felgupælingar


Höfundur þráðar
Blazer K5
Innlegg: 35
Skráður: 11.aug 2010, 12:24
Fullt nafn: Diðrik Vilhjálmsson

felgupælingar

Postfrá Blazer K5 » 09.jan 2012, 21:31

sælir.
Var að eignas forláta Suburban 1986 módel og er aðeins í dekkja/flegupælingum.

hann er með gm 10bolta að framan og 12 bolta að aftan, 8 gata gatadeiling. felgurnar sem eru undir núna er 16.5" en dekkjaúrvalið í þeirri stærð er ekkert alltof mikið.
bíllinn er núna á 35" en hann er breyttur fyrir 38"

Var að spá í hvort menn hafi verið að setja einhverjar aðrar felgur undir þessa bíla, 16" eða 17" , 15" held ég að sé of lítil.
svo var ég að spá í hvað væri æskileg felgubreidd fyrir 35" dekk og svo 38" dekk?


Diðrik Vilhjálmsson
8204787

Chevrolet Suburban K20 1986
Volvo 244 GL(E) 1979
Volvo 264 GLE 1980
Volvo 240 GL 1981
Volvo 740 GL 1984
Volvo 740 GL steisjon 1988

User avatar

powerram
Innlegg: 46
Skráður: 27.nóv 2010, 10:12
Fullt nafn: Gunnar Þormar Þorsteinsson

Re: felgupælingar

Postfrá powerram » 09.jan 2012, 22:01

Undir svona dreka myndi ég setja 16" felgur undir hann 12" breiðar fyrir 35" og allavena 14" breiðar fyrir 38" ;) Breiðum bílunum veitir ekkert af breiðum felgum ;)
Dodge power ram 250 91' á 44"
cummins 5,9 TDI 518 skipting og NP205
Dana 60 og 70 með 4,56 og arb lásum
4link með púðum að aftan og hellingur
að flatjárnum að framan ;)


Heiðar Brodda
Innlegg: 623
Skráður: 08.mar 2010, 19:59
Fullt nafn: Heiðar Steinn Broddason
Bíltegund: 4Runner '87 38''
Staðsetning: Egilsstaðir

Re: felgupælingar

Postfrá Heiðar Brodda » 09.jan 2012, 22:49

sæll barðinn á dekkinu er 15,5 svo það er allt í lagi að fara í 16'' breiða felgu 14'' er fínt fyrir 35'' eða 13'' færð örugglega fleiri felgur á 12'' fyrir 35''
14'' er fínt á sumrin fyrir svona jálk

kv Heiðar Brodda

User avatar

ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: felgupælingar

Postfrá ellisnorra » 09.jan 2012, 23:24

14" breiðar felgur fyrir 35" ? Já sæll.
Ég er með 10" breiðar felgur fyrir mína 35" undir hiluxnum og hann stendur fínt í það, ég hef séð 12" breiða felgu á 35" en aldrei séð eða heyrt um 14" breiðar felgur fyrir 35", er ég einn um það?

Diddi finndu þér 16" felgur, mér sýnist það vera hagstæðast líka uppá úrval og verð á dekkjum.

Hvaða surbi er þetta? Legguru honum bara við hliðina á blazernum eða fær hann að víkja? :)
http://www.jeppafelgur.is/


juddi
Innlegg: 1240
Skráður: 08.mar 2010, 10:45
Fullt nafn: Dagbjartur L Herbertsson

Re: felgupælingar

Postfrá juddi » 09.jan 2012, 23:28

16" er öruglega það sem er hentugast en ég var með 15"x14" á mínu suburban á sínum tíma og 44" dekk virkaði bara þræl vel
Daggi S:6632123 snurfus@snurfus.is


Heiðar Brodda
Innlegg: 623
Skráður: 08.mar 2010, 19:59
Fullt nafn: Heiðar Steinn Broddason
Bíltegund: 4Runner '87 38''
Staðsetning: Egilsstaðir

Re: felgupælingar

Postfrá Heiðar Brodda » 10.jan 2012, 00:33

þið sunnlendingar eruð svolítið skrítnir í felgu breiddum hehe hef líka séð 44'' og 10'' breiðar felgur en 14'' og 35'' er flott við bræður vorum með 32'' á 13'' br felgum
44'' er oftast hjá okkur 16-18'' breiðar minnir að breyðast sé 46'' á 20'' br felgum undan læner er reyndar bara á 14'' á 38'' stefni á 15,5 eða 16 hef séð 38'' á 18''

kv Heiðar Brodda


juddi
Innlegg: 1240
Skráður: 08.mar 2010, 10:45
Fullt nafn: Dagbjartur L Herbertsson

Re: felgupælingar

Postfrá juddi » 10.jan 2012, 08:05

Þetta hefur svo sem breyst með árunum þó við toppum ekki austlenskar felgur en ég græjaði felgur fyrir 44"dc seinasta vetur og fór í 16,5" breidd sem kom vel út hef samt átt 2 bíla á 44"dc á 14" breiðum felgum og virkaði fínt þó ég mundi fara í breiðara í dag
Daggi S:6632123 snurfus@snurfus.is


ivar
Innlegg: 687
Skráður: 13.aug 2010, 09:03
Fullt nafn: Ívar Örn Lárusson

Re: felgupælingar

Postfrá ivar » 10.jan 2012, 09:52

Gaman að þessum mun milli sunnlendinga og austfjallafólks :)

Ég verð að viðurkenna að ég hef vegna tilviljunar prófað 44" trexus á 12" breiðum felgum og fann ekkert mikið að.
Hinsvegar hef ég farið í öfgan í hina áttina og verið með 41" Irok á 17" breiðum felgum og það var alltaf til vandræða. Mín reynsla er sú að of lítil breidd veldur ekki vandræðum en getur minnkað flot en of breiðar felgur valda reglulega vandræðum og þá sér í lagi vegna affelgana.

Ég sjáfur myndi nota 12" fyrir 35 og 14" fyrir 38 ef ég væri að velja.

Ég er sennilega að fara að láta smíða felgur fyrir 46" núna og myndi taka 16" breiðar.


gaz69m
Innlegg: 665
Skráður: 10.mar 2010, 11:54
Fullt nafn: Guðmundur Árni sigurðsson
Bíltegund: gaz69m
Staðsetning: niður við sjó í flóanum flata

Re: felgupælingar

Postfrá gaz69m » 10.jan 2012, 14:40

semsagt þá miðað við að hafa 38 tommu felgur þá hef ég 14 breiðar felgur en fyrir 35 tommu sumardekkin þá 10 tommur
sé það framleit úr sovéskustáli þá langar mig að eignast það.


Heiðar Brodda
Innlegg: 623
Skráður: 08.mar 2010, 19:59
Fullt nafn: Heiðar Steinn Broddason
Bíltegund: 4Runner '87 38''
Staðsetning: Egilsstaðir

Re: felgupælingar

Postfrá Heiðar Brodda » 10.jan 2012, 14:44

ég er sammála með 41'' dæmið félagi minn var með þau á 16'' breyðum felgum og var ekki sáttur við þau þannig en 46'' á 16'' fynst mér oog lítið en það er bar ég

kv Heiðar Brodda

User avatar

Startarinn
Innlegg: 1157
Skráður: 01.aug 2010, 12:02
Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
Bíltegund: Nissan Patrol '98

Re: felgupælingar

Postfrá Startarinn » 10.jan 2012, 20:02

Er engin hætta á að dekkin slitni hratt á köntunum ef felgurnar eru of breiðar?

Fyrir fjöldamörgum árum sá ég nýtt dekk á felgu uppí bílabúð benna á felgu sem var í breiðari kantinum, og var sagt við mig að væri of breið (ég hafði ekkert vit á þessu þá svo ég man ekkert hvaða stærð þetta var, en þetta var fín munstrað dekk svo mér dettur helst 38" Dick Cepek), en þegar var búið að pumpa í dekkið var munstrið hálf skeifulaga, þ.e. eins og miðjan myndi aldrei snerta.

Nú tala margir hérna um 14" breiðar felgur fyrir 38", ef ég man rétt er mudder t.d. gefin upp fyrir 10-12" felgur, er þá ekki orðinhætta á kantsliti?

Maður sér einmitt ef dekk eru auglýst til sölu hérna að kantarnir eru yfirleitt mun meira slitnir en miðjan
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"

User avatar

hobo
Póststjóri
Innlegg: 2490
Skráður: 31.jan 2010, 17:44
Fullt nafn: Hörður Bjarnason
Bíltegund: 1988 Ford Econoline

Re: felgupælingar

Postfrá hobo » 10.jan 2012, 20:10

Mjóar felgur slíta dekkjum í miðjunni en breiðar slíta dekkjum í köntum, það er rétt.
Svo spilar loftþrýstingur örugglega eitthvað með.
Minn Hilux er á 38" með 15" breiðar felgur, gömlu dekkin sem voru undir honum voru einmitt slétt í köntum en 5-6 mm eftir í miðjunni.
Svo hjálpaði það ekki að það voru 14 pund í dekkjunum þegar ég fékk hann.

Ég myndi segja að 13"-14" breiðar felgur fyrir 38" dekk séu gullni meðalvegurinn hvað varðar slit.


7,3iditdi
Innlegg: 64
Skráður: 06.jan 2012, 14:17
Fullt nafn: Guðmundur Guðmundsson

Re: felgupælingar

Postfrá 7,3iditdi » 10.jan 2012, 20:14

gott að lesa þetta mín skoðun er sú að 17" til 18" breiðar felgur sé nóg fyrir þessi breiðustu dekk sem við notum þeas 19,5" uppi 21 á bredd. Breidd á felgum er umdeild en ég held að það sé mest vegna þess að diagonal dekk þurfa breiðari felgur en radial dekk til að virka í snjónum. Fyrir öll radial dekk gildir að felgan þarf að vera aðeins breiðari en stífi hluti banans eða munstrið á dekkinu. Radial dekk á of mjóum felgum slíta upp köntunum og eru leiðinleg í akstri þetta er kannski svolítið öfugsnúið en skýrist kannski á myndum.Jeppi á of mjóum felgum er oft slæmur í hliðarhalla vegna þess að hliðin á dekkinu sem er upp í brekkuna togar banann upp að innanverðu.
Diagonal dekk drífa vel í snjónum á mjög breiðum felgum, jafnvel þó felgan sé höfð næstum helmingi breiðari en baninn Þetta á ekki við um radial dekk af fyrrnefndum ástæðum (belgurinn) og ætti felgan ekki að vera meira en 15% breiðari en stífi hluti banans eða mynstrið á radial dekki.

User avatar

jeepcj7
Innlegg: 1697
Skráður: 01.feb 2010, 08:46
Fullt nafn: Hrólfur Árni Borgarsson
Bíltegund: F-250 Powerstroke
Staðsetning: Akranes

Re: felgupælingar

Postfrá jeepcj7 » 10.jan 2012, 20:19

Bróðir minn keyrði út 1 gang af 38" GH á 12" breiðum felgum svo til alltaf 30 pund í dekkjunum en þau slitnuðu samt 40% meira á köntunum en miðjunni bæði framan og aftan þetta var undir 1500 ram sem vigtaði svipað og patrol 2600 kg.
Heilagur Henry rúlar öllu.

User avatar

hobo
Póststjóri
Innlegg: 2490
Skráður: 31.jan 2010, 17:44
Fullt nafn: Hörður Bjarnason
Bíltegund: 1988 Ford Econoline

Re: felgupælingar

Postfrá hobo » 10.jan 2012, 20:50

jeepcj7 wrote:Bróðir minn keyrði út 1 gang af 38" GH á 12" breiðum felgum svo til alltaf 30 pund í dekkjunum en þau slitnuðu samt 40% meira á köntunum en miðjunni bæði framan og aftan þetta var undir 1500 ram sem vigtaði svipað og patrol 2600 kg.


Æi þá veit ég ekkert um þetta, hehe..


Valdi B
Innlegg: 657
Skráður: 18.feb 2011, 13:16
Fullt nafn: þorvaldur björn matthíasson
Staðsetning: Suðurland

Re: felgupælingar

Postfrá Valdi B » 11.jan 2012, 05:00

þetta er einfalt!

38" á að vera á 14" til 15" felgum

41-42" á að vera á 14-16" breiðum felgum

44" dc á að vera á 16-18" breiðum felgum

46" á að vera á svona 16-19 " breiðum felgum

ég er með 38" gh á 14" breiðum felgum

er að fara að láta smíða fyrir mig felgur fyrir 44 dc
þær verða 17" breiðar og ég mun sennilega láta setja bed lock á þær og úrhleypibúnað , ætti að græða eina tommu í viðbót þar ekki rétt...
Ford Bronco 1974 (Z-444)
Ford Bronco 1968 33"(L-1029)
Toyota Hilux dc 38" 2000
Toyota LandCruizer 90 31" 2000

User avatar

Freyr
Innlegg: 1704
Skráður: 01.feb 2010, 10:52
Fullt nafn: Freyr Þórsson

Re: felgupælingar

Postfrá Freyr » 11.jan 2012, 10:50

7,3iditdi wrote:gott að lesa þetta mín skoðun er sú að 17" til 18" breiðar felgur sé nóg fyrir þessi breiðustu dekk sem við notum þeas 19,5" uppi 21 á bredd. Breidd á felgum er umdeild en ég held að það sé mest vegna þess að diagonal dekk þurfa breiðari felgur en radial dekk til að virka í snjónum. Fyrir öll radial dekk gildir að felgan þarf að vera aðeins breiðari en stífi hluti banans eða munstrið á dekkinu. Radial dekk á of mjóum felgum slíta upp köntunum og eru leiðinleg í akstri þetta er kannski svolítið öfugsnúið en skýrist kannski á myndum.Jeppi á of mjóum felgum er oft slæmur í hliðarhalla vegna þess að hliðin á dekkinu sem er upp í brekkuna togar banann upp að innanverðu.
Diagonal dekk drífa vel í snjónum á mjög breiðum felgum, jafnvel þó felgan sé höfð næstum helmingi breiðari en baninn Þetta á ekki við um radial dekk af fyrrnefndum ástæðum (belgurinn) og ætti felgan ekki að vera meira en 15% breiðari en stífi hluti banans eða mynstrið á radial dekki.


Er ekki rétt að geta höfundar þegar efni frá öðrum er afritað? Þessi texti kemur beint af snjójeppasíðu Guðmundar
( http://gjjarn.byethost15.com/sjeppar/de ... kindex.htm).

Hobo, varðandi slitið á dekkjunum þínum, man ég ekki rétt að þú varst með Ground Hawk? Bæði Ground Hawk og Mudder slitna undantekningarlaust mikið meira á kanntinum heldur en miðjunni.

Kv. Freyr

User avatar

hobo
Póststjóri
Innlegg: 2490
Skráður: 31.jan 2010, 17:44
Fullt nafn: Hörður Bjarnason
Bíltegund: 1988 Ford Econoline

Re: felgupælingar

Postfrá hobo » 11.jan 2012, 15:41

Jú ég bæði er með og var með GH dekk.
Það hlaut að vera að dekkin væru gölluð en ekki ég :)


Höfundur þráðar
Blazer K5
Innlegg: 35
Skráður: 11.aug 2010, 12:24
Fullt nafn: Diðrik Vilhjálmsson

Re: felgupælingar

Postfrá Blazer K5 » 12.jan 2012, 00:32

jæja
skemmtilegar umræður búnar að vera í gangi, ekkert net búið að vera í sveitinni meðan blíðviðrið gekk yfir.

en nú spyr ég bara eins og bjáni, undan hvaða bílum gæti ég fengið felgur, eru allar amerískar 8 gata felgur eins eða hvað?

elliofur wrote:Re: felgupælingar
frá elliofur » 09 Jan 2012, 23:24

14" breiðar felgur fyrir 35" ? Já sæll.
Ég er með 10" breiðar felgur fyrir mína 35" undir hiluxnum og hann stendur fínt í það, ég hef séð 12" breiða felgu á 35" en aldrei séð eða heyrt um 14" breiðar felgur fyrir 35", er ég einn um það?

Diddi finndu þér 16" felgur, mér sýnist það vera hagstæðast líka uppá úrval og verð á dekkjum.

Hvaða surbi er þetta? Legguru honum bara við hliðina á blazernum eða fær hann að víkja? :)


Þetta er gamli Brákarblíllinn, Árni var á honum fyrir ca.2 árum. helvíti fínn jálkur en þarf smá umhyggju, en varðandi Blazerinn þá fær hann sennilega að fjúka fyrir rétt verð, eða eitthvað skemmtilegt dót;)
Diðrik Vilhjálmsson
8204787

Chevrolet Suburban K20 1986
Volvo 244 GL(E) 1979
Volvo 264 GLE 1980
Volvo 240 GL 1981
Volvo 740 GL 1984
Volvo 740 GL steisjon 1988


Til baka á “Chevrolet”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 2 gestir