Síða 1 af 1
chevy blazer 1984
Posted: 28.jan 2012, 20:28
frá magnusv
er búinn að leita útum allt um hvaða mótor er í þessu drasli veit að hann er 2,8 en veit ekki hvað mótorinn heitir las að þetta væri sami mótor og kom í sunfire en hann er með 4gíra kassa ef það hjálpar eitthvað.. og hvað koma þessir bílar á orginal stórum dekkjum? það eru eitthver aumingja leg 16" dekk undir honum núna
Re: chevy blazer 1984
Posted: 28.jan 2012, 20:47
frá HaffiTopp
Re: chevy blazer 1984
Posted: 28.jan 2012, 21:05
frá magnusv
snilld takk fyrir þetta! en hvað eru stór dekk undir þessu orginal? er þetta ekki sama gatadeiling sem er undir cherokee frá svipuðum tíma?
Re: chevy blazer 1984
Posted: 28.jan 2012, 21:27
frá Kiddi
Nei Cherokee er með 5 göt og 4.5" þvermál á deilingunni á meðan að Chevy notaði 5 göt á 4.75" þvermáli
Re: chevy blazer 1984
Posted: 28.jan 2012, 21:33
frá jeepson
Þessir bílar komu orginal bara á títlum. ætli það sé ekki 215/65-15 eða 16. pabbi á svona bíl með 2,8 og ssk og hann mixaði lödu blöndung á hann til að sjá hvort að druslan eyddi minna. Einnig kom cherokee með þessari vél. Það var víst algengt að þessar vélar hrundu.. Það var búið að yfirfara vélina í cherokeeinum sem að ég átti semsagt fyrri cherokeeinum sem að ég átti. Hinn var 4lítra sem að ég átti. Og það var að mig minnir búið að yfirfara vélina í blazernum hans pabba líka og hún hrundi. Þegar hann setti hina 2.8 vélina í hann mixaði hann lödublöndunginn á hana. En gafst svo upp á þessu. en það er þræl gott að keyra þessa S10 blazera.
Re: chevy blazer 1984
Posted: 29.jan 2012, 03:45
frá magnusv
jaa andskotin gæti fengið cherokee felgur á slikk.. en hvernig fór þetta með lödu blöndungin? virkaði þetta eitthvað fyrir hann? og hvernig er það með kúplinguna í þessum bíl hef átt 2 svona bíla og þeir eru báðir með svo vangefið stífa kúplingu.. þarft að taka 500kíló í fótapressu til að ýta þessu rusli niður.. og hvað var þessi mótor hjá pabba þínum að eyða fyrir og eftir breytingar?
Re: chevy blazer 1984
Posted: 29.jan 2012, 11:18
frá jeepson
Bíllinn eyddi 15-20 á hundraði hjá honum. Ég man að hann fór í gang með lödu blöndunginum. En þó fór að leka vatn og svo lak hann meðfram pústgreinunum og kallinn nennti ekki að standa meir í þessu. En ég veit að hann hafði áður sett lödu blöngung á einhvern amerískan bíl sem ða datt niður í eyðslu. Ég man bara ekki hvaða bíll það var.. En allavega að þá er þetta hægt. Hann notaði blöndung af lödusport.
Re: chevy blazer 1984
Posted: 29.jan 2012, 17:43
frá magnusv
það er sov svaklega mikið fendergap núna hann er á eitthverjum 210 60 R15 eða eitthvað núna man ekki hvað hann er á stórum dekkjum en ég er nokkuð viss um að hann ætti að koma öðrum túttum undir hann.. bíllinn er svo svakalega lár líka er með lancer og þeir eru svipað háir í loftinu
Re: chevy blazer 1984
Posted: 29.jan 2012, 18:21
frá magnusv
Big Red wrote:hann á að vera á 215/65-16.
Með mótormál. finndu þér kram úr nýrri bíl þá 4 lítra kram. eða díselmótor úr cherokee ;)
úr cherokee þá? eru það sömu mótorfestingar og hefur það eitthvað verið að duga?
Re: chevy blazer 1984
Posted: 29.jan 2012, 18:29
frá Kiddi
Líka hægt að setja í þetta 3.8 V6 úr Camaro (og fleiri bílum). Gengur beint á skiptinguna og í festingar.
Re: chevy blazer 1984
Posted: 29.jan 2012, 18:53
frá magnusv
Kiddi wrote:Líka hægt að setja í þetta 3.8 V6 úr Camaro (og fleiri bílum). Gengur beint á skiptinguna og í festingar.
en hvað með tölvu og það vesen? er það ekki helvítis bruðl.. þessi bíll er með 2,8 blöndungs og 4gíra kassa og óvenjulega stífa kúplingu.. er þetta eitthvað sem þeir koma bara með eða er ég með ónýta kúplinspressu?
Re: chevy blazer 1984
Posted: 29.jan 2012, 22:51
frá Kiddi
Heyrðu ég var að rugla. Það var 3.4 Camaro mótorinn sem gengur á milli en það er sama sagan, innspýting þar á ferð en svo sem alveg séns á að milliheddið gangi á milli. Allavega vert að spá í ef þú finnur svoleiðis mótor mjög ódýrt...