Use. Reyndar er talað um að þeir séu ekki hentugir fyrir bíla sem eru notaðir á vegum vegna meiri eyðslu.
http://www.summitracing.com/search/Part-Type/Carburetors/?keyword=truck+avenger
Sennilega billegast að panta sjálfur, hef keypt töluvert mikið af Summit og það hefur ekki klikkað hingað til. Annars er hellingur af fínum notuðum blöndungum á klakanum, spurning um að finna einn góðan á kvartmíluspjallinu eða á spjallinu hjá Bílaklúbb Akureyrar.

Re: hvernig blöndung og hvar er best að kaupa hann?

Posted: 03.aug 2012, 09:17
frá ojons
meiri eyðsla heillar mig ekki, hann eyðir samt allveg nóg.
ég væri til í að heyra reynslu sögur hjá mönum,
eru þessir offroad blöndungar áberandi betri hvað varðar halla og svoleiðis?
og hvað mæla menn með stórum blöndung á svona litla áttu 5-6-700cfm?
ég ætla mér að nota bílin aðallega sem ferðabíl þannig að ég er helst að leita eftir hagkvæmni og áreiðanleika.
hvaða tegund mæla menn með holley-edelbrock-.....?

Re: hvernig blöndung og hvar er best að kaupa hann?

Posted: 03.aug 2012, 14:07
frá JeepKing
var einu sinni með truck avenger 650 frekar en 670 á 351 eiddi alveg haug..
er þá ekki málið að fá sér flying toilet? kostar samt held ég alveg 2.000 dollars.

Re: hvernig blöndung og hvar er best að kaupa hann?

Posted: 03.aug 2012, 19:48
frá 66 Bronco
Gættu þín bara helst á því að hafa ekki of stóran blöndung, það er ástæðulaust að drekkja lítilli vél. Ég eyði púðri í að hafa kveikjuhluti og kerti óslitið og torinn vel stilltan. Einhvernveginn finnst mér 650 cfm tor ekkert hafa að gera á óboraða 302. Ef 4ra hólfa er möst myndi ég hafa hann sem minnstan.

Kv, Hjörleifur.

Re: hvernig blöndung og hvar er best að kaupa hann?

Posted: 04.aug 2012, 20:51
frá ojons
ef ég ætti 2000dollara þá mundi ég nú bara kaupa hressari mótor...

ég er búinn að vera horfa svoldið á edelbrock performer 500cfm.
er maður eitthvað að græða á því að fara í 600cfm annað en meiri eyðslu?
Ég á reyndar til msd 6al kveikju heila sem ég ætla líka að fara koma í lúxan og það er núþegar msd blaster háspennukefli ef það skiptir einhverju máli í vali á blöndung.

Re: hvernig blöndung og hvar er best að kaupa hann?

Posted: 07.aug 2012, 20:52
frá Goði
Hér getur þú séð hvernig blöndungur hentar þinni vél.

http://holley.com/applications/CarburetorSelector/CarbSelection.asp