Legg til smá breytingu á spjallborðinu.
Posted: 18.jan 2011, 19:10
Það er algengt á spjallborðum eins og þessu að láta spjallþræðina skiptast upp í síður þegar þeir verða langir en hér er það ekki gert eða allavega þeim er leyft að verða mjög langir áður en þeir fara að skiptast niður (Háfjallahjólhýsið er t.d orðið 84 færslur án þess að skiptast niður þegar þetta er skrifað).
Þetta er ágætt ef þræðirnir innihalda mestmegnis texta en hjá okkur eru oft hellingur af myndum í þráðunum og þá geta þeir verið ólestrarhæfir í nokkra stund eftir að þeir eru opnaðir meðan myndirnar eru að hlaðast inn sem mér finnst pirrandi þegar maður ætlar bara að lesa síðustu færslurnar sem komu inn.
Ég legg til að þessu verði breytt og þræðirnir látnir skiptast upp eftir t.d. 20-30 færslur. Þetta myndi engin áhrif hafa á langflesta þræðina sem ná ekki þetta mörgum færslum en stóru löngu þræðirnir yrðu miklu fljótari að koma inn og verða lestrarhæfir.
Þetta er ágætt ef þræðirnir innihalda mestmegnis texta en hjá okkur eru oft hellingur af myndum í þráðunum og þá geta þeir verið ólestrarhæfir í nokkra stund eftir að þeir eru opnaðir meðan myndirnar eru að hlaðast inn sem mér finnst pirrandi þegar maður ætlar bara að lesa síðustu færslurnar sem komu inn.
Ég legg til að þessu verði breytt og þræðirnir látnir skiptast upp eftir t.d. 20-30 færslur. Þetta myndi engin áhrif hafa á langflesta þræðina sem ná ekki þetta mörgum færslum en stóru löngu þræðirnir yrðu miklu fljótari að koma inn og verða lestrarhæfir.