Legg til smá breytingu á spjallborðinu.

User avatar

Höfundur þráðar
Einar
Innlegg: 319
Skráður: 01.feb 2010, 00:32
Fullt nafn: Einar Steinsson
Staðsetning: Austurríki
Hafa samband:

Legg til smá breytingu á spjallborðinu.

Postfrá Einar » 18.jan 2011, 19:10

Það er algengt á spjallborðum eins og þessu að láta spjallþræðina skiptast upp í síður þegar þeir verða langir en hér er það ekki gert eða allavega þeim er leyft að verða mjög langir áður en þeir fara að skiptast niður (Háfjallahjólhýsið er t.d orðið 84 færslur án þess að skiptast niður þegar þetta er skrifað).
Þetta er ágætt ef þræðirnir innihalda mestmegnis texta en hjá okkur eru oft hellingur af myndum í þráðunum og þá geta þeir verið ólestrarhæfir í nokkra stund eftir að þeir eru opnaðir meðan myndirnar eru að hlaðast inn sem mér finnst pirrandi þegar maður ætlar bara að lesa síðustu færslurnar sem komu inn.
Ég legg til að þessu verði breytt og þræðirnir látnir skiptast upp eftir t.d. 20-30 færslur. Þetta myndi engin áhrif hafa á langflesta þræðina sem ná ekki þetta mörgum færslum en stóru löngu þræðirnir yrðu miklu fljótari að koma inn og verða lestrarhæfir.
Síðast breytt af Einar þann 18.jan 2011, 19:25, breytt 1 sinni samtals.



User avatar

andrig
Innlegg: 167
Skráður: 31.jan 2010, 22:43
Fullt nafn: Andri Þór Gíslason
Bíltegund: Dodge Ram 2500
Staðsetning: Reykjavík
Hafa samband:

Re: Legg til smá breytingu á spjallborðinu.

Postfrá andrig » 18.jan 2011, 19:23

sammála
- Dodge RAM Cummins 2500, 2001 38"

User avatar

ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Legg til smá breytingu á spjallborðinu.

Postfrá ellisnorra » 18.jan 2011, 19:50

Þetta hef ég verið að hugsa um að fara að röfla í líka. 100% sammála, væri fínt ef það væri hægt að velja hvað koma margar síður, 10-20-30-40-50 per síðu, stillt í prófíl hjá hverjum og einum til dæmis. Oft finnst mér vera of fáar færslur á mörgum spjallborðum og allur tíminn fara í að fletta ef maður er að renna yfir þráðinn.
http://www.jeppafelgur.is/

User avatar

Járni
Stjórnandi
Innlegg: 1391
Skráður: 30.jan 2010, 22:43
Fullt nafn: Árni Björnsson
Bíltegund: Land Rover
Staðsetning: Akureyri
Hafa samband:

Re: Legg til smá breytingu á spjallborðinu.

Postfrá Járni » 18.jan 2011, 20:13

Sælir og takk fyrir innleggið.
Þetta fer fyrir nefndina, sjálfsagt að prófa þetta.
Land Rover Defender 130 38"

User avatar

Polarbear
Póststjóri
Innlegg: 874
Skráður: 31.jan 2010, 23:15
Fullt nafn: Lárus Rafn Halldórsson
Bíltegund: Toyota

Re: Legg til smá breytingu á spjallborðinu.

Postfrá Polarbear » 20.feb 2011, 22:32

ég styð þetta heilshugar.

100 innleggja þráður með myndum er lengi að lódast eins og Elmar bendir á hér í öðrum þræði. er þetta ekki bara einfalt stillingaratriði í config? þetta gæti líka sparað upload og bandvídd síðunar að vera ekki alltaf að moka öllum þræðinum í mann þegar maður er að skoða svona langlokur... :)

User avatar

gislisveri
Stjórnandi
Innlegg: 1067
Skráður: 30.jan 2010, 23:08
Fullt nafn: Gísli Sverrisson
Bíltegund: Suzuki Fox
Staðsetning: Mosó
Hafa samband:

Re: Legg til smá breytingu á spjallborðinu.

Postfrá gislisveri » 20.feb 2011, 23:10

Færði niður í 50, sjáum hvernig það reynist.
Kv.
Gísli.

User avatar

Polarbear
Póststjóri
Innlegg: 874
Skráður: 31.jan 2010, 23:15
Fullt nafn: Lárus Rafn Halldórsson
Bíltegund: Toyota

Re: Legg til smá breytingu á spjallborðinu.

Postfrá Polarbear » 21.feb 2011, 01:59

glæsilegt! góð byrjun.


Til baka á “Vefurinn - hugmyndir, ábendingar og tilkynningar”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 14 gestir