Rafkerfisvandi :(


Höfundur þráðar
Big Red
Innlegg: 1100
Skráður: 07.mar 2012, 12:17
Fullt nafn: Ástþór Margrétarson
Bíltegund: Nissan King Cab 1991

Rafkerfisvandi :(

Postfrá Big Red » 12.aug 2012, 17:12

Hverjum er mælt með í að hreinsa gamalt rafkerfi úr bíl og leggja nýtt. Er þó líklegast nægjanlegt að hreinsa það gamla. ÁN þess að það kosti handlegg og fót.

Það eru vandræði með 1974 van sem í er 1988 350tbi kram og allskonar aukaraftækjum og frágangur þess er vægast sagt viðbjóðslegur. Hreinlega til skammar, enn það er svo þegar fleiri enn einn eru búnir að fikta, aftengja og tengja nýtt. Þannig að á endanum veit engin lengur hvað er hvað.

Hann lekur það miklu rafmagni að geymar tæmast á nánast klukkutíma ef þeir eru ekki slegnir út og allskonar upprúllaðir, þjófatengdir, teipaðir, sem og ótengdir vírar hér og þar. Einum stað í honum fannst húsarafmagnsvírar.

Það sem er verið að tala um í raun, er að hreinsa alla víra úr honum og tengja original rafkerfið aftur. Ekkert af aukadótinu.

Allar uppl eru vel þegnar.. Takk fyrir...


Nissan King Cab 1991 3.0 V6 BSK 36" - Dútlið, alltaf verið að breyta og bæta
787-2159

User avatar

Polarbear
Póststjóri
Innlegg: 874
Skráður: 31.jan 2010, 23:15
Fullt nafn: Lárus Rafn Halldórsson
Bíltegund: Toyota

Re: Rafkerfisvandi :(

Postfrá Polarbear » 12.aug 2012, 17:25

ég fór í svona vinnu í bílnum mínum og tel mig nú nokkuð sjóaðan í þessu... en átti við sama vandamál að stríða, nokkur aukarafkerfi og vírar útum allt.

ég var í 4 daga að hreinsa þetta úr, greiða úr öllu ruslinu og átta mig á því hvaða vírar voru hvar og hvaða tilgangur var með þeim. þetta getur verið andskotanum leiðinlegra að eiga við og erfitt hugsa ég að fá einhvern utanaðkomandi í svona verk. Ef þér tekst það, máttu búast við að þetta kosti einhverja tugi þúsunda jafnvel, því þetta er fjandanum seinlegra ef maður á að gera þetta almennilega.

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Rafkerfisvandi :(

Postfrá Stebbi » 12.aug 2012, 20:49

Chevy Girl wrote:Það eru vandræði með 1974 van sem í er 1988 350tbi kram ......


Þetta hljómar fyrir mér eins og þessi 2 ártöl séu rót vandans. Ég hef aðeins skoðað rafkerfisgrautinn á '93 TBI mótor og gæti alveg trúað því að einhver hafi ekki gert þetta nógu vel í upphafi. Mikið af vírunum í lúminu tengjast mælaborði og öðrum hlutum bílsins og það getur verið mjöööög tímafrekt að finna út úr öllu ruglinu.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"


Höfundur þráðar
Big Red
Innlegg: 1100
Skráður: 07.mar 2012, 12:17
Fullt nafn: Ástþór Margrétarson
Bíltegund: Nissan King Cab 1991

Re: Rafkerfisvandi :(

Postfrá Big Red » 12.aug 2012, 20:54

Já það er stærsti vandinn líklegast. Enn þetta er svona í grófum dráttum um hvað þarf að gera.

Eina sem viljað er, er að allt sé rifið úr. Standard rafkerfið, semsagt bara það sem tengist upprunalega bílnum sér sorterað og tengt rétt án þjófatengja og þessháttar vitleysu. Bara lóðað með herpihólkum og gert almennilega.
Það er aðallega það sem er verið að leitast eftir. Eru 3 rafgeymastæði í bílnum. 2 frammí húddi og eitt undir sætum afturí.

-*Rafgeymirinn bílstjórameginn á einungis að fæða bílinn sjálfan og loftdæluna fyrir loftpúðanna og loftlásanna. Ekkert annað, enn eins og það er núna þá er um 20 aukavírar sem engin veit hvað eru tengdir inná hann.
-*Aukarafgeymirinn farþegamegin í húddi á svo að geyma talstöð, útvarpið, gps, 4 kastara og ljósin inní bílnum sem cuttast frá start/bílrafkerfisgeymi. svo hann tæmi aldrei útaf honum. Reyndar spurning hvort 2-3 "sigarettutengi" verði tengt við hann líka.
-*Rafgeymirinn stóri sem er afturí á svo að fæða ísskápinn, miðstöðina, sjónvarp og skjá sem er frammí (verður tengdur við gps).

Þetta er það sem stefnt er að, enn byrja þarf á að fá allt úr bílnum og rafkerfi sjálfs bílsins í lag og gengið almennilega frá.

Svo er náttúrulega eins og háuljósin þarf að setja á sér takka sem og kastara að framan og svo að aftan.

Svo er stórgalli að það er búið að tengja fullt af öryggjum í húddi sem er ekki sniðugt uppá vatnaaskur að gera og það þarf allt að færa inní bíl og svo framvegis. þetta er svona í grófum dráttum hvað verið er að tala um að þurfi að gera í bílnum.
Enn eins og áður sagði er aðallega verið að leitast eftir einhverjum til að hreinsa allt úr og laga rafkerfi sjálfs bílsins. Því aukarafkerfið verður allt lagt samhliða því þegar farið verður í ryðbætingar á bílnum núna í haust.

Vona þetta sé skiljanlegt.

Svo ef menn eru með betri hugmyndir um þetta endilega deila þeim. allar ábendingar og annað vel þegið.
Nissan King Cab 1991 3.0 V6 BSK 36" - Dútlið, alltaf verið að breyta og bæta
787-2159

User avatar

jongud
Innlegg: 2628
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Rafkerfisvandi :(

Postfrá jongud » 13.aug 2012, 09:06

það sem þú þyrftir í þessu tilfelli er nýtt rafkerfi frá grunni.
Það eru til ýmsir framleiðendur eins og t.d. "painless performance" http://www.painlessperformance.com og þeir framleiða heil rafkerfi í bíla og þar á meðal kerfi fyrir eldri bíla sem búið er að setja í vélar með TBI innspýtingu.
flestöll kerfin frá þeim gera líka ráð fyrir aukadóti, og einnig er hægt að fá hjá þeim "hliðarkerfi" fyrir aukarafgeyma.
Þetta held ég að væri öruggasta, einfaldasta og tímaminnsta lausnin.


Höfundur þráðar
Big Red
Innlegg: 1100
Skráður: 07.mar 2012, 12:17
Fullt nafn: Ástþór Margrétarson
Bíltegund: Nissan King Cab 1991

Re: Rafkerfisvandi :(

Postfrá Big Red » 13.aug 2012, 09:32

Takk fyrir þetta. Verður þessi möguleiki vel íhugaður og skoðaður
Nissan King Cab 1991 3.0 V6 BSK 36" - Dútlið, alltaf verið að breyta og bæta
787-2159


Izan
Innlegg: 616
Skráður: 29.mar 2010, 10:56
Fullt nafn: Jón Garðar Helgason

Re: Rafkerfisvandi :(

Postfrá Izan » 13.aug 2012, 14:34

Daginn

Ég held að fyrsta tiltektin þarf að fara fram í eigandanum. Ég er samt mjög ánægður með að þú skulir skoða endinn fyrst og vinna þig þangað. Ég er samt mjög ósammála því að hafa rafkerfið svona flókið, ef þetta er húsbíll er fínt að hafa tvö kerfi hús annars vegar og bíl hinsvegar en þetta er alltof mikil flækja. Hús og bíll þurfa líka sitthvora tegundina af rafgeymum svo að þar er ávinningur að slíta í sundur en aukaljós, talstöð o.s.frv. á ekki heima neinstaðar annarstaðar en með bílnum. Ég myndi nota tvo öfluga startgeyma sem þjónusta bílinn komplett, maður notar minnst af þessu rafmagni nema bíllinn sé í gangi þ.e. læsingar, kastarar, talstöð, loftdælu o.s.frv og svo myndi ég hafa húsbílageymi undir sætinu sem tæki miðstöðina og innviði húsbílsins, en þetta er bara mín skoðun.

Það er ekki sjálfgefið að útleiðslubilun sé í vírum. Það þýðir að þú getur fjarlægt alla ónotaða víra og lagt hina nýja og setið uppi með nákvæmlega sama vandamál. (ATH gætir) Ég myndi byrja á að finna bilunina. Í mínum huga er þetta eins og að gera upp mótorinn ef miðstöðin hitnar ekki.

Fáðu ampermæli og leitaðu að útleiðslunni fyrst. Settu mælinn á geymasamböndin og plokkaðu öryggi úr þangað til þú sérð eitthvað gerast á mælinum þe amperin detta niður. Athugaðu að útvarpið þarf að taka smávegis og klukkan ef hún er til staðar og svo má eiga von á að vélatölva ef það er einhver svoleiðis er taki smávegis.

Mögulegar bilanir sem koma ekki fram við svona mælingar eru að geymirinn sjálfur sé botnfallinn og tæmi sig sjálfur (ætti að gera það líka ef hann er aftengdur svo að það er ekki líklegt), farin díðóða í altaretornum (hann er ekki á öryggi) og startarinn leiði út (hann er ekki heldur á öryggi) Stundum eru aðalljósin ekki á öryggi heldur en það eru þá einhverjar lúbbur sem hægt er að fjarlægja. Þú getur líka byrjað á hverjum vír fyrir sig sem er tengdur inn á geyma.

Þegar straumfrekustu öryggin eru fundin eru þau rakin með tilliti til að það sé búið að tengja eitthvað annað inná og bilunin fundin með vissu. Eftir þetta er hægt að taka til og skipta út vírum.

Kv Jón Garðar


Höfundur þráðar
Big Red
Innlegg: 1100
Skráður: 07.mar 2012, 12:17
Fullt nafn: Ástþór Margrétarson
Bíltegund: Nissan King Cab 1991

Re: Rafkerfisvandi :(

Postfrá Big Red » 13.aug 2012, 15:32

Takk fyrir þetta innlegg.
Já mögulega þarf að taka aðeins til hjá fyrri eigendum, enn þetta er bíll sem bara nýbúið er að eignast. Og allir sem sjá rafkerfið hrista hausinn. Þetta er ekki bara beint lekin heldur bara frágangurinn eða réttara, frágangurinn sem er ekki til staðar sem þarf líka að taka í gegn. Það er svo mikið af sundurklipptum vírum sem búið er að þjófatengja saman aftur eða einungis teipa og splæsa inná. Viljin er að þetta verði bara gert almennilega enn ekki með neinu hálfkáki það á að fara að taka þennan bíl í gegn nánast A-Ö og byrja á rafkerfinu. Það eru splunkunýir geymar í honum, 2x100ah startgeymar frammí og 180ah neyslugeymir afturí. Þannig búið er að útiloka að þetta séu bara botnfallnir geymar. Með að ampermæla og finna bilunina þá eru ótal vírar ótengdir og svo framvegis. Best er að þetta sé bara rifið burt eins og fyrr segir og gert almennilega í eitt skipti fyrir öll og sé þá bara í lagi það sem eftir er. Var búið að íhuga að hreinsa bara til í því gamla enn búið er að slá það af borðinu.

Endilega koma með fleiri hugmyndir að þessu einnig hvar best sé að nálgast teikningar og svo framvegis. Öll aðstoð, ábendingar og ráð vel þegin.

takk fyrir

koma myndir af grautnum í kvöld svo menn skilji betur vandann sem er í gangi.
Nissan King Cab 1991 3.0 V6 BSK 36" - Dútlið, alltaf verið að breyta og bæta
787-2159


Höfundur þráðar
Big Red
Innlegg: 1100
Skráður: 07.mar 2012, 12:17
Fullt nafn: Ástþór Margrétarson
Bíltegund: Nissan King Cab 1991

Re: Rafkerfisvandi :(

Postfrá Big Red » 13.aug 2012, 19:43

Hérna eru einhverjar myndir af þessu samt sýna bara brota brot af því hvernig þetta er.

Image
Image
Image
Image
Image
á síðustu myndinni sést til dæmis hvar það er búið að setja tvö öryggi teipuð við sama vírinn enn 3cm bútur á milli :(
Nissan King Cab 1991 3.0 V6 BSK 36" - Dútlið, alltaf verið að breyta og bæta
787-2159

User avatar

StefánDal
Innlegg: 1224
Skráður: 23.mar 2010, 21:21
Fullt nafn: Stefán Hrannar Dal Björnsson
Bíltegund: Toyota Hilux

Re: Rafkerfisvandi :(

Postfrá StefánDal » 14.aug 2012, 02:31

Ég myndi hreinlega fara þá leið að kaupa nýtt loom frá http://www.ezwiring.com/
En það er bara ég.


Izan
Innlegg: 616
Skráður: 29.mar 2010, 10:56
Fullt nafn: Jón Garðar Helgason

Re: Rafkerfisvandi :(

Postfrá Izan » 14.aug 2012, 03:15

Daginn

Þarna sé ég eitt vandamál ef geymarnir frammí eru hliðtengdir beint saman þá verða þeir að vera sömu tegundar og jafngamlir. Í raun er þetta aldrei gott nema með því að kaupa tvo eins geyma á sama tíma og nota þá aldrei nema saman,

Ég var alls ekki á móti því að þú fjarlægir alla víra sem eru ónotaðir en ég hinsvegar var að benda þér á að vandamálið gæti verið áfram þrátt fyrir tiltekt og þess vegna myndi ég byrja á bilanaleit.

Það þarf ekki að hræðast nokkra víra, sérstaklega ekki þá sem eru ekki tengdir. Ef maður skoðar rafkerfi nýrra bíla í dag er notað ein og sama vírasúpan fyrir margar mismunandi útgáfur af sama bíl og þannig verður varla nema annarhver vír tengdur svo að þetta á líka við um gamla bíla.

Byrjaðu bara á einum vír sem er tengdur við geymi og ef ekkert mælist á honum settu þá gult teip á hann og mældu næsta. Þá sem þú mælir eitthvað á merkirðu með rauðu teipi og vinnur þig þannig í gegnum kerfið.

Já, ég er sammála þér að þetta er langt frá því að vera fallegt og þjófatengi eru ekki í sérlegu uppáhaldi hjá mér. En það sem ég var að benda á var að þú ert að hugsa um að hafa þrjú aðskilin rafkerfi og það er þar sem ég er ósammála þér, eða ég myndi allavega ekki gera svoleiðis því að þú getur staðið uppi með startkerfið eitt dautt og þá getur þú ekki annað gert en að sitja og spila playstation þangað til hin kerfin klárast líka.

Kv Jón Garðar

P.s. ég er rafvirki sjálfur og þarf af og til að takast á við svipaðar vírasúpur og verri svo manni gersamlega fallast hendur en með því að leggja af stað og nudda sig í gegnum þetta í rólegheitunum situr maður kannski eftir með 2-3 vandamál og allt hitt liggur ljóst fyrir. Tilfellið er líka að með því að endurnýja rafkerfið færðu vandamál líka, kannski önnur en ég skal lofa þér að þau verða.


Höfundur þráðar
Big Red
Innlegg: 1100
Skráður: 07.mar 2012, 12:17
Fullt nafn: Ástþór Margrétarson
Bíltegund: Nissan King Cab 1991

Re: Rafkerfisvandi :(

Postfrá Big Red » 14.aug 2012, 08:18

Það er pæling að byrja að grisja rafkerfið svona eins og þú segir. Enn vandamálið er að nánast engin er kunnáttan í rafkerfi. Enn þá er spurning um að læra samhliða verkinu.

Enn svo við fáum svona sem bestu mynd á hvað þú ert að tala um.
Byrjum á byrjun hversu svera kapla er best að hafa í hvern rafgeymi og nú tölum við bara um grunninn, bara hleðslu fyrir hvern geymi og hvernig er best að tengja þá saman. Meina Relay á milli eða hníf eins og einhver sagði og svo framvegis.

Einnig hvernig myndir þú raða á hvern geymi fyrir sig?

Rafgeymir bílstjóramegin, myndi geyma:
startara, vélatölvu, loftdælu (AC-dæla) frammljós og afturljós.

Rafgeymir farþegamegin ,myndi geyma:
Kastara, talstöð, gps

Rafgeymir undir sætum, myndi geyma:
Miðstöð, ísskáp, inniljós, sjónvarp og svo framvegis

Takk kærlega fyrir allar upplýsingar og aðstoð.
Vonum einnig að þessi þráður verði öðrum til góðs ;)
Nissan King Cab 1991 3.0 V6 BSK 36" - Dútlið, alltaf verið að breyta og bæta
787-2159


bjornod
Innlegg: 730
Skráður: 01.feb 2010, 17:54
Fullt nafn: Björn Oddsson
Bíltegund: Trooper

Re: Rafkerfisvandi :(

Postfrá bjornod » 14.aug 2012, 11:25

Ekki dreifa aukarafinu á of marga geyma.

Skelltu þér á e-ð svona:

http://elliofur.123.is/FS/8911a269-1848 ... 785514.jpg

og þá veistu alltaf hvað þú ert með í höndunum. Varðandi tvö kerfi, þá er ágætt að hugsa það út frá því hvað er nauðsynlegt og hvað ekki. Þannig að öruggt sé að þú gerir ekki bílinn óökufæran útaf innljósum og ísskápum.

Mæli með því að þú fáir Jón Garðar í vinnu til að byrja með. Hann getur allt eins varið tímanum í að klippa víra í burtu eins og að skrifa hér ;)

BO


Izan
Innlegg: 616
Skráður: 29.mar 2010, 10:56
Fullt nafn: Jón Garðar Helgason

Re: Rafkerfisvandi :(

Postfrá Izan » 14.aug 2012, 12:29

Daginn.

Þú þarft að nota hleðsludeili ef þú ætlar að nota mörg hleðslukerfi því að geymirinn með minnsta impedansinn tekur alla hleðsluna hvort sem hann þarf eða ekki og sveltir þá hina. Það er ein af ástæðunum fyrir því að nota færri kerfi. Fleiri alternatorar eru líka möguleiki.

Ég nota 50q með tvöfaldri einangrun á milli geyma, frá geymum til mótors, grind, alternator (bara af því að hann var til 25q myndi duga í flestum tilfellum) og í startarann. Ég er með 6.2 diesel og hann tekur mjög mikið í startinu. Frá neyslugeymi í öryggjabox myndi ég nota 16-25q eða bara afganginn af 50q (hann er dýr) en í öllu falli á öryggið fyrir framan vírinn (eða fyrir aftan hann) að ráða sverleikanum. 16A - 20A = 2,5q, 35A = 6q, 63A =10q og 100A 25q. Ef lögnin er löng og notkunin lengi í senn borgar sig að færa sig ofar í sverleika.

Ég myndi deila þessu þannig niður að það sem þú sérð fram á að nota meðan bíllinn er í gangi og að keyra hefurðu á geymunum frammí tveim hliðtengdum eins geymum og það sem þú vilt getað notað þegar bíllinn er kominn á leiðarenda og þú kominn í bauk hefurðu á neyslugeyminum. Það er reyndar ágætis hugsun að það sem þú notar þegar þú ert fullur hefurðu á neyslugeyminum, annað ekki.

Ekki málið, kíktu með bílinn á Egilsstaði og við skulum sjá hvað ég get gert fram á fimmtudag þegar sumarfríið er búið. (nú er eins gott að þú búir ekki á Seyðisfirði)

Eftir fyrstu tiltekt myndi ég merkja alla enda vel, alla tengda víra og koma vírasúpunni úr bílnum og inn á gólf. Yfirleitt hefur hún ákveðið lag sem þarf að halda svo að það er tæpast hægt að rista þetta upp komplett. Þá myndi ég apa súpuna upp með nýjum vírum (þurfa að vera hita og olíuþolnir) sem eru í notkun. Á meðan kemurðu til með að sjá einhverja hluti sem þú getur breytt og hagrætt en ekki breyta því sem virkar þó að það sé pínu flækja eða furðulegt.

Þegar ég tengi vír inná annann þá geri ég það helst þannig að ég skræli einangrunina af án þess að klippa vírinn í sundur, lóða hinn inná og teipa svo yfir. Þetta geri ég til þess að þurfa ekki að klippa orginalinn í sundur en þá kemur herpihólkur ekki til greina.

Kv Jón Garðar


Höfundur þráðar
Big Red
Innlegg: 1100
Skráður: 07.mar 2012, 12:17
Fullt nafn: Ástþór Margrétarson
Bíltegund: Nissan King Cab 1991

Re: Rafkerfisvandi :(

Postfrá Big Red » 14.aug 2012, 13:09

Takk kærlega fyrir þessar upplýsingar.
Og nei ekki er bíllinn staddur á Seyðisfirði heheee.

Til er svolítið af 30q (5-6m) og af 40q (6-8m) svona sirka. Þannig það ætti að nægja í grunninn fyrir rafgeyma. Erum samt með 3x öryggi í túbum sem gera ráð fyrir 50q uppá vatsnþéttileika að gera. Enn klórað verður frammúr því.

Svo eru til 3x heilar rúllur af 2.5q. sem eru Rauð, Græn og Blá. Með réttu ef ég skil allt rétt þá ætti það að virka fyrir nánast allt auka í bílnum nema öryggi sé stærra en 20A.

Geymarnir frammí verða báðir 100AH Varta geymar og 180AH Neyslugeymir afturí.

Uppá að neyslugeymir fái hleðslu þegar bíll er í gangi er best að nota hníf til að skera á rafmagn eða setja relay á milli og hvað þá, start relay úr ford econoline?

Enn og aftur takk kærlega fyrir allar upplýsingar.
Nissan King Cab 1991 3.0 V6 BSK 36" - Dútlið, alltaf verið að breyta og bæta
787-2159

User avatar

AgnarBen
Innlegg: 884
Skráður: 10.mar 2010, 10:30
Fullt nafn: Agnar Benónýsson

Re: Rafkerfisvandi :(

Postfrá AgnarBen » 14.aug 2012, 16:33

Að kunna formúluna P (W) = I (A) x V (12V) er svo nauðsynlegt í svona æfingum til að geta reiknað út hvað mörg Amper eitthvað tæki dregur en Amperin stýra síðan sverleikanum á vírnum eins og Jón Garðar bendir á.

kv / Agnar
Agnar Benónýsson

Jeep Cherokee 39,5"
http://www.jeppaspjall.is/viewtopic.php?f=9&t=7300

User avatar

jeepcj7
Innlegg: 1697
Skráður: 01.feb 2010, 08:46
Fullt nafn: Hrólfur Árni Borgarsson
Bíltegund: F-250 Powerstroke
Staðsetning: Akranes

Re: Rafkerfisvandi :(

Postfrá jeepcj7 » 15.aug 2012, 13:31

Er nokkuð orginal geymirinn undir bílstjórasætinu ennþá í bílnum og tengdur ?
Ég átti gm van einu sinni og var alltaf að tapa rafmagninu af honum þangað til að ég fann handónýtan orginal geymi sem var tengdur inn á kerfið ennþá.Það er bara hægt að komast að þessum geymi neðan frá.
Heilagur Henry rúlar öllu.


Höfundur þráðar
Big Red
Innlegg: 1100
Skráður: 07.mar 2012, 12:17
Fullt nafn: Ástþór Margrétarson
Bíltegund: Nissan King Cab 1991

Re: Rafkerfisvandi :(

Postfrá Big Red » 15.aug 2012, 16:12

Já erum nú nokkuð viss með það.

Enn spurning sem kemur þessu ekki beint við. Er til eitthvað efni til þess að bera á og mýkja upp gamla loftpúða (eða bara gúmmí). sem eru orðnir frekar mjög þurrir og byrjaðir að springa?
Nissan King Cab 1991 3.0 V6 BSK 36" - Dútlið, alltaf verið að breyta og bæta
787-2159

User avatar

Startarinn
Innlegg: 1157
Skráður: 01.aug 2010, 12:02
Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
Bíltegund: Nissan Patrol '98

Re: Rafkerfisvandi :(

Postfrá Startarinn » 15.aug 2012, 16:56

Varðandi gúmmíið í loftpúðunum þá er Advance silicone spray frá Shell fínt á þetta, það bjargar því sem bjargað verður, en gúmmí sem er byrjað að springa á ekki langt eftir. Bara ekki nota þetta efni einsstaðar nálægt gólfdúk, það verður ekki stætt á honum á eftir
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"


Til baka á “Chevrolet”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 5 gestir