Síða 1 af 1

Silverado með gangtruflanir

Posted: 25.nóv 2012, 02:35
frá streykir
Sælir

Er með Silverado sem lætur frekar illa þegar ég er á ca. 80-90 á lágum snúningi, það koma leiðinleg högg á bíllinn

5.3 Vortec mótor, 2005 módel

Check engine ljósið logar og sýnir kóða p0300, random multiple misfire.

Skipt var um kerti í sumar, það voru handónýt kertin í honum.
Ljósið þurrkað út og bíllinn keyrður.

Check engine ljós birtist aftur
Háspennukefli mæld og kom í ljós að tvö þeirra voru ónýt og þriðja þreytt svo ég skipti bara um þau öll.
Einnig var skipt um kertaþræði í leiðinni.

Búið að prófa injection cleaner og einhvern eldsneytisbæti frá N1

Ennþá birtist check engine ljósið og þessi leiðindi koma í ljós við lágan snúning á ca 80-90. Eins og hann missi úr cylender.

Hvað dettur ykkur í hug?

Re: Silverado með gangtruflanir

Posted: 25.nóv 2012, 13:44
frá Magnum454
Kom upp svipað vandamál hjá mér á 5.7 vélinni. Reyndist vera ónýtur kertaþráður.

Re: Silverado með gangtruflanir

Posted: 25.nóv 2012, 14:46
frá HaffiTopp
Varla geta nýir kertaþræðir verið til vandræða. Gæti verið knastás/sveifarásskynjari.