Síða 1 af 1

360 cu.in. startvandræði, er með throttle-body injection

Posted: 18.jan 2015, 21:01
frá thor_man
Um er að ræða Ram Van með 360 cu.in. árgerð '91, og fæst hann ekki í gang nema með snafsi en þá gengur hann líka fínt. Það er sem sagt loftspjalds-innspýting á honum (throttle-body injection). Bíllinn stóð nokkur ár án gangsetningar og hefur látið svona síðan farið var að eiga við hann á ný. Hverju er helst að horfa eftir í þessu systemi, er einhver ventill eða úðari sem gefur inn við start og gæti verið stíflaður? Allar ábendingar vel þegnar.

Re: 360 cu.in. startvandræði, er með throttle-body injection

Posted: 19.jan 2015, 08:32
frá jongud
Spíssarnir gætu verið "gúmmaðir" þ.e. gamalt bensín orðið klesst eins og hor í spíssagötunum. Það eru til ýmsar aðferðir til að hreinsa þetta en allar sem ég hef séð innihalda svo til algert niðurrif á innspýtingardótinu.