Á vinstri hlið pallsins er olíuáfyllingarlokið og það þvingar brettakantana til að sitja full aftarlega m.v. orginal staðsetningu á hásingu. Munum færa aftar og hækka upp loftpúðasætin, breyta stífunum svo þær verði allar stillanlegar á lengd og setja dempara og samsláttarpúða í rétta stöðu m.v. nýja staðsetningu á hásingu.

Frammendinn, þarna eru 65 mm álklossar í honum og stýfurnar síkkaðar um 60 mm. Efri gormasætin eru á stórum brakketum sem halda líka samsláttarpúðum og dempurum.

Fjarlægðum hnoðin sem halda brakketunum, færðum niður um 10 cm og suðum fast.


Settum prófíl milli brakkets og grindar ofan við þar sem samsláttarpúðarnir eru svo álagið frá þeim fari beint upp í grind.

Ívar að smíða nýja stífuturna fyrir framstýfurnar.
