Síða 1 af 1

Jeppi dagsins

Posted: 07.apr 2010, 21:02
frá Bessi
Stolin hugmynd,pósta inn einni jeppa mynd á dag.Kannski grunn upplísingar með,hægt að snúa upp í getraun.Annað hvort stjórnendur sæju um þetta eða notendur spjallsins.Gaman að kíkja inn og sjá hver skyldi nú vera jeppi dagsins.

Re: Jeppi dagsins

Posted: 07.apr 2010, 21:08
frá Maggi
Góð hugmynd

Komdu með þann fyrsta.

kv
Maggi

Re: Jeppi dagsins

Posted: 08.apr 2010, 08:36
frá birgthor
.

Re: Jeppi dagsins

Posted: 08.apr 2010, 09:43
frá draugsii
var hann ekki að vinna í því að lengja hana mig minnir að það hafi verið heillangur myndabálkur um það einhverstaðar á 4x4

Re: Jeppi dagsins

Posted: 08.apr 2010, 09:47
frá draugsii

Re: Jeppi dagsins

Posted: 08.apr 2010, 19:39
frá Stebbi
Hann er enþá í lengingu í skúr í Hveragerði og hann er með 289 V8, C6, Dana 20 millikassa, 9" að aftan, D44 að framan og allt soðið. Fyrir þá sem ekki vita þá var hann rauður fyrst og afrakstur veðmáls norður á ströndum ef mig misminnir ekki. Veðmálið hljómaði svona: "Ég þori að veðja að þú getur ekki sett súkkuna á 38" og bóndinn gerði aðeins betur og fór á 44".

Re: Jeppi dagsins

Posted: 08.apr 2010, 23:53
frá ofursuzuki
Mig minnir að tæknilega séð þá sé hann ekki Súkka lengur (því miður) held að grindin sé úr Ford Bronco ásamt kraminu. Ég er ekki alveg viss á þessu en mig minnir að ég hafi séð þetta einhverstaðar, þið leiðréttið mig þá bara ef þetta er bull í mér.

Re: Jeppi dagsins

Posted: 09.apr 2010, 00:59
frá Stebbi
Það er rétt þetta er Bronco '74 með súkkuboddý. Súkkugrindin væri sjálfsagt snúin eins og lakkerísrör í dag með þessa vél.

V8 289cid small.jpg
289 SBF V8


Raggi og súkkan small.jpg
44" Súkka