Síða 1 af 1

Hvernig jeppaspjall viltu?

Posted: 22.apr 2010, 12:17
frá gislisveri
Sælir vinir og félagar.

Nú er þessi vefur búinn að vera í loftinu í næstum 3 mánuði og hefur gengið hreint ágætlega. Núna langar mig til að biðja ykkur um að "brain storma" aðeins með okkur og pæla í því hvernig þið viljið að þessi vefur þróist.
Fyrir utan hefðbundið spjall höfum við haldið ljósmyndakeppni sem hefur heppnast prýðilega að mínu mati, svo hefur verið birt eitt viðtal eða grein sem ekki fór mikið fyrir.
Spurningin er einfaldlega:
Hvað viljið þið sjá?
og...
Hvað viljið þið leggja af mörkum?

Kveðja,
Gísli Sveri

Re: Hvernig jeppaspjall viltu?

Posted: 22.apr 2010, 12:55
frá HaffiTopp
..

Re: Hvernig jeppaspjall viltu?

Posted: 22.apr 2010, 13:09
frá Stebbi
HaffiTopp wrote:Eina sem mér finnst vanta í fljótu bragði er tala hægra megin við hvern þráð sem segir fjölda svara sem komið er inn, svo maður átti sig betur á hvort svar sé komið inn á þeim þráðum sem maður vill fylgjast hvað mest með.


Enn betra er að það sýni hversu marga pósta þú átt ólesna í hverjum þræði, það er svoleiðis á nokkrum forumum sem ég hef notað og þá þarf maður ekki að muna hversu margir póstar voru síðast þegar þú skoðaðir eins og á F4x4.

Re: Hvernig jeppaspjall viltu?

Posted: 22.apr 2010, 14:46
frá gislisveri
Í valmyndinni hægra megin sem birtist þegar maður hefur skráð sig inn, er linkur sem heitir "Sýna ólesna pósta", þá birtast þar allir þræðir sem búið er að uppfæra frá því maður kom inn síðast. Þetta nota ég mest, þegar ég er svo búinn að opna það sem ég ætla að skoða fer ég aftur á forsíðuna og smelli á "Merkja allt lesið".

Til að taka af allan vafa um það: þó síðan sé ekki rekin í gróðaskyni er takmarkaður áhugi fyrir að borga með henni um ókomna tíð, svo það er líklegt að það verði auglýsingar á henni til að skapa henni fjárhagslegan grundvöll. Ekki langar okkur til að rukka fyrir aðgang (og ekki myndi ég borga slíkan aðgang sjálfur).

Til gamans má geta að vefþjónninn er gamall laptop sem liggur á skrifborði heima hjá Eiði og manni myndi síst detta í hug að hýsti eina mest sóttu vefsíðu landsins :)
Til að tryggja uppitíma vefsins verður líklega keypt fyrir hann alvöru hýsing einhvern tímann á næstunni.

Myndaalbúm: Mér finnst að spjallið sé í raun alveg nógu gott til að nota sem myndaalbúm, munurinn er bara að maður stofnar þráð en ekki albúm eins og í hefðbundnu kerfi. Það kannski hvetur menn frekar til að skrifa texta við myndirnar sem er alltaf skemmtilegra.

Haffi, hvað viltu sjá á forsíðunni?

Re: Hvernig jeppaspjall viltu?

Posted: 22.apr 2010, 18:05
frá DABBI SIG
Er þó ekki auðveldara fyrir síðuna að hýsa myndaalbúm í stað þess að láta menn pósta myndum í þræðina. Er að vísu sammála því að það sé skemmtilegt að skoða myndir sem hafa texta en verður ekki miklu þyngra fyrir síðuna að hýsa stóra þræði með fullt af myndum ásamt því að svona þræðir geta verið leiðinlegir fyrir hægar nettengingar. Ætti þá ekki frekar að hafa myndaalbúm sem auðveldara er að fletta?
Bara hugleiðing.

Re: Hvernig jeppaspjall viltu?

Posted: 22.apr 2010, 20:23
frá gislisveri
Nei, það er tæknilega flóknara að vera með myndaalbúm, sérstaklega ef það á að samþætta það spjallhlutanum einhvern veginn.
Annar kostur við núverandi fyrirkomulag sem mér dettur í hug núna er að það eru minni líkur á því að dælt sé inn myndum af einhverju sem enginn nennir að skoða, eða mörgum myndum af því sama.

Re: Hvernig jeppaspjall viltu?

Posted: 22.apr 2010, 20:57
frá Polarbear
góð síða þarf ekki að taka sífeldum breytingum, þetta jeppaspjall er snilld eins og það er.

Re: Hvernig jeppaspjall viltu?

Posted: 22.apr 2010, 21:05
frá HaffiTopp
..

Re: Hvernig jeppaspjall viltu?

Posted: 22.apr 2010, 21:29
frá gislisveri
Já, góðir hlutir gerast hægt, en stöðnun er dauði.

Re: Hvernig jeppaspjall viltu?

Posted: 23.apr 2010, 10:33
frá Izan
Sælir

Mér finnst þetta spjall ljómandi gott eins og það er. Skemmtileg spjallsíða er lífleg spjallsíða. Ef ekkert líf finnst skiptir útlit og fídusar ekki stóru máli.

Það er í raun auðvelt og gott að pota myndum inn í þræðina sem er nokkurnvegin það sem þarf til útskýringa o.s.frv. Eins opnar það möguleikan sem er nýttur eins og "Jeppinn minn" þar sem mynd jafnvel tvær geta fylgt gripnum. Sömuleiðis er möguleiki á að skrifa skemmtilegar ferðasögur og sýna fáeinar myndir með.

Ég held að fólk ofnoti alltaf myndaalbúm sem það kemst í. Maður sér það á t.d. Facebook og sá líka á vef f4x4 að myndaalbúmin áttu til að smekkfyllast af lítið spennandi myndum.

Mér virðist þessi síða vera farin að pota svolítið í sárin hjá 4x4 og er líka að mínu mati að gera góða hluti sem stakur spjall miðill.

Einhverntíma datt mér í hug "cheaptrix" (er það ekki skrifað svona) dálkur þar sem menn geta montað sig af sniðugum lausnum og leiðum til að leysa vandamál. Ég gæti t.d. sýnt og sagt frá einu svoleiðis en veit ekki hversu mikiið hann yrði notaður.

Kv Jón Garðar

Re: Hvernig jeppaspjall viltu?

Posted: 25.apr 2010, 18:23
frá birgthor
.

Re: Hvernig jeppaspjall viltu?

Posted: 25.apr 2010, 19:38
frá Stebbi
Ég hef séð þetta á erlendum spjallsíðum en þá er þráðurinn oftast látin þróast og svo færður í möppu sem er oftar en ekki kölluð Archives og honum læst. Þar er hægt að fletta upp algengustu bilunum og hvernig menn tækluðu þær og hvar var keypt efni til þess.
Góð hugmynd sem mætti hiklaust útfæra hérna þar sem þetta er að verða Jeppasíða #1 á klakanum.

Re: Hvernig jeppaspjall viltu?

Posted: 25.apr 2010, 19:42
frá Járni
jamm, það er um að gera að senda inn DIY verkefni og sértækari leiðbeningar. Það er um að gera að nota tegundaspjallið til að byrja með, ef safnast nægt efni má skoða það að safna því saman í sér flokk.

Re: Hvernig jeppaspjall viltu?

Posted: 25.maí 2010, 23:45
frá Magnús Þór
Mér þætti gaman að sjá þetta e-h vegin svona:

Kynning - þar kynnir maður sig og setur nokkrar myndir af bílnum. Eins og á sukka.is
Svo annars vegar "Bíllinn minn" sem er eins konar gallerý þráður. Svipað og live2cruize.

og svo fleiri flokka auðvitað.

En annars er þetta jeppaspjall mjög flott og þægilegt í umgengni :)