Síða 1 af 1

Spindlar í Suburban

Posted: 12.feb 2012, 22:44
frá Blazer K5
sælir

er nú bara að velta fyrir mér hvar menn hafa verið að kaupa spindla í svona fullvaxna bíla?
er það bara Stál og Stansar, eða ætti maður að skoða þetta einhversstaðar annarsstaðar?

maður hefur heyrt af spindlum sem hafa verið að endast ekki nema árið, vil frekar borga soldið meira og láta þetta eindast eitthvað

Re: Spindlar í Suburban

Posted: 12.feb 2012, 23:02
frá spámaður
sæll..ég verslaði spindla af jeppasmiðjuni á ljónstöðum í gmc sierra 6.5.þeir voru ónýtir eftir 8 þúsund km(man ekki tegundina)
bað vinsamlegast um aðra tegund af spindlum (sem hétu qualis og á þeim stóð made in china).seldi svo bílinn þannig að ég veit ekki hvað þeir munu endast.
orginal spindlarnir voru í bílnum þegar ég skipti í 345.000 km þannig að orginal skíturinn er winner í þessu dæmi.
skoðaðu bara vel það sem er í boði.
kv hlynur

Re: Spindlar í Suburban

Posted: 13.feb 2012, 01:17
frá Freyr
Það er ein tegund sem ber höfuð og herðar yfir allar aðrar í þessum efnum skv. ljónstaðarbræðrum, H.Jónsson og Stál og Stansar og það er MOOG. Kúlurnar frá þeim kosta um 3x meira en annað (raybestos, allskonar dót merkt bílaframleiðendum o.s.frv.) en eiga að vera mun betur smíðaðar.

Er með d30 að framan hjá mér og setti 4 stk. nýjar raybestos kúlur í bílinn þegar ég breytti honum. Eftir um 5.000 km. var komið pínu slag í efri spindlana b.m., samt smyr ég í þetta á kanski 2-3.000 km fresti. Ákvað að fara í MOOG efri kúlur í staðinn og sjá hvað þær endast.

kv. Freyr

Re: Spindlar í Suburban

Posted: 13.feb 2012, 12:34
frá Sævar Örn
Ekki kaupa raybestos spindla og stýrisenda, sumir eru í lagi og endast, aðrir hrynja í sundur og skemma bílinn ef ökumaðurinn er ekki þeim mun næmari á aukahljóð innan 10000 km, ég er ekki að tala um 1 eða 2 dæmi heldur 4 eða 5 sem ég þekki til persónulega.

Re: Spindlar í Suburban

Posted: 13.feb 2012, 12:35
frá Blazer K5
já takk fyrir þetta,
hafði nefnilega heyrt að það væri hægt að fá algert rusl og það er greinilega rétt. og þetta er nú ekki það skemmtilegasta sem maður þarf að skipta um;)

en er ég ekki að skilja þig rétt með það að þessar kúlur fáist hjá H.Jónss. og stál og stönsum, eða þarf maður að finna þetta á netinu?

kv.
Diddi

Re: Spindlar í Suburban

Posted: 13.feb 2012, 13:52
frá Freyr
MOOG er sjaldan til hér heima. Fékk reyndar efri kúlur um daginn í minn hjá H.Jónsson en geri frekar ráð fyrir að það þurfi að panta þetta.

Re: Spindlar í Suburban

Posted: 13.feb 2012, 14:00
frá ivar
Setti MOOG í ford F350 núna þegar orginal fóru. Er kominn í 5000km síðan og ekkert gert :) frábær byrjun

Re: Spindlar í Suburban

Posted: 13.feb 2012, 17:04
frá stebbiþ
Ekki veit ég hvernig bíl þú ert með, en hér eru t.d. MOOG efri og neðri spindilkúlur í 1995 Suburban 2500. Veit ekki hvað þetta myndi kosta hér á skerinu með íslenskri 500% búðarálagningu.

Kv, Stebbi Þ.

http://www.summitracing.com/search/Year ... all+joints

Re: Spindlar í Suburban

Posted: 13.feb 2012, 17:18
frá stebbiþ
Smá vitleysa, þessar spindilkúlur eru báðar neðri. Eina efri kúlan virðist vera eitthvað kínadót.

Kv, Stebbi

Re: Spindlar í Suburban

Posted: 13.feb 2012, 20:08
frá Blazer K5
takk fyrir allt þetta.

Bíllinn sem ég er með er Suburban Silverado 20 árg 1986 og þetta er í 10 bolta hásingu.

fann þetta hér


http://www.summitracing.com/search/Make/CHEVROLET/Brand/Moog-Chassis-Parts/Year/1986/Drivetrain/4WD/Model/K20/?keyword=ball+joints

þetta ætti allavega að passaog virðist vera komið heim á hlað fyrir ca. 22.000.