Hið íslenska jeppaspjall

User avatar

Höfundur þráðar
gislisveri
Stjórnandi
Innlegg: 1067
Skráður: 30.jan 2010, 23:08
Fullt nafn: Gísli Sverrisson
Bíltegund: Suzuki Fox
Staðsetning: Mosó
Hafa samband:

Hið íslenska jeppaspjall

Postfrá gislisveri » 02.feb 2012, 15:08

Sjá uppfærða tilkynningu á forsíðu

Kæru vinir og kunningjar,

Mig langaði að upplýsa ykkur um nokkur atriði og við sama tækifæri sameina þessar tvær tilkynningar sem lifað hafa á forsíðunni.

Síðastliðinn mánuð hefur Hið íslenska jeppaspjall verið heimsótt 92.931 sinnum af 17.059 mismunandi notendum sem samtals flettu 922.123 síðum.

Ef við berum saman við sama mánuð 2011 voru heimsóknir 44.550 frá 8.852 notendum og síðuflettingar 343.902.

Við sjáum því að notendum fjölgar um tæplega 100% og eru mun virkari m.v. síðuflettingar.

Svo er það að frétta að vefurinn á núna heima í alvöru hýsingu og til eru nægir peningar til að hýsa hann í nokkur ár vandræðalaust.

Ég vil þakka ykkur öllum fyrir fróðlega og málefnalega umræðu hérna inni og vona að allir hafi sama gagn og gaman af og við sem að jeppaspjallinu stöndum.

Ég vil líka skerpa á nokkrum hlutum:


Regla númer 1,2 og 3 á Hinu íslenska jeppaspjalli er að menn skrifi undir réttu, fullu nafni.
Þetta er forsenda þess að menn hugsi sig um áður en þeir senda eitthvað inn sem þeir gætu síðan séð eftir. Þó að langflestir fylgi þessari reglu, eru enn of margir sem hunsa hana. Það er talsverð vinna falin í því að fylgjast með þessu, aðvara menn og biðja þá að laga þetta, svo þeir sem ekki fara eftir þessu geta búist við því að aðgangnum þeirra verði eytt án þess að þeir fái viðvörun.

Vefurinn er ókeypis fyrir EINSTAKLINGA til að auglýsa á. Ef það vaknar grunur um að fyrirtæki, t.d. heildsölur eða bílasalar séu að nýta sér vefinn sem ókeypis auglýsingamiðil, áskiljum við okkur rétt til að eyða auglýsingunni fyrirvaralaust og jafnvel eyða aðgangi viðkomandi án viðvörunnar. Ástæðan er sem fyrr, það er mikil vinna að standa í þessu og það ætti að vera alveg nógu skýrt hvernig reglurnar eru, m.ö.o. við nennum ekki að senda aðvaranir.

Eitthvað hefur verið kvartað undan því að menn séu að uppfæra auglýsingarnar sínar (upp, ttt o.þ.h.) oftar en eðlilegt getur talist. Þess vegna biðjum við ykkur um að gera þetta ekki oftar en einu sinni á dag. Hafið þið farið inn á Barnaland.is? Já, það er ömurlegt.
Við erum að athuga hvort að kerfið getur séð um það sjálft að þræðir hoppi ekki efst í listann nema einu sinni á dag, en helst mætti það ekki hafa áhrif á umræðuhluta spjallsins, því þar gilda önnur lögmál.

Eitt sem mig langar að minnast á varðandi auglýsingar: Það er óþolandi þegar menn auglýsa eitthvað á ákveðnu verði og aðrir fara svo að hakka auglýsinguna í sig og gera athugasemdir um auglýst verð.
Samningafrelsi er lögfest á Íslandi og það er enginn skyldugur til að kaupa eitthvað sem honum finnst of dýrt. Markaðurinn sér um sig sjálfur.


Þrátt fyrir þessar litlu aðfinnslur er ég gríðarlega stoltur af spjallinu okkar og þakklátur fyrir móttökurnar sem það hefur fengið.

Bestu kveðjur,
Gísli Sveri.



User avatar

Höfundur þráðar
gislisveri
Stjórnandi
Innlegg: 1067
Skráður: 30.jan 2010, 23:08
Fullt nafn: Gísli Sverrisson
Bíltegund: Suzuki Fox
Staðsetning: Mosó
Hafa samband:

Re: Hið íslenska jeppaspjall

Postfrá gislisveri » 02.feb 2012, 15:24

Varðandi auglýsingar, þá eru þær mjög misgóðar eins og rætt hefur verið um á spjallinu. Við erum ekkert að fara yfir stafsetningu eða svoleiðis, en endilega hafið eftirfarandi atriði í huga, ykkur sjálfum til góðs, sem og öðrum notendum:

Titillinn selur! Hafið titil auglýsingar skýran, þ.e. lýsandi fyrir innihald auglýsingar. Mjög gott er að byrja titilinn á TS:xxxx (til sölu) eða ÓE:xxxx (óska eftir).

Upplýsingar selja! Því meira af upplýsingum sem þú setur í auglýsinguna þína, því færri fyrirspurnum þarftu að svara. Skoðaðu t.d. bilasolur.is og notaðu það sem viðmið.

Myndir selja! Það er í flestum tilvikum mun auðveldara að setja myndir inn á spjallið heldur en að senda 200 emaila út um allt með myndunum og pirrast svo á því að enginn hafi keypt viðkomandi vöru strax í gær. Fyrir þá sem eru fullkomnlega tækniheftir (þeir eru engu að síður mjög velkomnir notendur) hefur stundum reynst vel að biðja aðra spjallverja að setja myndirnar inn fyrir sig og yfirleitt er brugðist vel við því.

Verðið selur! Það er mun skilvirkara að setja inn verðhugmynd heldur en að halda fólki í einhverjum vafa um það. Margir fá það á tilfinninguna að verðið sé of hátt til að seljandinn vilji birta það og missa strax áhugann á vörunni. Þetta er ekkert sem ég er að skálda upp, það hefur verið sýnt fram á þetta með rannsóknum.

Kv.
Gísli

User avatar

Tómas Þröstur
Innlegg: 330
Skráður: 19.mar 2010, 10:03
Fullt nafn: Tómas Þröstur Rögnvaldsson

Re: Hið íslenska jeppaspjall

Postfrá Tómas Þröstur » 02.feb 2012, 15:37

Takk fyrir fína líflega síðu - allir þeir sam að henni koma :)

User avatar

dadikr
Innlegg: 158
Skráður: 05.feb 2010, 08:50
Fullt nafn: Daði Már Kristófersson
Bíltegund: Chevrolet K30

Re: Hið íslenska jeppaspjall

Postfrá dadikr » 02.feb 2012, 17:00

Jeppaspjallið er liflegasti, skemmtilegasti, og jákvæðasti vefur sem ég veit um - alger sólargeisli í íslensku vefumhverfi (með baggalút).

Virkilega gott framtak!

User avatar

jeepson
Innlegg: 3176
Skráður: 31.jan 2010, 16:02
Fullt nafn: Gísli J Gíslason
Bíltegund: Nissan patrol
Staðsetning: Þarna fyrir austan.

Re: Hið íslenska jeppaspjall

Postfrá jeepson » 02.feb 2012, 18:19

Tómas Þröstur wrote:Takk fyrir fína líflega síðu - allir þeir sam að henni koma :)


X2 Og vonandi hafa jeppapsjall.is miðarnir hjálpað vel til með að aulgýsa síðuna og styrkja hana :)
Kv. Gísli

Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn

User avatar

Höfundur þráðar
gislisveri
Stjórnandi
Innlegg: 1067
Skráður: 30.jan 2010, 23:08
Fullt nafn: Gísli Sverrisson
Bíltegund: Suzuki Fox
Staðsetning: Mosó
Hafa samband:

Re: Hið íslenska jeppaspjall

Postfrá gislisveri » 02.feb 2012, 18:25

jeepson wrote:
Tómas Þröstur wrote:Takk fyrir fína líflega síðu - allir þeir sam að henni koma :)


X2 Og vonandi hafa jeppapsjall.is miðarnir hjálpað vel til með að aulgýsa síðuna og styrkja hana :)


Ekki spurning nafni minn, þú átt heiður skilinn.

User avatar

jeepson
Innlegg: 3176
Skráður: 31.jan 2010, 16:02
Fullt nafn: Gísli J Gíslason
Bíltegund: Nissan patrol
Staðsetning: Þarna fyrir austan.

Re: Hið íslenska jeppaspjall

Postfrá jeepson » 02.feb 2012, 18:59

gislisveri wrote:
jeepson wrote:
Tómas Þröstur wrote:Takk fyrir fína líflega síðu - allir þeir sam að henni koma :)


X2 Og vonandi hafa jeppapsjall.is miðarnir hjálpað vel til með að aulgýsa síðuna og styrkja hana :)


Ekki spurning nafni minn, þú átt heiður skilinn.


Þakka þér fyrir það nafni. Mér fanst þetta bara vera alveg tilvalið þar sem að við erum með fríann aðgang að þessu frábæra spjalli. Ég á nokkra miða eftir og ég vona að þeir seljist og þá verður skoðað að panta fleiri miða til að styrkja síðuna ;)
Kv. Gísli

Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn

User avatar

Freyr
Innlegg: 1704
Skráður: 01.feb 2010, 10:52
Fullt nafn: Freyr Þórsson

Re: Hið íslenska jeppaspjall

Postfrá Freyr » 02.feb 2012, 22:08

Takk fyrir mig,

Kveðja, ánægður jeppaspjallsnotandi.


arni hilux
Innlegg: 462
Skráður: 22.okt 2010, 20:38
Fullt nafn: Árni Páll Jóhannesson

Re: Hið íslenska jeppaspjall

Postfrá arni hilux » 02.feb 2012, 23:43

go jeppaspjall.is ;) hehe vantar samt svona ferðir eins og grill og eitthvað veit að leibbimagg var eitthvað að spá í þessu síðasta sumar en held að það' hafi aldrei orðið neitt úr því:)
BMW e36 325i (í uppgerð)
Mitsubishi lancer 91 (í notkun)
Mitsubishi lancer evo9 (seldur)
Mitsubishi lancer stadion (seldur)
chrysler sebring (seldur)
(BRUSSAN) toyota hilux 2,4 bensin (seldur)
golf 1,4 (seldur)
subaru impreza gl (seldur)


toni guggu
Innlegg: 124
Skráður: 08.maí 2011, 11:44
Fullt nafn: Anton Guðmundsson

Re: Hið íslenska jeppaspjall

Postfrá toni guggu » 02.feb 2012, 23:59

Frábær síða og ótæmandi upplýsingamiðill takk fyrir mig.

kv Toni.


Til baka á “Vefurinn - hugmyndir, ábendingar og tilkynningar”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 24 gestir