ertu að spá í hvíta bílnum? eða bláa bílnum með biluðu skiptinguna? þeir eru báðir 97 að mig minnir
ég keyri um alla daga á chevy pikka, 1500 ext cab, sem er til þess að gera sami bíll, minn er 5.7l vortec bensín,
ég er alveg þvílíkt kátur með minn, hann hefur reynst afar vel viðhaldslega, og fer vel með mann, maður situr beinn í hnjám og hann þreytir mann lítið .
það ansi mikill munur á þeim eftir því hvaða týpu þú ert með. vinnutýpan (eins og sá hvíti) er náttúrulega bara akkurat það. ætlaður sem vinnubíll, með alveg basic vinylsæti, dúk í gólfi, önnur hurðaspjöld og flr, ekki mjög spennandi að innan. þeir fást svo með allskonar trim levelum, dýrasti er með 2 aðskilda stóla með stokk á milli og rafmagn í öllu, hægt af fá stólabílinn með 60/40 með armpúða á milli sem er hægt að breyta í sæti
bíllinn hjá mér er silverado, með fínustu innréttinguni, kannast ekki við að sætið sé of mjúkt,
varðandi eyðsluna, þá er bensínbíllinn hjá mér voða mikið að hanga í kringum 20l í pjúra innanbæjarakstri, fer niður í svona 17, hann er hinsvegar mjög nægjusamur á langkeyrslu, 11-13 með 2-3 farþega, 14l með tæpt tonn aftan í honum, og 17l með 3 tonn aftan í honum.
6.5l dieselinn er að minni reynslu ekkert miklu sparsamari, 14-17l innanbæjar, og eflaust eitthvað svipað og hinn utanbæjar, gæti alveg trúað að það muni meira á þeim ef maður væri í stanslausum drætti,
6.5l turbo í 96-98 bílunum er að mig minnir 180hö, og bara nokkuð skemmtilegur. það er náttúrulega alveg þekkt mál að þeir hafa átt við sina galla að stríða, menn eru alveg búnir að læra að rönna þessa mótora
ef þetta er 2500 bíll þá er ég sammála því sem kemur fram hér að ofan, þeir eru ansi hastir að aftan, ef þetta á bara að vera fjölskyldureið þá má alveg taka 2 blöð úr fjöðrunum, eða setja 3ja blaða úr 1500 bíl. 1500 bíllinn er mun þægilegri innanbæjar, það er aðeins öðruvísi á honum framstellið líka.
2500 bílarnir eru 14 bollta að aftan, sumir 6 gata og sumir 8, en 2500 bíllinn er trukkalegri í meðförum en 1500 bíllin, 6.5l diesel bíll af þessari árgerð er með tölustýrðri 4L80 skiptingu, sem tölvustýrð uppfærð útgáfa af gömlu 400 skiptinguni, 1500 bílarnir eru flestir með 4l60, sem er tölvustýrð útgágfa af gamla 700 kassanum, þessar skiptingar eru 4þrepa+lock up,
það er rétt hér að ofan, þarf að sinna framhjólastellinu á þeim. eins og flestum klafabílum. þetta er þungir bílar.
þarft líka að skoða ryð. þetta er orðið það gamalt, þessir bílar voru galvaníseraðir, en eru samt nokkuð ryðsæknir, ekkert m.v suma japanska bíla sem ég gæti nefnt, en það þarf að skoða sílsa og svona.
hérna er minn að innan, þessi er með plussi og 60/40 sætum,

hérna er annar sem ég á. þessi er með aðskildu stólunum og stokk á milli
