Læsingar í Suburban


Höfundur þráðar
Blazer K5
Innlegg: 35
Skráður: 11.aug 2010, 12:24
Fullt nafn: Diðrik Vilhjálmsson

Læsingar í Suburban

Postfrá Blazer K5 » 22.apr 2015, 23:59

Hallóhalló,

Er með gamlan Chevrolet Suburban K20 1986 og er mikið búin að vera hugsa um að splæsa í læsingar (drif ;) )
þetta er nú samt ekki neinn ofurtrukkur er bara á 35" fer kannksi einhverntíma á 37-38", ekki hugsaður sem snjó/ofurfjallabíll, heldur bara svona virðulegur ferða- og dráttarbíll, max. 4-5hesta kerrur oþh.

hér er glæsileg gömul mynd í engum fókus og fín

IMG_7349.JPG
IMG_7349.JPG (109.47 KiB) Viewed 5834 times


Hann er með hrikalega slöppum GM 6.2 og hinni "áræðanlegu" TH700R skiptingu ;)
En það stendur nú til að það fari einhverntíma Cummins 5.9 þarna í staðin ( uppáhald allra hér ;) Vantar svoleiðis ef einhver á)

Hásingarnar eru 10bolta að framan og 12 að aftan, eru þær ekki nógu góðar í þetta plan eða á maður að fara í stærra strax?


Ég er búinn að vera skoða ýmislegt og fá margar hugdettur, sjá ýmsa kosti og galla en vantar reynslusögurnar.
er ekki hrifinn af LSD þar sem það hefur aldrei virkað rétt í bílum sem ég hef átt, ARB finnst mér full dýrt en sniðugt, gæti mögulega stirðnað af notkunarleysi?

Þannig að í rauninni snýst valið aðallega um No-spin eða Truetrack lása, væri gaman að heyra einhverjar reynslusögur af Truetrack, en ég veit að No-Spin virkar og er áræðanlegt stöff, en getur verið varasamt í hálku

Eins hvort maður ætti að hafa mismunandi týpur að framan og aftan.

endilega komið með ykkar hugmyndir og skoðanir


Diðrik Vilhjálmsson
8204787

Chevrolet Suburban K20 1986
Volvo 244 GL(E) 1979
Volvo 264 GLE 1980
Volvo 240 GL 1981
Volvo 740 GL 1984
Volvo 740 GL steisjon 1988

User avatar

jeepcj7
Innlegg: 1695
Skráður: 01.feb 2010, 08:46
Fullt nafn: Hrólfur Árni Borgarsson
Bíltegund: F-250 Powerstroke
Staðsetning: Akranes

Re: Læsingar í Suburban

Postfrá jeepcj7 » 24.apr 2015, 19:36

Mér sýnist að þú sért með 8 gata deilingu er þá ekki 14 bolta að aftan hjá þér sést best með því að telja boltana á drifkúlunni.
Það sem ég myndi mæla með er truetrac,no spin er fínn lás en kannski helst til ofvirkur í götunotkun eingöngu.
Heilagur Henry rúlar öllu.


lecter
Innlegg: 1010
Skráður: 02.des 2012, 02:05
Fullt nafn: Hannibal Sigurvinsson
Bíltegund: kaiser M715 44"

Re: Læsingar í Suburban

Postfrá lecter » 24.apr 2015, 22:55

Duramax kostar 2000usd i ameriku hreppi sama og cummins duramax kemur með Alison 1000 skiptingu minnir mig hann ætti að passa betur i Gm bila

User avatar

Kiddi
Innlegg: 1131
Skráður: 02.feb 2010, 10:32
Fullt nafn: Kristinn Magnússon
Bíltegund: Wrangler 44"

Re: Læsingar í Suburban

Postfrá Kiddi » 25.apr 2015, 12:41

Aldrei þessu vant er ég sammála Hannibal. Duramax myndi hiklaust henta betur en Cummins, bæði betri í laginu fyrir Suburban og léttari mótor.

Með læsingu mæli ég ekki með Nospin nema öxlarnir séu mjög hraustir, það verður leiðinlegt til lengdar að skemma þá sífellt (er að lenda töluvert í því með Dana 44 undir Wrangler)

User avatar

konradleo
Innlegg: 49
Skráður: 06.feb 2010, 17:33
Fullt nafn: Konráð Leó Jóhannsson

Re: Læsingar í Suburban

Postfrá konradleo » 25.apr 2015, 15:57

Meira afl plús læsingar, meiri hætta á að brjóta orginal öxla/hásingar.
ég er í svipuðum sporum, minn Suburban 82 6,2 th400 36" er ekki ætlaður í fjallaklifur, heldur frekar sem botnlaus
ánægja eigandans í og úr vinnu.:)
6,2 er eins og þú sagðir,( hinni "áræðanlegu"),ekki nógu mikið afl til að brjóta, en nógu mikið samt.
mæli með upptekt á 6,2 og tjúnna hana kannski aðeins upp,(turbó og intercoler) þá ættirðu að fá 20-60 hesta í viðbót, en það er dýrt. :(
þessar vélar eru taldar lélegar af mörgum vegna lélegrar endingar en í flestum tilfellum er þetta vegna lélegs viðhalds,
þær voru mikið notaðar í sendiferðabíla í Bandaríkjunum vegna góðrar endingar og lítillar eyðslu.
en ef þú ætlar í stærri vél mæli ég með öflugri hásingum.

ps: Flottur Suburban og gangi þér vel í komandi breytingum.
Chevrolet Silverado Suburban 6.2 dísel 1982 á leið í uppgerð 35"og 36"
Gallopper intercoler durbo dísel 2,5 1997 32"og 33"


Höfundur þráðar
Blazer K5
Innlegg: 35
Skráður: 11.aug 2010, 12:24
Fullt nafn: Diðrik Vilhjálmsson

Re: Læsingar í Suburban

Postfrá Blazer K5 » 25.apr 2015, 21:14

jæja takk fyrir þetta drengir, loksins kominn í tölvusamband aftur.
Póstur frá jeepcj7 » Í gær, 19:36

Mér sýnist að þú sért með 8 gata deilingu er þá ekki 14 bolta að aftan hjá þér sést best með því að telja boltana á drifkúlunni.
Það sem ég myndi mæla með er truetrac,no spin er fínn lás en kannski helst til ofvirkur í götunotkun eingöngu.


Það passar, þetta er hina heilaga gamla góða 8 gata deiling, en mig minnir endilega að hann sé á 12 bolta að aftan en þarf nú bara að kíkja á það betur.
Flestir virðast vera sammála um Truetrack lásana sem er fínt að heyra,
en eru þeir jafn 100% og nospinn (á eftir að skoða jútjúb) en þeir eru heillandi kostur og eru á góðum verðum ca 500$ í USA miðað við nospinn á 650$ og ARB á yfir 1000$.

Póstur frá lecter » Í gær, 22:55

Duramax kostar 2000usd i ameriku hreppi sama og cummins duramax kemur með Alison 1000 skiptingu minnir mig hann ætti að passa betur i Gm bila


varðandi þessa pælingu þá er Cummins ekkert heilagt fyrir mér, eru bara einfaldir og áræðanlegir,en maður skoðar allt, svo framalega sem það sé þungt, stórt og Amerískt ;)'
væri gaman að heyra hvaða mótorum maður ætti að leita að, duramax þá- árgerðir, hvaða týpum, og hvar er hægt að fá þetta á sæmilegu verði tilbúið með tölvum og öllu tilheyrandi, hafa þetta ssk eða bsk? hvað eru þessar vélar að eyða, svona ca. maður vill hafa þetta nokkuð "hagkvæmt" í rekstri ;)

Póstur frá konradleo » Í dag, 15:57
Meira afl plús læsingar, meiri hætta á að brjóta orginal öxla/hásingar.
ég er í svipuðum sporum, minn Suburban 82 6,2 th400 36" er ekki ætlaður í fjallaklifur, heldur frekar sem botnlaus
ánægja eigandans í og úr vinnu.:)
6,2 er eins og þú sagðir,( hinni "áræðanlegu"),ekki nógu mikið afl til að brjóta, en nógu mikið samt.
mæli með upptekt á 6,2 og tjúnna hana kannski aðeins upp,(turbó og intercoler) þá ættirðu að fá 20-60 hesta í viðbót, en það er dýrt. :(
þessar vélar eru taldar lélegar af mörgum vegna lélegrar endingar en í flestum tilfellum er þetta vegna lélegs viðhalds,
þær voru mikið notaðar í sendiferðabíla í Bandaríkjunum vegna góðrar endingar og lítillar eyðslu.
en ef þú ætlar í stærri vél mæli ég með öflugri hásingum.

ps: Flottur Suburban og gangi þér vel í komandi breytingum.


Nákvæmlega sama pæling hér, ekki fjallatrukkur heldur tæki sem setur bros á ökumann, (svona yfirleitt)
er nú bara ekki nógu hrifinn af þessari 6.2 elsku til að fara að eyða helling af pening í hana uppá von um 20-60 hross, en það er nú bara mín sérviska. Mér finnst alltof mikll munur á eyðslu þegar ég er að drag eitthvað til að það sé hægt að nota þennan mótar í eitthvað af viti. kannksi er eitthvað bilað?
Rétt er það að ef þessu dóti er haldið vel við þá endist þetta bara og endist, en því miður er það nú ekki alltaf raunin með þessa gömlu bíla sem maður er að dunda sér í, en það er reyndar hluti af sportinu ;)
en svo er spurning um að sjá hvað skeður með þessar hásingar þegar/ef maður fer í eitthvað mótorrugl.
Diðrik Vilhjálmsson
8204787

Chevrolet Suburban K20 1986
Volvo 244 GL(E) 1979
Volvo 264 GLE 1980
Volvo 240 GL 1981
Volvo 740 GL 1984
Volvo 740 GL steisjon 1988

User avatar

jongud
Innlegg: 2276
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Læsingar í Suburban

Postfrá jongud » 26.apr 2015, 15:00

lecter wrote:Duramax kostar 2000usd i ameriku hreppi sama og cummins duramax kemur með Alison 1000 skiptingu minnir mig hann ætti að passa betur i Gm bila


Margfaldaðu þetta með allavega tveimur...


Til baka á “Chevrolet”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur