Síða 1 af 1

Ford Bronco vill ekki í gang

Posted: 30.júl 2012, 19:51
frá ommi
Sælir!

Ég er með 1974 Ford Bronco 6cyl sem hefur undanfarið ekki viljað fara í gang. Ég keyrði hann rétt fyrir sumar og þá var gangurinn helvíti truntulegur, en bíllinn gekk nú samt sem áður. Ég og pabbi fengum vin hans í þetta sem er bifvélavirki og hann stillti kveikjuna og fiktaði í þessu eftir bestu getu. Hann tók síðan kveikjuna uppúr og setti aftur í og eftir það fór bíllinn að sprengja svo svakalega. Hann fór samt ekki ennþá í gang, heldur sprengdi bara þegar við reyndum að starta. Við skiptum um allt í kveikunni og prófuðum meira að segja að skipta um kveikju. Ekkert breyttist og í framhaldi að því skiptum við um blöndung. Bíllinn fer ennþá ekki í gang og við erum farnir að hallast að því að það þurfi einfaldlega að fá einhvern Ford snilling í þetta sem að veit nákvæmlega hvað hann er að gera.
Því spyr ég, kæru spjallverjar, vitið þið um einhverja svoleiðis menn? Við stöndum alveg á gati, því það getur nú fátt annað verið að heldur en einfaldlega að kveikjan sé bara vitlaus.

kv. Ögmundur

Re: Ford Bronco vill ekki í gang

Posted: 30.júl 2012, 20:10
frá Offari
mér finnast þessar sprengingar benda til þess að kveikjan hafi verið sett vitlaust í eða kveykjuröðin hafi ruglast.

Re: Ford Bronco vill ekki í gang

Posted: 30.júl 2012, 21:35
frá sukkaturbo
Sammála hún hefur farið vitlaust niður prufaðu að taka hana upp úr og snúa öxlinum um hálfhring

Re: Ford Bronco vill ekki í gang

Posted: 30.júl 2012, 22:46
frá olei
Líklegast að kveikjutími/röð sé í rugli.

Hvar ertu á hnettinum?