Bremsulaus gamall hrútur

User avatar

Höfundur þráðar
powerram
Innlegg: 46
Skráður: 27.nóv 2010, 10:12
Fullt nafn: Gunnar Þormar Þorsteinsson

Bremsulaus gamall hrútur

Postfrá powerram » 25.feb 2013, 01:30

Er með 91 ram sem er með anti lock að aftan (abs). Vantar að vita hvernig abs pungurinn snýr og hvernig á að tengja bremsurörin inn á hann. Hann á að vera innan á grindinni v/m fyrir aftan afturhásingu. Reif hann úr þegar ég setti bílinn á loftpúða að aftan og hef sennilega soðið yfir götinn sem hann var og svo skemmdust bremsurörin þegar þetta var tekið úr. Þessi búnaður er í 91-93 bílunum þannig að ef að þið eigið svona bíl eða vitið um aðila sem á svona bíl væri gott að fá upplýsingar um það hvernig pungurinn á að snúa og hvernig rörin tengjast inn á hann ;)

Kveðja Gunnar
s 8619681
Viðhengi
DSCN0896.JPG
DSCN0895.JPG
DSCN0894.JPG


Dodge power ram 250 91' á 44"
cummins 5,9 TDI 518 skipting og NP205
Dana 60 og 70 með 4,56 og arb lásum
4link með púðum að aftan og hellingur
að flatjárnum að framan ;)


siggigretarram
Innlegg: 1
Skráður: 30.jan 2013, 20:32
Fullt nafn: sigurður gretar pálsson
Bíltegund: ram 91

Re: Bremsulaus gamall hrútur

Postfrá siggigretarram » 26.feb 2013, 00:14

Ég á einn svona bara með aftur drifi,er í Reykjavik ef þú vilt kíkja undir.Síminn minn er 8451087. Gaman væri að vita hvað margir svona 91 hrútar eru á götuni. =O)


sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Bremsulaus gamall hrútur

Postfrá sukkaturbo » 26.feb 2013, 11:41

Sæll Gunnar hvað geri maður ekki fyrir félagana hér á spjallinu. Skellti mér á skeljarnar eins og ég væri að biðja mér eiginkonu og ætlaði að taka mynd en ekki dugði það til að koma hausnum undir hinn óbreitta Ram svo ég fór þá alla leið á húddið og synti bringusund undir óbreittan Raminn og hélt ofan í mér andanum því frekar mikil rigning er hér og blautt á götu og skellti mynd af draslinu.Það þurfti tvo fílhrausta menn til að draga mig undan bílnum, en þá var hundurinn búinn að toga ótæpilega í buxurnar mínar og voru þær komnar niður á miðja leggi. kveðja guðni á sigló
Viðhengi
DSC03670.JPG
DSC03669.JPG
DSC03671.JPG

User avatar

Höfundur þráðar
powerram
Innlegg: 46
Skráður: 27.nóv 2010, 10:12
Fullt nafn: Gunnar Þormar Þorsteinsson

Re: Bremsulaus gamall hrútur

Postfrá powerram » 26.feb 2013, 21:17

Takk kærlega fyrir þetta Guðni ! Þetta sést vel á þessum myndum hjá þér hvernig þetta á að vera. Þá þarf maður ekki að kíkja undir bílinn hjá Sigurði. Leitt að þú hafir þurft að bleyta buxunar fyrir þetta :) Ætli það sé nokkuð orðið svo mikið eftir af þessu bílum hérna, margir orðnir lífæragjafar. Eru sennilega bara betri þannig :)
Dodge power ram 250 91' á 44"
cummins 5,9 TDI 518 skipting og NP205
Dana 60 og 70 með 4,56 og arb lásum
4link með púðum að aftan og hellingur
að flatjárnum að framan ;)


sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Bremsulaus gamall hrútur

Postfrá sukkaturbo » 26.feb 2013, 23:02

Sæll Gunner ekki málið hafðu samband ef ég get eitthvað gert fyrir þig kveðja guðni


Til baka á “Dodge”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 6 gestir