Síða 1 af 1

Leitar til hægri

Posted: 01.feb 2015, 12:06
frá kris
Sælir. Er með Suburban 1996 sem leitar til hægri. Fór með hann í hjólastillingu og var hann alveg réttur. Nú er svo komið að maður þarf að halda ansi vel við stýrið til að halda honum beinum. Einhverjar hugmyndir?
Kristinn

Re: Leitar til hægri

Posted: 01.feb 2015, 12:28
frá muggur
Hitna felgunar? Gæti verið fastur bremsudælustimpill.
Kv. Muggur

Re: Leitar til hægri

Posted: 01.feb 2015, 12:47
frá biturk
Huntera dekkin og láta hann raða þeim niður eftir roadforce, það lagar svona lagað oft

Re: Leitar til hægri

Posted: 01.feb 2015, 19:11
frá Arnþór
Er hann á loftpúðum að framan?

Re: Leitar til hægri

Posted: 02.feb 2015, 13:32
frá kris
Sælir takk fyrir þetta, Er búinn að vera athuga með heita felgu en ekkert sem ég finn. Geta verið dekkinn segirðu, var sumar dekkjum í sumar þá var hann eins en hefur versnað mikið undanfarið. Hann er alveg óbreyttur á gormum að framan og fjöðrum að aftan.

Kristinn

Re: Leitar til hægri

Posted: 02.feb 2015, 13:48
frá lettur
Ef það eru driflokur að framan og önnur er á getur það komið svona fram. Bara svona hugmynd.