Ford Bronco vill ekki í gang
Posted: 30.júl 2012, 19:51
Sælir!
Ég er með 1974 Ford Bronco 6cyl sem hefur undanfarið ekki viljað fara í gang. Ég keyrði hann rétt fyrir sumar og þá var gangurinn helvíti truntulegur, en bíllinn gekk nú samt sem áður. Ég og pabbi fengum vin hans í þetta sem er bifvélavirki og hann stillti kveikjuna og fiktaði í þessu eftir bestu getu. Hann tók síðan kveikjuna uppúr og setti aftur í og eftir það fór bíllinn að sprengja svo svakalega. Hann fór samt ekki ennþá í gang, heldur sprengdi bara þegar við reyndum að starta. Við skiptum um allt í kveikunni og prófuðum meira að segja að skipta um kveikju. Ekkert breyttist og í framhaldi að því skiptum við um blöndung. Bíllinn fer ennþá ekki í gang og við erum farnir að hallast að því að það þurfi einfaldlega að fá einhvern Ford snilling í þetta sem að veit nákvæmlega hvað hann er að gera.
Því spyr ég, kæru spjallverjar, vitið þið um einhverja svoleiðis menn? Við stöndum alveg á gati, því það getur nú fátt annað verið að heldur en einfaldlega að kveikjan sé bara vitlaus.
kv. Ögmundur
Ég er með 1974 Ford Bronco 6cyl sem hefur undanfarið ekki viljað fara í gang. Ég keyrði hann rétt fyrir sumar og þá var gangurinn helvíti truntulegur, en bíllinn gekk nú samt sem áður. Ég og pabbi fengum vin hans í þetta sem er bifvélavirki og hann stillti kveikjuna og fiktaði í þessu eftir bestu getu. Hann tók síðan kveikjuna uppúr og setti aftur í og eftir það fór bíllinn að sprengja svo svakalega. Hann fór samt ekki ennþá í gang, heldur sprengdi bara þegar við reyndum að starta. Við skiptum um allt í kveikunni og prófuðum meira að segja að skipta um kveikju. Ekkert breyttist og í framhaldi að því skiptum við um blöndung. Bíllinn fer ennþá ekki í gang og við erum farnir að hallast að því að það þurfi einfaldlega að fá einhvern Ford snilling í þetta sem að veit nákvæmlega hvað hann er að gera.
Því spyr ég, kæru spjallverjar, vitið þið um einhverja svoleiðis menn? Við stöndum alveg á gati, því það getur nú fátt annað verið að heldur en einfaldlega að kveikjan sé bara vitlaus.
kv. Ögmundur