Síða 1 af 1

4.3 vortec turbo

Posted: 25.mar 2015, 23:35
frá mikki
sælir eru þessar velar (4.3 vortec ) alveg að þola sma turbo eða hvað ?

Re: 4.3 vortec turbo

Posted: 26.mar 2015, 17:12
frá Finnur
Stutta svarið er: já

Flest allar vélar þola boost ef það er gert á réttan hátt og af þekkingu. En jafnvel allra hraustustu mótorar skemmast ef þetta er gert á rangan hátt.

Lestu þig til um málið og leitaðu ráða áður en þú lætur slag standa. Það marg borgar sig að skipuleggja þetta vel.

kv
KFS

Re: 4.3 vortec turbo

Posted: 27.mar 2015, 06:54
frá Startarinn
Kostnaðurinn er talsverður, þú þarft að öllum líkindum að verða þér útum annan heila fyrir vélina sem þú getur forritað sjálfur.

Svo bætist við AFR mælir til að þú hafir einhverja hugmynd um hvað er að gerast með eldsneytið

Þetta er gríðarleg vinna ef vel á að vera, nema það séu til kit fyrir þessar vélar í Ameríku hreppi, það væri besta staðan að fá plug and play kerfi til að gera þetta. Eða eins og ég sá á erlendu spjallborði: "ódýr-kraftmikill-áreiðanlegur, veldu tvennt"

Re: 4.3 vortec turbo

Posted: 27.mar 2015, 08:25
frá jongud
Það er til eitthvað af settum með keflablásurum fyrir 4.3, prófaðu að gúggla "4.3 blower"

Re: 4.3 vortec turbo

Posted: 27.mar 2015, 13:09
frá juddi
Kemur orginal turbo í GMC Syclone & GMC Typhoon

Re: 4.3 vortec turbo

Posted: 27.mar 2015, 17:17
frá magnusv
það er hægt að kaupa bolt on blásarakitt á þetta, prufaðu bara að gúgla procharger 4,3 vortec

hef samt ekki séð neinar gríðarlegar aukningarfrá þessu

Re: 4.3 vortec turbo

Posted: 29.mar 2015, 13:22
frá Sævar Páll
þeir hjá HotRod magazine hafa gert nokkrar tilraunir með þennan mótor, sjá hér http://www.hotrod.com/how-to/engine/113 ... ine-build/

og hér http://www.hotrod.com/how-to/engine/113 ... r-install/

Einnig hafa þeir troðið þessum mótor í gamlan datsun og parað saman með powerstroke diesel túrbínu úr gömlum f350, og náð góðum árangri https://www.youtube.com/watch?v=WcjC00J8FaM

Re: 4.3 vortec turbo

Posted: 31.mar 2015, 09:25
frá baldur
Þar sem Vortec innspítingin er algjört viðrini þá fást að mér vitandi engir spíssar í hana. Það þarf ekki að vera vandamál, ef blásturinn er ekki mjög mikill gæti verið nóg fyrir þig að setja viðbótar regulator (FMU) sem hækkar bensínþrýstinginn þegar túrbínan fer að blása. Að sjálfsögðu þarf svo kraftmeiri bensíndælu.
Það fer eftir aldri á vélinni hvort það sé hægt að eiga eitthvað við mappið í original tölvunni, annars þarftu einhvern aukabúnað til að fínstilla bensín og kveikjutíma undir álagi.

Re: 4.3 vortec turbo

Posted: 31.mar 2015, 11:35
frá haflidason
nú er ég pinu forvitinn Baldur, hvernig er Vortec innspýtingin viðrini?
átti GMC jimmy með svona vél í svolítinn tíma og það kom aldrei vandamál sem tengdist gangi vélarinnar (nema reyndar bensínlögn sem fór í sundur vegna aldurs)
fannst þetta alltaf áreiðanlegur og nokkuð skemmtilegur mótor, sem þurfti reyndar svolítið bensín en það fæst ekki allt fyrir ekkert ;)

Re: 4.3 vortec turbo

Posted: 31.mar 2015, 11:52
frá baldur
Hún er viðrini því hún notar ekki hefðbundna spíssa sem tengjast við safnrör heldur eru spíssarnir inni í milliheddinu og tengist rör í hvern fyrir sig.
Hér eru myndir af þessum útbúnaði http://www.fuelinjector.citymaker.com/V ... rsion.html
Það þarf að skipta um millihedd ef menn vilja nota hefðbundna spíssa.

Re: 4.3 vortec turbo

Posted: 08.apr 2015, 11:21
frá Bóndinn
Góðan dag

Hann Björn már á svona combo til sölu ss 4.3 með turbo system.

Síminn hjá honum er 8958494