Síða 1 af 1

Vesen að komast inn á spjallið

Posted: 09.júl 2015, 22:55
frá Svenni30
Er að lenda í því að það er vesen að komast inn á spjallið, en tekst alltaf eftir nokkrar tilraunir. Er eitthvað að ?

Re: Vesen að komast inn á spjallið

Posted: 09.júl 2015, 23:05
frá Svenni30
Eða er þetta bara nettengingin hjá mér kannski ?

Re: Vesen að komast inn á spjallið

Posted: 09.júl 2015, 23:31
frá Járni
Sæll!

Nei, þetta er ekki bara þú. Ég hef einnig orðið var við þetta og tel vandann liggja hjá hýsingaraðilanum.
Við höfum samband við hann í fyrramálið og reynum að fá skýringar.

Re: Vesen að komast inn á spjallið

Posted: 10.júl 2015, 02:27
frá svarti sambo
Ég er líka búinn að vera að lenda í þessu. Og var í tómu brasi með að setja inn myndir í fyrradag. Hélt að þetta væri einhver vírus í tölvunni hjá mér, til að byrja með. Var nefnilega að lenda í þessu sama á annari síðu. En annars virtist netið í lagi að öðru leiti. Kannski þetta sé sami hýsillin á báðum síðunum.

Re: Vesen að komast inn á spjallið

Posted: 10.júl 2015, 09:20
frá Járni
Við höfðum samband við þá sem hýsa fyrir okkur og fengum að vita að þeir urðu fyrir netárás sem olli truflunum. Þeir ætla að skoða betur hvort það sé eitthvað fleira sem veldur, annars ætti þetta að vera til friðs. Amk þar til internet ISIS fer aftur á kreik.

Re: Vesen að komast inn á spjallið

Posted: 19.jan 2016, 00:49
frá kaos
Sælir,

Þessi póstur ætti reyndar betur heima í nýjum þræði, og biðst ég afsökunar á að troða honum hér inn. Málið er hinsvegar að "fullbúni ritillinn" sem líka er notaður fyrir nýja pósta er ekki að virka hjá mér. Eru einhverjir fleiri að lenda í þessu? Get farið inn og slegið inn texta, en þegar ég ætla að annaðhvort staðfesta eða forskoða poppar upp síða með villukóða 403 - Forbidden. Ég get hins vegar notað "flýtisvars" innsláttarreitinn, og þess vegna endaði þessi póstur hér.

Windows 7, Firefox 43.0.4. Er með noscript, en það segist aðeins vera að blokkera google-analytics.com

--
Kveðja, Kári.

Re: Vesen að komast inn á spjallið

Posted: 19.jan 2016, 08:23
frá Járni
Sæll Kári,

Er þetta stöðugt? Ertu búinn að prófa annan vafra?

Re: Vesen að komast inn á spjallið

Posted: 19.jan 2016, 18:59
frá kaos
Hefur verið stöðugt í a.m.k. tvo daga.

Prófaði í morgun með Google Chrome, með sömu niðurstöðu. Og þegar ég ætlaði að svar var bæði flýtisvar og einkaskilaboð líka hætt að virka :-/ Sjáum hvernig gengur núna.

--
Kveðja, Kári.

Re: Vesen að komast inn á spjallið

Posted: 19.jan 2016, 19:00
frá kaos
Flýtisvar er allaveganna farið að virka aftur, prófum fullbúinn ritil.

Re: Vesen að komast inn á spjallið

Posted: 19.jan 2016, 19:01
frá kaos
Jú, allt í himnalagi núna :-)

Re: Vesen að komast inn á spjallið

Posted: 19.jan 2016, 19:20
frá Járni
Magnað, stóðstu etv á netsnúrunni ?

Re: Vesen að komast inn á spjallið

Posted: 19.jan 2016, 19:37
frá kaos
Nei, veit ekki til þess að ég hafi gert neitt til að stífla slöngurnar :-)
:
:
:
Ooog, Adam var ekki lengi í paradís. Fullbúni ritillinn er aftur farinn í verkfall. Prófum flýtisvarið.
--
Kveðja, Kári.

Re: Vesen að komast inn á spjallið

Posted: 19.jan 2016, 19:39
frá Járni
Eru fleiri að lenda í þessu?

Re: Vesen að komast inn á spjallið

Posted: 21.jan 2016, 23:36
frá Startarinn
Ég hef átt við annað vandamál að stríða, þegar ég er staddur í vinnunni á ég í mestu vandræðum með að komast inná jeppaspjallið, hvort sem það er í minni eigin tölvu eða vélarúmstölvunni, þetta er 4G tenging í Noregi, en lét líka svona þegar við vorum með tengingu gegnum CDMA kerfi.

Það ber svo ekkert á þessu um leið og ég er kominn heim, mig minnir að villan sem ég fæ úti í Noregi sé bara timeout, þetta gerist ekki alltaf en æði oft

Re: Vesen að komast inn á spjallið

Posted: 21.jan 2016, 23:42
frá Járni
Ástmar, allar aðrar síður í lagi? Líka íslenskar?

Re: Vesen að komast inn á spjallið

Posted: 22.jan 2016, 09:45
frá jongud
Ekkert vandamál hjá mér, er að nota Firefox á tölvunni og Crome á spjaldinu. Báðir ritlar í lagi á báðum stöðum.

Re: Vesen að komast inn á spjallið

Posted: 22.jan 2016, 23:47
frá Startarinn
Járni wrote:Ástmar, allar aðrar síður í lagi? Líka íslenskar?


Allar aðrar voru í lagi, ég fer svosem ekki inná margar íslenskar nema fréttamiðlanna, en það hefur allt verið í lagi