Explorer Kostir og Gallar


Höfundur þráðar
magnum62
Innlegg: 201
Skráður: 19.aug 2011, 17:10
Fullt nafn: Magnús Guðmundsson
Bíltegund: Izusu Trooper 3.0 l

Explorer Kostir og Gallar

Postfrá magnum62 » 11.maí 2019, 17:11

Vantar upplýsingar um þessa bíla frá sca. 97 til eitthvað.
Rodeo
Innlegg: 74
Skráður: 01.aug 2012, 01:01
Fullt nafn: TUMl TRAUSTAS0N
Bíltegund: Ford Explorer
Staðsetning: Alaska

Re: Explorer Kostir og Gallar

Postfrá Rodeo » 13.maí 2019, 06:42

Farið ágætlega yfir þetta hér viewtopic.php?f=15&t=12516&p=92693&hilit=explorer+alaska#p92693

Þokkalegustu bílar, til þess að gera kraftmiklir og góðir í akstri vandinn er þorstlæti einkum innanbæjar og skiptingar sem endast illa. Þetta tvennt varð til þess að við losuðum okkur við þann sem við áttum.
2013 Toyota Highlander Hybrid
2006 Ford Explorer Hákur Seldur
2008 Toyota Prius Sparibaukur
1995 Isuzu Rodeo Seldur

User avatar

íbbi
Innlegg: 1340
Skráður: 02.feb 2012, 04:02
Fullt nafn: ívar markússon

Re: Explorer Kostir og Gallar

Postfrá íbbi » 13.maí 2019, 08:48

hef ekki átt svona bíl sjálfur, en haft til afnota á tímabili og þónokkrir í kring um mann, þ.a.m eru tveir vinnufélagar mínir á svona bílum.

sjálfskiptingarnar í þessum bílum eru afar veikar, hvort það er árgerðatengt þekki ég ekki, en ég hef ekki töluna á því hvað ég hef séð marga svona fara með skiptingu í gegn um árin.

hef heyrt af tímakeðjuveseni á 4.0l mótornum. skylst að þær séu leiðinlegar viðureignar.

af þessum tveim sem eru í kring um mig núna, þá er annar þeirra búinn með þetta allt og er með ónýta skiptingu í augnablikinu, hinn hefur verið alveg til friðs.


þessir bílar hafa síðustu ár fengist á ótrúlega billegum verðum í samanburði við annað. þetta eru ágætir bílar í akstri og umgengni, ég fékk svona bíl til afnota í smá tíma fyrir rúmum 10 árum, þá ca 4 ára gamall bíll, ég kunni ágætlega við hann í akstri en fannst innréttingin í honum alveg hrikalega ekki á pari við annað hvað gæði varðar. en það er bara þannig með ameríska bíla frá þessum árum.
annað sem hefur vakið athygli mína við þessa bíla, sérstaklega þegar ég var að skipta um spyrnur undir einum er hversu hrikalega lágt er undir hjólabúnaðinn á þeim. kom mér á óvart

af vélunum tveim þá myndi ég klárlega reyna finna 4.6l bíl, eyðslumunurinn er hverfandi, ef einhver hreinlega. ég myndi líka reyna finna 06+ bíl, en það er bara af því að mér finnst þeir almennt smekklegri að innan sem utan

ég persónulega eftir að hafa notað bæði svona bíl og svo expedition myndi alltaf kjósa expedition frekar., expedition eyddi jafnvel meira en explorerinn, en þeir voru báðir orðnir það eyðslufrekir hvort sem er.. en sá stori fannst mér öllu skemmtilegri bíll.

ég hef átt töluvert af bensínhákum í gegn um tíðina, og mín reynsla er sú að það er alveg sama hvað það heitir, þeir eru flestir í 20l+ innanbæjar ef þú passar þig ekki og svo ná þeir eitthvað aðeins undir það ef þú passar þig. mér hefur alltaf þótt v6 jepparnir eyða jafnvel meiru en v8 bílarnir. t.d eyddi v6 pajero meiru hjá mér en v8 suburban. ég hef kennt því um að þessir littlu mótorar hafa ekki low end togið sem v8 bílarnir hafa, og því kemst maður upp með að keyra v8 bílana á minni gjöf við margar aðstæður

það fást lincoln útgáfur af báðum bílum, aviator og navigator
1996 Dodge Ram. 38" á breitingaskeiðinu
2004 Ford F150 .
1991. Toyota 4Runner 44" einnig á breytingaskeiðinu.


Höfundur þráðar
magnum62
Innlegg: 201
Skráður: 19.aug 2011, 17:10
Fullt nafn: Magnús Guðmundsson
Bíltegund: Izusu Trooper 3.0 l

Re: Explorer Kostir og Gallar

Postfrá magnum62 » 21.maí 2019, 05:15

Takk fyrir þetta ibbi. Mjög gagnlegt.


Til baka á “Ford”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur