Suburban. Kostir og gallar??

User avatar

Höfundur þráðar
jeepson
Innlegg: 3169
Skráður: 31.jan 2010, 16:02
Fullt nafn: Gísli J Gíslason
Bíltegund: Nissan patrol
Staðsetning: Þarna fyrir austan.

Suburban. Kostir og gallar??

Postfrá jeepson » 19.okt 2015, 16:54

Sælt veri fólkið. Nú er verið að pæla í að stækka heimilis bílinn þar sem að patti gamli er að verða pínu þröngur. Ég hef altaf verið veikur fyrir suburban sem er frekar skrítið fyrir harðann mopar/ford mann. Og nú eiga sjálfsagt margir eftir að skjóta mig í klessu en það verður að hafa það :D Ég er kominn með auga á söbba með 6,5 vél. Hef ekki hugmynd um hvaða skipting er í honum en það má altaf finna gírkassa seinna. Annars yrði frúin voða sátt við að hafa þetta sjálfskipt. Söbbinn sem að ég hef auga á semsagt 6,5 ssk. Geta menn talið upp helstu kosti og galla við þessa bíla/ vélar? þetta er 98 bíll minnir mig. að nálgast 250þús km. Hann er svo til óbreyttur og færi aldrei á stærra en 33/35" hvað er svona trukkur að eyða á hundraðið miðað við akstur á 90-100km/h kosturinn sem að ég sé er að hann er stór og nægt pláss og ætti að fara vel með mann. Ég þarf svolítið mikið á því að halda þar sem að ég er að glíma við frekar lélegt bak. Endilega komið með bæði kosti og galla bæði bílsins og gangverks.


Kv. Gísli

Nissan Patrol 1992 38" Jeppa garmurinn.
Dodge ram 1st gen 93 5.9TDI HRÚTURINN


Rodeo
Innlegg: 74
Skráður: 01.aug 2012, 01:01
Fullt nafn: TUMl TRAUSTAS0N
Bíltegund: Ford Explorer
Staðsetning: Alaska

Re: Suburban. Kostir og gallar??

Postfrá Rodeo » 19.okt 2015, 23:27

Hef keyrt heilmikið á Suburban, sá var vinnubíll með 350 bensín en 6,5 þekki ég líka ágætlega úr GMC pickupp. Báðir voru á svipuðu reki og það sem þú ert að spá.

Kostir: endalaust pláss, aflmikill hvort sem er einn sér eða með kerru. Eyðslan er vel þolanlega niður í 12 lítra á skaplegum þjóðvega hraða á dísel bílnum og sá bætir mun minna við sig í drætti en bensín bílinn.

Gallar, ekkert sérstakt að sitja í þeim, bekkurinn í vinnubílnum harður án stuðnings en skipstjóra stólinn í hinn útgáfunni of mjúkur. Vertu viss að sætið henti.
2500 bílinn á fjöðrum að afta var skelfilega hastur og nánast hættulegur á malarvegi nema hann væri þeim um betur lestaður, pikkinn með tvöfladahúsinu og löngum palli var mun skárri þar.

Þekki svo sem ekki smáatriðin en held það sé dáldið viðhald á klöfunum að framan. 6.5 lítra vélin er víst heldur ekki gallalaus en það kunna eflaust aðrir betur að segja frá því en ég.
Síðast breytt af Rodeo þann 20.okt 2015, 03:40, breytt 1 sinni samtals.
2013 Toyota Highlander Hybrid
2006 Ford Explorer Hákur Seldur
2008 Toyota Prius Sparibaukur
1995 Isuzu Rodeo Seldur

User avatar

íbbi
Innlegg: 1346
Skráður: 02.feb 2012, 04:02
Fullt nafn: ívar markússon

Re: Suburban. Kostir og gallar??

Postfrá íbbi » 20.okt 2015, 01:44

ertu að spá í hvíta bílnum? eða bláa bílnum með biluðu skiptinguna? þeir eru báðir 97 að mig minnir

ég keyri um alla daga á chevy pikka, 1500 ext cab, sem er til þess að gera sami bíll, minn er 5.7l vortec bensín,

ég er alveg þvílíkt kátur með minn, hann hefur reynst afar vel viðhaldslega, og fer vel með mann, maður situr beinn í hnjám og hann þreytir mann lítið .
það ansi mikill munur á þeim eftir því hvaða týpu þú ert með. vinnutýpan (eins og sá hvíti) er náttúrulega bara akkurat það. ætlaður sem vinnubíll, með alveg basic vinylsæti, dúk í gólfi, önnur hurðaspjöld og flr, ekki mjög spennandi að innan. þeir fást svo með allskonar trim levelum, dýrasti er með 2 aðskilda stóla með stokk á milli og rafmagn í öllu, hægt af fá stólabílinn með 60/40 með armpúða á milli sem er hægt að breyta í sæti
bíllinn hjá mér er silverado, með fínustu innréttinguni, kannast ekki við að sætið sé of mjúkt,

varðandi eyðsluna, þá er bensínbíllinn hjá mér voða mikið að hanga í kringum 20l í pjúra innanbæjarakstri, fer niður í svona 17, hann er hinsvegar mjög nægjusamur á langkeyrslu, 11-13 með 2-3 farþega, 14l með tæpt tonn aftan í honum, og 17l með 3 tonn aftan í honum.
6.5l dieselinn er að minni reynslu ekkert miklu sparsamari, 14-17l innanbæjar, og eflaust eitthvað svipað og hinn utanbæjar, gæti alveg trúað að það muni meira á þeim ef maður væri í stanslausum drætti,

6.5l turbo í 96-98 bílunum er að mig minnir 180hö, og bara nokkuð skemmtilegur. það er náttúrulega alveg þekkt mál að þeir hafa átt við sina galla að stríða, menn eru alveg búnir að læra að rönna þessa mótora

ef þetta er 2500 bíll þá er ég sammála því sem kemur fram hér að ofan, þeir eru ansi hastir að aftan, ef þetta á bara að vera fjölskyldureið þá má alveg taka 2 blöð úr fjöðrunum, eða setja 3ja blaða úr 1500 bíl. 1500 bíllinn er mun þægilegri innanbæjar, það er aðeins öðruvísi á honum framstellið líka.
2500 bílarnir eru 14 bollta að aftan, sumir 6 gata og sumir 8, en 2500 bíllinn er trukkalegri í meðförum en 1500 bíllin, 6.5l diesel bíll af þessari árgerð er með tölustýrðri 4L80 skiptingu, sem tölvustýrð uppfærð útgáfa af gömlu 400 skiptinguni, 1500 bílarnir eru flestir með 4l60, sem er tölvustýrð útgágfa af gamla 700 kassanum, þessar skiptingar eru 4þrepa+lock up,

það er rétt hér að ofan, þarf að sinna framhjólastellinu á þeim. eins og flestum klafabílum. þetta er þungir bílar.

þarft líka að skoða ryð. þetta er orðið það gamalt, þessir bílar voru galvaníseraðir, en eru samt nokkuð ryðsæknir, ekkert m.v suma japanska bíla sem ég gæti nefnt, en það þarf að skoða sílsa og svona.

hérna er minn að innan, þessi er með plussi og 60/40 sætum,
Image

hérna er annar sem ég á. þessi er með aðskildu stólunum og stokk á milli
Image
Síðast breytt af íbbi þann 27.maí 2016, 23:57, breytt 1 sinni samtals.
1996 Dodge Ram. 38" á breitingaskeiðinu
2004 Ford F150 .
1991. Toyota 4Runner 44" einnig á breytingaskeiðinu.

User avatar

Startarinn
Innlegg: 1141
Skráður: 01.aug 2010, 12:02
Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
Bíltegund: Nissan Patrol '98

Re: Suburban. Kostir og gallar??

Postfrá Startarinn » 20.okt 2015, 12:26

Hafðu líka í huga hvort bíllinn má vera yfir 3,5 tonn í heildar þyngd, uppá það hvort konan má keyra hann (að því gefnu að hún sé ekki með meirapróf ;)
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"

User avatar

Höfundur þráðar
jeepson
Innlegg: 3169
Skráður: 31.jan 2010, 16:02
Fullt nafn: Gísli J Gíslason
Bíltegund: Nissan patrol
Staðsetning: Þarna fyrir austan.

Re: Suburban. Kostir og gallar??

Postfrá jeepson » 20.okt 2015, 14:23

Sælir. takk fyrir þetta. Þetta er hvorugur bíllinn sem að er búið að nefna. Það má altaf troða kellu í meira prófið ef að þess þarf. Ég get ekki betur séð á myndum annað en þessi sem að við erum að pæla í sé með venjulegum framsætum. En hvaða gallar voru í 6,5 vélinni?
Kv. Gísli

Nissan Patrol 1992 38" Jeppa garmurinn.
Dodge ram 1st gen 93 5.9TDI HRÚTURINN

User avatar

íbbi
Innlegg: 1346
Skráður: 02.feb 2012, 04:02
Fullt nafn: ívar markússon

Re: Suburban. Kostir og gallar??

Postfrá íbbi » 20.okt 2015, 19:27

èg er nú ekki sà fróðasti hèrna um þà, það er einn hèrna sem smellti einum ofan í patrol. stjàni held.èg. hann er ansi fróður um þà.

maður hefur samt sèð töluvert af þeim með undin og jafnvel sprungin hedd. farnar heddpakningar og þurft að plana af blokk.

hef heyrt því fleygt að það sè of hà þjappa à þeim
1996 Dodge Ram. 38" á breitingaskeiðinu
2004 Ford F150 .
1991. Toyota 4Runner 44" einnig á breytingaskeiðinu.


Til baka á “Chevrolet”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur